Snýr aftur eftir langt hlé Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. júní 2016 09:00 Snorri verður á faraldsfæti í sumar, hann mun spila á öllum helstu hátíðunum og verður t.d. á Drangsnesi um helgina. Mynd/Owen Fiene Glöggir hafa mögulega tekið eftir því að Snorri hefur ekki spilað mikið upp á síðkastið og eru tónleikarnir í kvöld þeir fyrstu sem hann kemur fram á í dágóðan tíma – en Snorri og sveit hafa lengi verið ansi tíðir gestir á Kexi og spilað þar reglulega. Snorra þarf nú vart að kynna fyrir fólki. Hann hefur sent frá sér þrjár plötur sem sólólistamaður – sú fyrsta, I’m Gonna Put My Name on Your Door, kom út árið 2009, en á þeirri þriðju, Autumn Skies, var hann kominn með band með sér. Snorri var aðalsprautan í Sprengjuhöllinni sem gaf út, eins og allir auðvitað vita, þrjár plötur og átti bandið nokkur lög sem voru spiluð í hengla í útvarpi. „Ég hef verið að taka upp plötu sem kemur út eftir sirka mánuð eða svo. Þannig að við erum bara búin að vera í því svolítið mikið, síðan hef ég verið í alls konar öðrum verkefnum, var t.d. að gera tónlist fyrir kvikmyndina Bakk í fyrra og annað. Þannig að ég setti live spilamennskuna svolítið til hliðar á meðan. En við ætlum að fara á fullt núna í sumar og kynna nýju plötuna. Verðum á Solstice og á Sumarmölinni á Drangsnesi núna um helgina og Innipúkanum líka,“ segir Snorri þegar hann er inntur eftir því hvað í ósköpunum hann hafi verið að bralla allan þennan tíma. Aðspurður segir Snorri að nýja platan fái mest öll að rúlla þarna á tónleikunum og í bland við hana muni þau taka gömul og góð lög eins og gengur svo allir fái eitthvað fyrir sinn snúð. Með Snorra verður heljarinnar band sem í eru nánast allir tónlistarmenn landsins. „Við erum sjö í bandinu, þannig að þetta verður svona stór epic-band útgáfa af okkur. Þetta eru Valdimar Guðmundsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson sem er í Hjaltalín og Hjörtur Ingvi úr Hjaltalín líka. Síðan er það Silla – Mr. Silla. Þá er það Örn Eldjárn og Magnús Elíasen Tryggvason trommari.“ Aðdáendur fengu smá forskot á sæluna í gær þegar frá Snorra kom spánnýtt lag og myndband – það var lagið Einsemd af nýju plötunni sem varð fyrir valinu. „Á bak við þetta er leikhópur sem heitir Kriðpleir og strákur sem heitir Óskar Kristinn Ernisson. Þeir gerðu þetta fyrir mig í síðasta mánuði og við náðum að henda þessu strax saman.“ Snorri og band verða á Kexi hosteli í kvöld klukkan 21.00 og það er frítt inn. Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Glöggir hafa mögulega tekið eftir því að Snorri hefur ekki spilað mikið upp á síðkastið og eru tónleikarnir í kvöld þeir fyrstu sem hann kemur fram á í dágóðan tíma – en Snorri og sveit hafa lengi verið ansi tíðir gestir á Kexi og spilað þar reglulega. Snorra þarf nú vart að kynna fyrir fólki. Hann hefur sent frá sér þrjár plötur sem sólólistamaður – sú fyrsta, I’m Gonna Put My Name on Your Door, kom út árið 2009, en á þeirri þriðju, Autumn Skies, var hann kominn með band með sér. Snorri var aðalsprautan í Sprengjuhöllinni sem gaf út, eins og allir auðvitað vita, þrjár plötur og átti bandið nokkur lög sem voru spiluð í hengla í útvarpi. „Ég hef verið að taka upp plötu sem kemur út eftir sirka mánuð eða svo. Þannig að við erum bara búin að vera í því svolítið mikið, síðan hef ég verið í alls konar öðrum verkefnum, var t.d. að gera tónlist fyrir kvikmyndina Bakk í fyrra og annað. Þannig að ég setti live spilamennskuna svolítið til hliðar á meðan. En við ætlum að fara á fullt núna í sumar og kynna nýju plötuna. Verðum á Solstice og á Sumarmölinni á Drangsnesi núna um helgina og Innipúkanum líka,“ segir Snorri þegar hann er inntur eftir því hvað í ósköpunum hann hafi verið að bralla allan þennan tíma. Aðspurður segir Snorri að nýja platan fái mest öll að rúlla þarna á tónleikunum og í bland við hana muni þau taka gömul og góð lög eins og gengur svo allir fái eitthvað fyrir sinn snúð. Með Snorra verður heljarinnar band sem í eru nánast allir tónlistarmenn landsins. „Við erum sjö í bandinu, þannig að þetta verður svona stór epic-band útgáfa af okkur. Þetta eru Valdimar Guðmundsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson sem er í Hjaltalín og Hjörtur Ingvi úr Hjaltalín líka. Síðan er það Silla – Mr. Silla. Þá er það Örn Eldjárn og Magnús Elíasen Tryggvason trommari.“ Aðdáendur fengu smá forskot á sæluna í gær þegar frá Snorra kom spánnýtt lag og myndband – það var lagið Einsemd af nýju plötunni sem varð fyrir valinu. „Á bak við þetta er leikhópur sem heitir Kriðpleir og strákur sem heitir Óskar Kristinn Ernisson. Þeir gerðu þetta fyrir mig í síðasta mánuði og við náðum að henda þessu strax saman.“ Snorri og band verða á Kexi hosteli í kvöld klukkan 21.00 og það er frítt inn.
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira