Þingmenn fá falleinkunn: „Það er eins og Ögmundur hafi fundið hin föllnu Sovétríki og klætt sig í þau“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. maí 2016 12:30 Haukur Bragason lætur þingmenn heyra það. vísir/ernir Tískusérfræðingurinn Haukur Bragason mætti í Brennsluna á FM957 í morgun og fór yfir klæðaburð þingmanna í eldhúsdagsumræðum í þinginu í gær. Óhætt er að segja að sleggjan hafi verið á lofti. „Ég var pínu grimmur í gær. Bjarni Ben og Árni Páll eru yfirleitt vel klæddir en ég gaf þeim fimm í einkunn í gær og þeir ollu mér vonbrigðum,“ segir Haukur um klæðaburð þá félaga á Alþingi í gær. „Hinir voru í raun bara verri. Bjarni Ben er best klæddi maður Alþingis, hann verður að fá að eiga það en hann var rosalega leiðinlegur í gær, bæði ræðan og fötin. Þetta var pínu Hagkaup hjá honum,“ segir Haukur og bætir við að Bjarni hafi verið rykfallinn og það hefði þurft að dusta af honum. „Hann var allt of pabbalegur og hann hefur sloppið svo vel við það hingað til,“ segir hann en Haukur var heldur ekki sáttur við Árna Pál, formann Samfylkingarinnar. „Ég er aldrei hrifinn af mönnum með bindi í flokkslitnum. Ég veit ekki hvað það er, mér finnst það alltaf hallærislegt.“ Haukur kom auga á það að Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, var með þumalhringinn á sínum stað. „Þá ferð þú ekkert hærra en einn. Ég gaf honum einn útaf því að hann var ekki með þennan ljóta flagaraklút sem hann var með þegar hann tók við forsætisráðherraembættinu. Hann var síðan í mjög leiðinlegri skyrtu.“Vinnur með jarðlitina Haukur segir að Óttarr Proppé vinni alltaf með sömu litapallettuna. „Hann er mikið í jarðlitunum og oft í þessum sinnepsgulu jakkafötum. Ég held að hann pæli einna mest í fötunum, þó hann komi svona út.“ Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var í jakkafötum sem voru í senn óaðfinnanleg og óeftirtektarverð að mati Hauks. „Þetta er mjög Sjálfstæðismannalegt, að vera í jakkafötum sem er erfitt að setja út á en þau eru bara svo óspennandi og maður tekur ekki eftir þeim.“ Haukur segir að menn séu oft klæddir eins og pabbar sínir á þingi. „Það er eins og Ögmundur hafi fundið föllnu Sovétríkin og klætt sig í þau. Það er einhver austantjaldsfílingur í þessu. Bindið er pottþétt svipað gamalt og ég.“ Haukur er með Twitter-reikninginn @Sentilmennid og tjáir sig oft á tíðum um tískuna eins og lesa mátti í gærkvöldi. Jakkaföt Róberts Marshall eru með fallegri áferð. Skyrtukraginn leiðinlegur, bindishnúturinn of stór og lyftir kraganum. 5/10. #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Annars var Árni, pabbi Vilhjálms Árnasonar einu sinni í mjög flottum jakkafötum. Vilhjálmur mætti svo bara í þeim í dag. 1/10. #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Sérstök aukaverðlaun fyrir skakkasta bindið hlýtur Vilhjálmur Árnason! #Eldhúsdagur pic.twitter.com/szseJ13zsi— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Vá. Það er eins og Ögmundur hafi fundið hin föllnu Sovétríki og klætt sig í þau. 1/10. #Eldhúsdagur pic.twitter.com/WIMcJ9XkZi— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Gummi Steingríms að skoða Twitter hjá mér. „Fokk. Hvað ætli hann segi um mig? Var kúl að sleppa bindi?“ #Eldhúsdagur pic.twitter.com/R1IUJcdNal— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Ég sem var farinn að hlakka til að hakka Helga Hrafn í mig fyrir Dogma bol. Jæja. Batnandi mönnum er best að lifa. 3/10. #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Óttarr Proppé pælir meira í fötum og stíl en allir aðrir þingkarlar. Fötin eru hans persónueinkenni. Ég ber virðingu fyrir því. #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Sigurður Ingi fær strax 1 heilan fyrir að vera ekki með flagaraklút. Meira verður það því miður ekki. 1/10. #þumalputtahringur #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Ég tek fram að ég dæmi eingöngu klæðnað þingkarla í dag. Konur eru of oft dæmdar af útliti en ekki hæfni sinni. #Eldhúsdagur #6dagsleikinn— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Alþingi Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
Tískusérfræðingurinn Haukur Bragason mætti í Brennsluna á FM957 í morgun og fór yfir klæðaburð þingmanna í eldhúsdagsumræðum í þinginu í gær. Óhætt er að segja að sleggjan hafi verið á lofti. „Ég var pínu grimmur í gær. Bjarni Ben og Árni Páll eru yfirleitt vel klæddir en ég gaf þeim fimm í einkunn í gær og þeir ollu mér vonbrigðum,“ segir Haukur um klæðaburð þá félaga á Alþingi í gær. „Hinir voru í raun bara verri. Bjarni Ben er best klæddi maður Alþingis, hann verður að fá að eiga það en hann var rosalega leiðinlegur í gær, bæði ræðan og fötin. Þetta var pínu Hagkaup hjá honum,“ segir Haukur og bætir við að Bjarni hafi verið rykfallinn og það hefði þurft að dusta af honum. „Hann var allt of pabbalegur og hann hefur sloppið svo vel við það hingað til,“ segir hann en Haukur var heldur ekki sáttur við Árna Pál, formann Samfylkingarinnar. „Ég er aldrei hrifinn af mönnum með bindi í flokkslitnum. Ég veit ekki hvað það er, mér finnst það alltaf hallærislegt.“ Haukur kom auga á það að Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, var með þumalhringinn á sínum stað. „Þá ferð þú ekkert hærra en einn. Ég gaf honum einn útaf því að hann var ekki með þennan ljóta flagaraklút sem hann var með þegar hann tók við forsætisráðherraembættinu. Hann var síðan í mjög leiðinlegri skyrtu.“Vinnur með jarðlitina Haukur segir að Óttarr Proppé vinni alltaf með sömu litapallettuna. „Hann er mikið í jarðlitunum og oft í þessum sinnepsgulu jakkafötum. Ég held að hann pæli einna mest í fötunum, þó hann komi svona út.“ Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var í jakkafötum sem voru í senn óaðfinnanleg og óeftirtektarverð að mati Hauks. „Þetta er mjög Sjálfstæðismannalegt, að vera í jakkafötum sem er erfitt að setja út á en þau eru bara svo óspennandi og maður tekur ekki eftir þeim.“ Haukur segir að menn séu oft klæddir eins og pabbar sínir á þingi. „Það er eins og Ögmundur hafi fundið föllnu Sovétríkin og klætt sig í þau. Það er einhver austantjaldsfílingur í þessu. Bindið er pottþétt svipað gamalt og ég.“ Haukur er með Twitter-reikninginn @Sentilmennid og tjáir sig oft á tíðum um tískuna eins og lesa mátti í gærkvöldi. Jakkaföt Róberts Marshall eru með fallegri áferð. Skyrtukraginn leiðinlegur, bindishnúturinn of stór og lyftir kraganum. 5/10. #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Annars var Árni, pabbi Vilhjálms Árnasonar einu sinni í mjög flottum jakkafötum. Vilhjálmur mætti svo bara í þeim í dag. 1/10. #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Sérstök aukaverðlaun fyrir skakkasta bindið hlýtur Vilhjálmur Árnason! #Eldhúsdagur pic.twitter.com/szseJ13zsi— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Vá. Það er eins og Ögmundur hafi fundið hin föllnu Sovétríki og klætt sig í þau. 1/10. #Eldhúsdagur pic.twitter.com/WIMcJ9XkZi— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Gummi Steingríms að skoða Twitter hjá mér. „Fokk. Hvað ætli hann segi um mig? Var kúl að sleppa bindi?“ #Eldhúsdagur pic.twitter.com/R1IUJcdNal— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Ég sem var farinn að hlakka til að hakka Helga Hrafn í mig fyrir Dogma bol. Jæja. Batnandi mönnum er best að lifa. 3/10. #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Óttarr Proppé pælir meira í fötum og stíl en allir aðrir þingkarlar. Fötin eru hans persónueinkenni. Ég ber virðingu fyrir því. #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Sigurður Ingi fær strax 1 heilan fyrir að vera ekki með flagaraklút. Meira verður það því miður ekki. 1/10. #þumalputtahringur #Eldhúsdagur— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016 Ég tek fram að ég dæmi eingöngu klæðnað þingkarla í dag. Konur eru of oft dæmdar af útliti en ekki hæfni sinni. #Eldhúsdagur #6dagsleikinn— Haukur Bragason (@Sentilmennid) May 30, 2016
Alþingi Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira