Mun Lars halda með Íslandi eða Svíþjóð í framtíðinni? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2016 22:37 Lars Lagerbäck verður minnst fyrir ótrúlegan árangur með karlalandslið Íslands. Enn á þó eftir að ljúka ævintýrinu á EM í Frakklandi. vísir/getty Lars Lagerbäck viðurkenndi að það hefði verið tilfinningaþrunginn stund þegar áhorfendur og leikmenn kvöddu hann á Laugardalsvellinum í kvöld eftir 4-0 sigur á Liechtenstein. Svíinn hefur breytt íslenskum fótbolta til hins betra og á góðar minningar frá Íslandi. Lars sagðist reyna að halda tilfinningum og einkalífi fyrir sig þegar kæmi að starfi sínu. Hann vildi til að mynda ekki blanda fjölskyldunni sinni í málið. En kvöldið í kvöld var ánægjulegt „Þetta var sérstakt móment,“ sagði Lars um árin fjögur á Íslandi. Hann vonaði að enginn móðgaðist ef hann líkti árunum hérna við eina af Íslendingasögunum. Vinnan með leikmönnum og teyminu í kringum liðið hefði verið frábær. Þá hefði hann verið svo heppinn að geta ferðast um landið á milli þess sem hann dvaldi í Reykjavík og Akureyri og heillast af því. „Þetta var tilfinningaþrungin stund,“ sagði Lars sem reyndi að deila henni með Eiði Smára Guðjohnsen. Markahæsti maður landsliðsins vildi ekki taka augnablikið af Lars. „Eiður er of vingjarnlegur,“ sagði Svíinn.Lofar að hringja ekki í Heimi Líklegt má telja að innan tíðar muni Ísland og Svíþjóð mætast á knattspyrnuvellinum. Heimi og Lars er vel til vina og ljóst að Lars hefur sérstakar taugar til íslensku leikmannanna. En með hverjum myndi hann halda? „Þetta er ekki slæm spurning. Ég myndi líklega fara á leikinn, nóta hans og úrslitin myndu ekki skipta máli. Auðvitað vil ég að Svíum gangi vel en svo er þetta Heimir og teymið. Ég held ég yrði jafnánægður með sigur hvoru megin sem hann lenti,“ sagði Lars. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, skaut á Lars fyrir diplómatískt svar. „Ég mun fylgjast áfram með Íslandi og hringi áfram í Heimi og segi honum hvað mér finnst,“ sagði Lars en dró í land með bros á vör: „Nei, ég lofa að halda mig fjarri.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Landsliðsfyrirliðinn lofaði Eið Smára Guðjohnsen í hástert eftir landsleikinn gegn Liechtenstein í kvöld. 6. júní 2016 22:05 Heimir: Óvissan er stærsta hindrunin „Hann hefur gert þetta áður,“ sagði Heimir við Lars sem bað hann, í léttum tón, að halda "kúlinu“. 6. júní 2016 22:26 Gylfi: Getum ekki beðið eftir að komast út Gylfi Þór Sigurðsson var þreyttur en sáttur í leikslok eftir leikinn gegn Liechtenstein. 6. júní 2016 22:22 Eiður Smári: Ef örvæntingin kemur skorar maður ekki Þykir vænt um að hafa skorað á Laugardalsvelli í kvöld en leit ekki á leikinn sem kveðjustund. 6. júní 2016 22:14 Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16 Öxlin á Hannesi eins og ný: „Bring it on" "Þetta var bara skemmtilegt í kvöld, fallegur dagur í Laugardalnum og úrslitin eins og þau eiga að vera,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir leikinn gegn Liechtenstein sem liðið vann 4-0 í kvöld. 6. júní 2016 22:19 Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira
Lars Lagerbäck viðurkenndi að það hefði verið tilfinningaþrunginn stund þegar áhorfendur og leikmenn kvöddu hann á Laugardalsvellinum í kvöld eftir 4-0 sigur á Liechtenstein. Svíinn hefur breytt íslenskum fótbolta til hins betra og á góðar minningar frá Íslandi. Lars sagðist reyna að halda tilfinningum og einkalífi fyrir sig þegar kæmi að starfi sínu. Hann vildi til að mynda ekki blanda fjölskyldunni sinni í málið. En kvöldið í kvöld var ánægjulegt „Þetta var sérstakt móment,“ sagði Lars um árin fjögur á Íslandi. Hann vonaði að enginn móðgaðist ef hann líkti árunum hérna við eina af Íslendingasögunum. Vinnan með leikmönnum og teyminu í kringum liðið hefði verið frábær. Þá hefði hann verið svo heppinn að geta ferðast um landið á milli þess sem hann dvaldi í Reykjavík og Akureyri og heillast af því. „Þetta var tilfinningaþrungin stund,“ sagði Lars sem reyndi að deila henni með Eiði Smára Guðjohnsen. Markahæsti maður landsliðsins vildi ekki taka augnablikið af Lars. „Eiður er of vingjarnlegur,“ sagði Svíinn.Lofar að hringja ekki í Heimi Líklegt má telja að innan tíðar muni Ísland og Svíþjóð mætast á knattspyrnuvellinum. Heimi og Lars er vel til vina og ljóst að Lars hefur sérstakar taugar til íslensku leikmannanna. En með hverjum myndi hann halda? „Þetta er ekki slæm spurning. Ég myndi líklega fara á leikinn, nóta hans og úrslitin myndu ekki skipta máli. Auðvitað vil ég að Svíum gangi vel en svo er þetta Heimir og teymið. Ég held ég yrði jafnánægður með sigur hvoru megin sem hann lenti,“ sagði Lars. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, skaut á Lars fyrir diplómatískt svar. „Ég mun fylgjast áfram með Íslandi og hringi áfram í Heimi og segi honum hvað mér finnst,“ sagði Lars en dró í land með bros á vör: „Nei, ég lofa að halda mig fjarri.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Landsliðsfyrirliðinn lofaði Eið Smára Guðjohnsen í hástert eftir landsleikinn gegn Liechtenstein í kvöld. 6. júní 2016 22:05 Heimir: Óvissan er stærsta hindrunin „Hann hefur gert þetta áður,“ sagði Heimir við Lars sem bað hann, í léttum tón, að halda "kúlinu“. 6. júní 2016 22:26 Gylfi: Getum ekki beðið eftir að komast út Gylfi Þór Sigurðsson var þreyttur en sáttur í leikslok eftir leikinn gegn Liechtenstein. 6. júní 2016 22:22 Eiður Smári: Ef örvæntingin kemur skorar maður ekki Þykir vænt um að hafa skorað á Laugardalsvelli í kvöld en leit ekki á leikinn sem kveðjustund. 6. júní 2016 22:14 Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16 Öxlin á Hannesi eins og ný: „Bring it on" "Þetta var bara skemmtilegt í kvöld, fallegur dagur í Laugardalnum og úrslitin eins og þau eiga að vera,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir leikinn gegn Liechtenstein sem liðið vann 4-0 í kvöld. 6. júní 2016 22:19 Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira
Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Landsliðsfyrirliðinn lofaði Eið Smára Guðjohnsen í hástert eftir landsleikinn gegn Liechtenstein í kvöld. 6. júní 2016 22:05
Heimir: Óvissan er stærsta hindrunin „Hann hefur gert þetta áður,“ sagði Heimir við Lars sem bað hann, í léttum tón, að halda "kúlinu“. 6. júní 2016 22:26
Gylfi: Getum ekki beðið eftir að komast út Gylfi Þór Sigurðsson var þreyttur en sáttur í leikslok eftir leikinn gegn Liechtenstein. 6. júní 2016 22:22
Eiður Smári: Ef örvæntingin kemur skorar maður ekki Þykir vænt um að hafa skorað á Laugardalsvelli í kvöld en leit ekki á leikinn sem kveðjustund. 6. júní 2016 22:14
Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16
Öxlin á Hannesi eins og ný: „Bring it on" "Þetta var bara skemmtilegt í kvöld, fallegur dagur í Laugardalnum og úrslitin eins og þau eiga að vera,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir leikinn gegn Liechtenstein sem liðið vann 4-0 í kvöld. 6. júní 2016 22:19