Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2016 14:24 Peter Jonsson og Carl-Fredrik Arndt. mynd/linkedin/facebook Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. Þeir voru lykilvitni í máli ákæruvaldsins gegn Turner en hann var í liðinni viku dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga konunni sem hann lá ofan á þegar Svíarnir sáu hann.Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær en það hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum þar sem mörgum þykir dómurinn í engu samræmi við alvarleika glæpsins. Þá hefur bréf sem fórnarlambið las upp í dómsal þegar dómur var kveðinn upp vakið mikla athygli en hún ávarpaði Turner beint og sagði hann meðal annars hafa svipt hana einkalífi hennar, tíma hennar, öryggi og sjálfstrausti. Í bréfinu lýsti konan þeim Arndt og Jonsson, sem hún hefur aldrei hitt, sem hetjum. Turner stakk nefnilega af þegar Svíarnir komu að honum og konunni en þeir hlupu hann uppi, náðu honum og héldu honum föstum þar til lögreglan kom og handtók hann.„Við sáum að hún hreyfði sig ekki en hann hreyfði sig mjög mikið“ Arndt tjáði sig í fyrsta skipti við fjölmiðla núna í vikunni en Jonsson hefur ekki viljað ræða við blaðamenn. Að sögn Arndt sáu þeir félagar strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana þar sem Turner var að ráðast á konuna. „Við sáum að hún hreyfði sig ekki en hann hreyfði sig mjög mikið. Svo við stoppuðum og hugsuðum: „Þetta er mjög skrýtið,““ segir Arndt. Þeir ákváðu því að fara til Turner þar sem hann lá ofan á konunni.Sjá einnig: Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ „Þegar hann stóð upp sáum við að hún hreyfði sig ekki neitt svo við fórum til hans og spurðum hvað hann væri eiginlega að gera,“ segir Arnd en í bréfinu lýsir konan því þegar hún sá myndir af sjálfri sér þar sem hún lá á bak við ruslagáminn: „Meðvitundarlaus, með úfið hár, hálsmen vafið um hálsinn á mér, brjósthaldarann lafandi undan kjólnum sem búið var að toga yfir axlirnar á mér, ... kviknakin að neðan með fæturnar glenntar í sundur.“ Þá var hún með greninálar í hárinu og inni í leggöngunum.Gekk úr skugga um að konan væri ekki dáin Sænsku hetjurnar skiptust á fáeinum orðum við Turner áður en hann stakk skyndilega af. Jonsson elti hann, náði honum og tæklaði hann. Arndt var hins vegar áfram hjá konunni og gekk úr skugga um að hún væri á lífi. „Hún lá alveg grafkyrr,“ segir hann. Mennirnir tveir héldu Turner og hringdu á lögregluna sem kom á vettvang skömmu síðar og handtók hann. Þeir gáfu skýrslur bæði hjá lögreglu og fyrir dómi en hittu þó aldrei konuna sem þeir aðstoðuðu þetta janúarkvöld á skólalóðinni í Stanford: „Takk til mannanna tveggja sem björguðu mér og ég hef ekki enn hitt. Ég sef með tvö hjól sem teiknaði fyrir ofan rúmið mitt til að minna mig á hetjurnar í þessari sögu. Til að minna mig á að við lítum eftir hvort öðru,“ skrifaði konan í bréfinu sem hún las upp í dómsal. Tengdar fréttir Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira
Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. Þeir voru lykilvitni í máli ákæruvaldsins gegn Turner en hann var í liðinni viku dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga konunni sem hann lá ofan á þegar Svíarnir sáu hann.Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær en það hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum þar sem mörgum þykir dómurinn í engu samræmi við alvarleika glæpsins. Þá hefur bréf sem fórnarlambið las upp í dómsal þegar dómur var kveðinn upp vakið mikla athygli en hún ávarpaði Turner beint og sagði hann meðal annars hafa svipt hana einkalífi hennar, tíma hennar, öryggi og sjálfstrausti. Í bréfinu lýsti konan þeim Arndt og Jonsson, sem hún hefur aldrei hitt, sem hetjum. Turner stakk nefnilega af þegar Svíarnir komu að honum og konunni en þeir hlupu hann uppi, náðu honum og héldu honum föstum þar til lögreglan kom og handtók hann.„Við sáum að hún hreyfði sig ekki en hann hreyfði sig mjög mikið“ Arndt tjáði sig í fyrsta skipti við fjölmiðla núna í vikunni en Jonsson hefur ekki viljað ræða við blaðamenn. Að sögn Arndt sáu þeir félagar strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana þar sem Turner var að ráðast á konuna. „Við sáum að hún hreyfði sig ekki en hann hreyfði sig mjög mikið. Svo við stoppuðum og hugsuðum: „Þetta er mjög skrýtið,““ segir Arndt. Þeir ákváðu því að fara til Turner þar sem hann lá ofan á konunni.Sjá einnig: Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ „Þegar hann stóð upp sáum við að hún hreyfði sig ekki neitt svo við fórum til hans og spurðum hvað hann væri eiginlega að gera,“ segir Arnd en í bréfinu lýsir konan því þegar hún sá myndir af sjálfri sér þar sem hún lá á bak við ruslagáminn: „Meðvitundarlaus, með úfið hár, hálsmen vafið um hálsinn á mér, brjósthaldarann lafandi undan kjólnum sem búið var að toga yfir axlirnar á mér, ... kviknakin að neðan með fæturnar glenntar í sundur.“ Þá var hún með greninálar í hárinu og inni í leggöngunum.Gekk úr skugga um að konan væri ekki dáin Sænsku hetjurnar skiptust á fáeinum orðum við Turner áður en hann stakk skyndilega af. Jonsson elti hann, náði honum og tæklaði hann. Arndt var hins vegar áfram hjá konunni og gekk úr skugga um að hún væri á lífi. „Hún lá alveg grafkyrr,“ segir hann. Mennirnir tveir héldu Turner og hringdu á lögregluna sem kom á vettvang skömmu síðar og handtók hann. Þeir gáfu skýrslur bæði hjá lögreglu og fyrir dómi en hittu þó aldrei konuna sem þeir aðstoðuðu þetta janúarkvöld á skólalóðinni í Stanford: „Takk til mannanna tveggja sem björguðu mér og ég hef ekki enn hitt. Ég sef með tvö hjól sem teiknaði fyrir ofan rúmið mitt til að minna mig á hetjurnar í þessari sögu. Til að minna mig á að við lítum eftir hvort öðru,“ skrifaði konan í bréfinu sem hún las upp í dómsal.
Tengdar fréttir Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira
Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42