„Við erum töluvert betri en þeir og sýndum það í dag. Það var bara mjög fínt fyrir okkur að fá auðveldan 4-0 leik. Við nenntum síðan ekkert að vera spila eins og aular, eins og við gerðum síðast.“
Raggi segir að það sé alltaf þægilegt þegar maður er meira með boltann en hitt liðið.
„Þó svo að þetta hafi ekki verið erfiðasti leikur í heimi þá gefur þetta okkur sjálfstraust, og sérstaklega þegar við vinnum svona stórt. Maður er núna búinn að hugsa um þetta mót mjög lengi og bíða spenntur. Núna er þetta bara að skella á en ég held að aðal titringurinn í hópnum komi daginn fyrir leik.“