Það er aukin pressa á norska landsliðinu fyrir leikinn gegn Íslandi því tapi liðið leiknum þá verður spilað ömurlegt lag sem er kallað Tapsinfónían.
Það er norski Håvard Lilleheie sem stendur fyrir þessari uppákomu og hann lofar því að þetta sé lag sem norsku landsliðsmennirnir vilja ekki heyra.
Hann segir að með þessu uppátæki sé hann að hvetja norska liðið enn frekar til dáða.
Þetta er líka ágætis hvatning fyrir okkar menn. Að vinna leikinn og neyða norska liðið til þess að þurfa að heyra lagið.
Hér má sjá myndband sem fjallar um gerð Tapsinfóníunnar.
