Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fylkir 0-2 | Víðir og Sito sáu um Grindvíkinga Kristinn Páll Teitsson á Grindavíkurvelli skrifar 8. júní 2016 21:45 Vísir Fylkismenn unnu annan leik sumarsins í Borgunarbikarnum í kvöld 2-0 gegn Grindavík en báðir sigurleikir liðsins í sumar hafa komið í bikarnum gegn liði frá Suðurnesjunum. Fylkismenn komust yfir á upphafsmínútunum og byrjuðu Árbæingar leikinn vel. Þeim tókst að bæta við marki um miðbik fyrri hálfleiks þegar Grindvíkingar voru farnir að ógna en eftir það sátu Fylkismenn aftarlega og beittu skyndisóknum. Í seinni hálfleik voru heimamenn meira með boltann en þeim gekk illa að skapa færi. Kom besta tilraun liðsins með langskoti sem hafnaði í stöng en Ólafur Íshólm Ólafsson hafði það annars nokkuð náðugt í marki Fylkis. Aðeins eitt sæti skilur liðin að í íslensku deildarkeppninni en liðin hafa átt misgóðu gengi að fagna í upphafi. Fylkismenn eru enn án sigurs í Pepsi-deildinni en Grindvíkingar sitja í toppsæti Inkasso-deildarinnar. Gestirnir úr Árbænum byrjuðu leikinn betur og voru áhorfendur enn að koma sér fyrir þegar Víðir Þorvarðarson kom Fylkismönnum yfir þegar hann stýrði misheppnuðu skoti Ragnars Braga Sveinssonar í netið af stuttu færi. Stuttu síðar fékk spænski framherjinn Jose Sito sannkallað dauðafæri til að bæta við öðru marki en skot hans af hálfs meters færi fór í slánna. Grindvíkingar náðu þó betri tökum á leiknum eftir því sem leið á leikinn og voru farnir að ógna af krafti þegar Fylkismenn bættu við öðru marki sínu. Var þar Sito aftur á ferðinni en í þetta skiptið skallaði hann fyrirgjöf Ragnars Braga í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Ragnari. Fylkismenn tóku 2-0 forskot inn í hálfleikinn og gátu verið ánægðir með spilamennskuna fram að því. Fyrir utan stangarskot frá Jósefi Kristni Jósefssyni náðu Grindvíkingar lítið að ógna marki gestanna. Fylkismenn sátu aftar á vellinum í seinni hálfleik og reyndu að beita skyndisóknum til að ná þriðja markinu og gera út um leikinn. Liðin skiptust á færum en Grindvíkingar voru aftur nálægt því að skora í seinni hálfleik þegar langskot Alexanders Veigars Þórarinssonar hafnaði í stönginni korteri fyrir leikslok. Hvorugu liði tókst að bæta við marki í seinni hálfleik og lauk leiknum því með 2-0 sigri Fylkismanna en aftur tókst liðinu að sigra bikarleik þrátt fyrir að vera án sigurs í deildinni. Markið í upphafi leiksins róaði taugar Fylkismanna og eftir seinna markið gáfu Fylkismenn afar fá færi á sér fyrir utan stangarskotin. Það er léttir fyrir þjálfarateymi Fylkismanna að Víðir og Sito komust báðir á blað í dag en liðið hefur átt í erfiðleikum fyrir framan markið í sumar. Óli Stefán: Vorum ekki nógu beittir í að klára sóknirnar„Það er grautfúlt að tapa en eins og ég sagði við strákanna áðan þá vill ég allaveganna sjá þá reyna þótt við séum að tapa leikjum,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, brattur að leikslokum í kvöld. „Ég get ekki sagt annað en að þeir hafi reynt. Við náðum að stýra leiknum lengst af í seinni hálfleik en við vorum ekki nógu beittir í því að klára sóknirnar. Við komum okkur í góðar stöður en náðum aldrei að klára sóknirnar nægilega vel.“ Grindvíkingum gekk illa að skapa sér færi í leiknum en þrátt fyrir það átti liðið tvö stangarskot en í fyrra skiptið svöruðu Fylkismenn með marki. „Svona er þetta bara í fótbolta. Við vorum svolítið slitnir varnarlega fyrstu mínúturnar og leyfðum þeim að keyra á okkur og við vorum einfaldlega of seinir af stað í stöðunni 0-2.“ Bestu færi Grindvíkinga í seinni hálfleik komu eftir langskot þrátt fyrir að liðið hafi stýrt umferðinni lengst af. „Þetta var flott um á framhaldið að gera. Við sýndum að við gætum stýrt leikjum gegn jafn sterkum mótherja og Fylki. Strákarnir gáfust aldrei upp en okkur vantaði þetta gullna þriðja mark. Þá hefði kannski komið eitthvað stress í þá en það tókst ekki.“ Þetta var aðeins annað tap Grindvíkinga í sumar en liðið hefur komið á óvart í Inkasso-deildinni. „Við erum að vinna í ákveðnum málum því við viljum stýra fótboltaleikjum. Uppspilið í liðinu verður sífellt betra með hverjum leik og við tökum það með okkur inn í næstu leiki.“ Hermann: Þessi leikur gat orðið bananahýði fyrir strákana„Þetta var algjörlega frábært, engin spurning. Leikir eins og þessir geta verið bananahýði til að misstíga sig á en við vissum að við mættum ekki við því að vanmeta Grindvíkinga,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkismanna, sáttur að leikslokum í kvöld. „Þetta er erfiður heimavöllur að koma á eins og aðrir vellir á Suðurnesjunum. Þú þarft að vera klár í slagsmál og við vorum reiðubúnir í dag. Okkur líður greinilega vel í rok og rigningu,“ sagði Hermann léttur. Fylkismenn fengu sannkallaða draumabyrjun þegar Víðir kom gestunum yfir á 4. mínútu leiksins en Hermann viðurkenndi að markið hefði verið léttir fyrir sig. „Maður er búinn að vera eins og brunabíllinn undanfarnar vikur, svekktur og vælandi því við höfum lítið fengið út úr leikjunum þrátt fyrir að spila gríðarlega vel. Í dag snérist þetta um að komast áfram frekar en skemmtilegan fótbolta og að komast í hattinn fyrir 8-liða úrslitin,“ sagði Hermann og hélt áfram: „Við lögðum sérstaka áherslu á að halda hreinu og að fara inn í fríið eftir góðan sigur. Menn börðust fyrir öllu og unnu fyrir þessu í dag.“ Víðir og Sito komust báðir á blað í dag en Fylkisliðið hefur verið í vandræðum með markaskorun.. „Það er alltaf gott að skora og sérstaklega fyrir framherja sem þrífast á mörkum. Þeim er sjálfsagt létt líka svo þetta verður vonandi mikilvægur sigur á nokkrum sviðum.“ Jósef Kristinn: Byrjum leikinn alltof seint„Við gáfum tvö klaufaleg mörk í byrjun leiks og byrjum leikinn allt of seint,“ sagði bakvörðurinn Jósef Kristinn Jósefsson, hreinskilinn að leikslokum í kvöld. „Þeir voru sterkari aðilinn fyrstu mínúturnar og komust 2-0 yfir en þeir fá varla færi að ég muni eftir í seinni hálfleik og undir lok fyrri. Þeir færðu sig aftar á völlinn og ætluðu að reyna að sækja hratt en það var erfitt að reyna að skapa færi.“ Jósef var ósáttur með mistökin í varnarleiknum í mörkunum „Þegar þú ert að leika gegn liðum í Pepsi-deildinni geturu ekki haft svona mikið bil á milli varnarlínunnar. Við gátum gert þetta spennandi með marki en okkur gekk svosem ekkert betur að skapa færi í leiknum,“ sagði Jósef og hélt áfram: „Við áttum ekki mörg opin marktækifæri þótt að við höfum átt þessi stangarskot þá var ekkert mikið meira en það. Þeim tókst vel að halda hreinu en það er aldrei að vita hvernig leikurinn hefði farið ef við hefðum náð einu marki.“ Jósef tók undir orð þjálfara síns um að liðið hefði á löngum köflum spilað vel en sagði að það hefði vantað örlítið upp á gæðin. „Við erum vanir því að stýra leikjum en þetta var aðeins sterkara lið en við erum vanalega að mæta og það var erfitt að brjóta þá á bak aftur.“ Íslenski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Fylkismenn unnu annan leik sumarsins í Borgunarbikarnum í kvöld 2-0 gegn Grindavík en báðir sigurleikir liðsins í sumar hafa komið í bikarnum gegn liði frá Suðurnesjunum. Fylkismenn komust yfir á upphafsmínútunum og byrjuðu Árbæingar leikinn vel. Þeim tókst að bæta við marki um miðbik fyrri hálfleiks þegar Grindvíkingar voru farnir að ógna en eftir það sátu Fylkismenn aftarlega og beittu skyndisóknum. Í seinni hálfleik voru heimamenn meira með boltann en þeim gekk illa að skapa færi. Kom besta tilraun liðsins með langskoti sem hafnaði í stöng en Ólafur Íshólm Ólafsson hafði það annars nokkuð náðugt í marki Fylkis. Aðeins eitt sæti skilur liðin að í íslensku deildarkeppninni en liðin hafa átt misgóðu gengi að fagna í upphafi. Fylkismenn eru enn án sigurs í Pepsi-deildinni en Grindvíkingar sitja í toppsæti Inkasso-deildarinnar. Gestirnir úr Árbænum byrjuðu leikinn betur og voru áhorfendur enn að koma sér fyrir þegar Víðir Þorvarðarson kom Fylkismönnum yfir þegar hann stýrði misheppnuðu skoti Ragnars Braga Sveinssonar í netið af stuttu færi. Stuttu síðar fékk spænski framherjinn Jose Sito sannkallað dauðafæri til að bæta við öðru marki en skot hans af hálfs meters færi fór í slánna. Grindvíkingar náðu þó betri tökum á leiknum eftir því sem leið á leikinn og voru farnir að ógna af krafti þegar Fylkismenn bættu við öðru marki sínu. Var þar Sito aftur á ferðinni en í þetta skiptið skallaði hann fyrirgjöf Ragnars Braga í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Ragnari. Fylkismenn tóku 2-0 forskot inn í hálfleikinn og gátu verið ánægðir með spilamennskuna fram að því. Fyrir utan stangarskot frá Jósefi Kristni Jósefssyni náðu Grindvíkingar lítið að ógna marki gestanna. Fylkismenn sátu aftar á vellinum í seinni hálfleik og reyndu að beita skyndisóknum til að ná þriðja markinu og gera út um leikinn. Liðin skiptust á færum en Grindvíkingar voru aftur nálægt því að skora í seinni hálfleik þegar langskot Alexanders Veigars Þórarinssonar hafnaði í stönginni korteri fyrir leikslok. Hvorugu liði tókst að bæta við marki í seinni hálfleik og lauk leiknum því með 2-0 sigri Fylkismanna en aftur tókst liðinu að sigra bikarleik þrátt fyrir að vera án sigurs í deildinni. Markið í upphafi leiksins róaði taugar Fylkismanna og eftir seinna markið gáfu Fylkismenn afar fá færi á sér fyrir utan stangarskotin. Það er léttir fyrir þjálfarateymi Fylkismanna að Víðir og Sito komust báðir á blað í dag en liðið hefur átt í erfiðleikum fyrir framan markið í sumar. Óli Stefán: Vorum ekki nógu beittir í að klára sóknirnar„Það er grautfúlt að tapa en eins og ég sagði við strákanna áðan þá vill ég allaveganna sjá þá reyna þótt við séum að tapa leikjum,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, brattur að leikslokum í kvöld. „Ég get ekki sagt annað en að þeir hafi reynt. Við náðum að stýra leiknum lengst af í seinni hálfleik en við vorum ekki nógu beittir í því að klára sóknirnar. Við komum okkur í góðar stöður en náðum aldrei að klára sóknirnar nægilega vel.“ Grindvíkingum gekk illa að skapa sér færi í leiknum en þrátt fyrir það átti liðið tvö stangarskot en í fyrra skiptið svöruðu Fylkismenn með marki. „Svona er þetta bara í fótbolta. Við vorum svolítið slitnir varnarlega fyrstu mínúturnar og leyfðum þeim að keyra á okkur og við vorum einfaldlega of seinir af stað í stöðunni 0-2.“ Bestu færi Grindvíkinga í seinni hálfleik komu eftir langskot þrátt fyrir að liðið hafi stýrt umferðinni lengst af. „Þetta var flott um á framhaldið að gera. Við sýndum að við gætum stýrt leikjum gegn jafn sterkum mótherja og Fylki. Strákarnir gáfust aldrei upp en okkur vantaði þetta gullna þriðja mark. Þá hefði kannski komið eitthvað stress í þá en það tókst ekki.“ Þetta var aðeins annað tap Grindvíkinga í sumar en liðið hefur komið á óvart í Inkasso-deildinni. „Við erum að vinna í ákveðnum málum því við viljum stýra fótboltaleikjum. Uppspilið í liðinu verður sífellt betra með hverjum leik og við tökum það með okkur inn í næstu leiki.“ Hermann: Þessi leikur gat orðið bananahýði fyrir strákana„Þetta var algjörlega frábært, engin spurning. Leikir eins og þessir geta verið bananahýði til að misstíga sig á en við vissum að við mættum ekki við því að vanmeta Grindvíkinga,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkismanna, sáttur að leikslokum í kvöld. „Þetta er erfiður heimavöllur að koma á eins og aðrir vellir á Suðurnesjunum. Þú þarft að vera klár í slagsmál og við vorum reiðubúnir í dag. Okkur líður greinilega vel í rok og rigningu,“ sagði Hermann léttur. Fylkismenn fengu sannkallaða draumabyrjun þegar Víðir kom gestunum yfir á 4. mínútu leiksins en Hermann viðurkenndi að markið hefði verið léttir fyrir sig. „Maður er búinn að vera eins og brunabíllinn undanfarnar vikur, svekktur og vælandi því við höfum lítið fengið út úr leikjunum þrátt fyrir að spila gríðarlega vel. Í dag snérist þetta um að komast áfram frekar en skemmtilegan fótbolta og að komast í hattinn fyrir 8-liða úrslitin,“ sagði Hermann og hélt áfram: „Við lögðum sérstaka áherslu á að halda hreinu og að fara inn í fríið eftir góðan sigur. Menn börðust fyrir öllu og unnu fyrir þessu í dag.“ Víðir og Sito komust báðir á blað í dag en Fylkisliðið hefur verið í vandræðum með markaskorun.. „Það er alltaf gott að skora og sérstaklega fyrir framherja sem þrífast á mörkum. Þeim er sjálfsagt létt líka svo þetta verður vonandi mikilvægur sigur á nokkrum sviðum.“ Jósef Kristinn: Byrjum leikinn alltof seint„Við gáfum tvö klaufaleg mörk í byrjun leiks og byrjum leikinn allt of seint,“ sagði bakvörðurinn Jósef Kristinn Jósefsson, hreinskilinn að leikslokum í kvöld. „Þeir voru sterkari aðilinn fyrstu mínúturnar og komust 2-0 yfir en þeir fá varla færi að ég muni eftir í seinni hálfleik og undir lok fyrri. Þeir færðu sig aftar á völlinn og ætluðu að reyna að sækja hratt en það var erfitt að reyna að skapa færi.“ Jósef var ósáttur með mistökin í varnarleiknum í mörkunum „Þegar þú ert að leika gegn liðum í Pepsi-deildinni geturu ekki haft svona mikið bil á milli varnarlínunnar. Við gátum gert þetta spennandi með marki en okkur gekk svosem ekkert betur að skapa færi í leiknum,“ sagði Jósef og hélt áfram: „Við áttum ekki mörg opin marktækifæri þótt að við höfum átt þessi stangarskot þá var ekkert mikið meira en það. Þeim tókst vel að halda hreinu en það er aldrei að vita hvernig leikurinn hefði farið ef við hefðum náð einu marki.“ Jósef tók undir orð þjálfara síns um að liðið hefði á löngum köflum spilað vel en sagði að það hefði vantað örlítið upp á gæðin. „Við erum vanir því að stýra leikjum en þetta var aðeins sterkara lið en við erum vanalega að mæta og það var erfitt að brjóta þá á bak aftur.“
Íslenski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira