Víðines verði nýtt fyrir hælisleitendur Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. júní 2016 07:00 Húsnæðið í Víðinesi hefur staðið autt undanfarið. Óttast er að það liggi undir skemmdum. vísir/hanna Ákveðið hefur verið að verja 120 milljónum króna í endurbætur á húsnæði Reykjavíkurborgar í Víðinesi. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Engin starfsemi er í húsnæðinu í Víðinesi núna en þar var áður rekið hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Sú hugmynd hefur verið rædd að reka þar aðstöðu fyrir hælisleitendur. „Það er hugmynd sem hefur komið upp,“ segir Björn Blöndal, spurður út í málið. Björn segir hugmyndina þó ekki mjög langt komna. Þó sé ljóst að það þurfi að fara í þessar viðgerðir á húsinu ef eigi að reka það áfram. Björn segir nokkrar hugmyndir hafa verið ræddar um nýtingu. Ein þeirra sé neyðarskýli fyrir hælisleitendur, sem yrði þá fyrsta stopp eða annað stopp þeirra hér á landi.Björn Blöndal„Svo eru hugmyndir um að þetta verði hjúkrunarheimili aftur fyrir fólk sem er í neyslu og er komið á hjúkrunarheimilisaldur,“ segir Björn. Þessu til viðbótar segir Björn að menn hafi falast eftir því að fá húsnæðið leigt. Til dæmis til að nýta það í ferðaþjónustutengdri starfsemi. „En allt er það háð því að húsið sé ekki ónýtt.“ Björn segir að Reykjavík sé í ágætu samstarfi við Útlendingastofnun varðandi hælisleitendur. „Þetta er gott hús og það er góður grunnur þannig að það er hægt að búa til ágætis aðstöðu. En þetta er afskekkt og það þarf bara að vega og meta hvort þetta er raunhæfur möguleiki,“ segir hann. Að sögn Björns hefur Reykjavíkurborg gert samning við Útlendingastofnun um að þjónusta 100 hælisleitendur hverju sinni og viðræður hafi staðið yfir um að bæta við það. Í bókun sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á borgarráðsfundi í gær minntu þeir á tillögu sína um að útbúin verði aðstaða í húsnæði borgarinnar í Víðinesi til að taka á móti heimilislausu fólki og hýsa það. „Tillagan var flutt um miðjan júlí í fyrra og hefur hún því legið án afgreiðslu í næstum því ár,“ segir í bókuninni. Hvetja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til þess að afgreiðslu tillögu þeirra verði ekki frestað frekar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ákveðið hefur verið að verja 120 milljónum króna í endurbætur á húsnæði Reykjavíkurborgar í Víðinesi. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Engin starfsemi er í húsnæðinu í Víðinesi núna en þar var áður rekið hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Sú hugmynd hefur verið rædd að reka þar aðstöðu fyrir hælisleitendur. „Það er hugmynd sem hefur komið upp,“ segir Björn Blöndal, spurður út í málið. Björn segir hugmyndina þó ekki mjög langt komna. Þó sé ljóst að það þurfi að fara í þessar viðgerðir á húsinu ef eigi að reka það áfram. Björn segir nokkrar hugmyndir hafa verið ræddar um nýtingu. Ein þeirra sé neyðarskýli fyrir hælisleitendur, sem yrði þá fyrsta stopp eða annað stopp þeirra hér á landi.Björn Blöndal„Svo eru hugmyndir um að þetta verði hjúkrunarheimili aftur fyrir fólk sem er í neyslu og er komið á hjúkrunarheimilisaldur,“ segir Björn. Þessu til viðbótar segir Björn að menn hafi falast eftir því að fá húsnæðið leigt. Til dæmis til að nýta það í ferðaþjónustutengdri starfsemi. „En allt er það háð því að húsið sé ekki ónýtt.“ Björn segir að Reykjavík sé í ágætu samstarfi við Útlendingastofnun varðandi hælisleitendur. „Þetta er gott hús og það er góður grunnur þannig að það er hægt að búa til ágætis aðstöðu. En þetta er afskekkt og það þarf bara að vega og meta hvort þetta er raunhæfur möguleiki,“ segir hann. Að sögn Björns hefur Reykjavíkurborg gert samning við Útlendingastofnun um að þjónusta 100 hælisleitendur hverju sinni og viðræður hafi staðið yfir um að bæta við það. Í bókun sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á borgarráðsfundi í gær minntu þeir á tillögu sína um að útbúin verði aðstaða í húsnæði borgarinnar í Víðinesi til að taka á móti heimilislausu fólki og hýsa það. „Tillagan var flutt um miðjan júlí í fyrra og hefur hún því legið án afgreiðslu í næstum því ár,“ segir í bókuninni. Hvetja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til þess að afgreiðslu tillögu þeirra verði ekki frestað frekar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira