Eitt met í höfn og annað í sjónmáli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2016 06:00 Lars Lagerbäck gerði Aron Einar Gunnarsson að fyrirliða íslenska landsliðsins í þriðja leik sínum með íslenska landsliðið og Aron Einar hefur haldið fyrirliðastöðunni síðan. Fréttablaðið/Anton Brink Lars Lagerbäck var ekki mjög lengi að finna framtíðarfyrirliða íslenska landsliðsins þegar hann tók við liðinu árið 2012 og var óhræddur að setja bandið á Aron Einar Gunnarsson, þá aðeins 23 ára gamlan. Nú fjórum árum síðar hefur Aron Einar leitt íslenska liðið út á völlinn oftar en nokkur annar í sögu íslenska karlalandsliðsins. Aron Einar hefur nú verið fyrirliði íslenska liðsins í öllum þeim 32 landsleikjum sem hann hefur spilað frá því í lok maí 2012 þegar hann bar bandið í fyrsta sinn. Lars setti fyrirliðabandið á Aron Einar fyrir leik á móti Frökkum í Valenciennes og var hann þá yngsti fyrirliði liðsins í 35 ár eða síðan Ásgeir Sigurvinsson bar bandið aðeins 22 ára og fjögurra mánaða í leikjum á móti Hollandi og Belgíu haustið 1977. Metið átti Aron Einar með þeim Atla Eðvaldssyni og Eiði Smára Guðjohnsen sem eru þeir einu ásamt Guðna Bergssyni sem hafa leitt íslenska landsliðið út á völlinn oftar en 30 sinnum. Metið féll á Ullevaal-leikvanginum í Ósló á miðvikudagskvöldið og það á Aron Einar nú einnEkki að hugsa um að slá met „Ég hef oft pælt í þessu en vissi ekki að þetta hefði gerst í Noregsleiknum. Það er gaman að þessu. Maður hugsar ekki alveg um það að slá einhver met og það er kannski aðeins aftan í hausnum,“ segir Aron Einar. Eiður Smári Guðjohnsen hafði jafnað met Atla Eðvaldssonar þegar hann var fyrirliði í þremur vináttulandsleikjum í janúar í forföllum Arons Einars. Atli Eðvaldsson var búinn að eiga metið síðan árið 1991 þegar hann bætti met bróður síns, Jóhannesar Eðvaldssonar. Jóhannes var fyrirliði íslenska liðsins í 27 leikjum og bætti á sínum tíma met Ríkharðs Jónssonar. Atli missti sæti sitt í landsliðinu þegar Ásgeir Elíasson tók við af Svíanum Bo Johannsson. Atli hafði ekki aðeins bætt fyrirliðametið þetta sumar heldur einnig landsleikjametið en spilaði ekki fleiri landsleiki eftir að Ásgeir tók við.Guðna vantaði bara einn leik Guðni Bergsson var aðeins einum leik frá metinu þegar Guðjón Þórðarson setti hann óvænt út úr landsliðinu fyrir útileik á móti Rúmeníu í september 1997. Guðni spilaði ekki fleiri leiki undir stjórn Guðjóns og var ekki með landsliðinu aftur fyrr en í mars 2003 þegar Atli, þá landsliðsþjálfari, kallaði á hann. Í þeim leik var það þó Rúnar Kristinsson sem bar fyrirliðabandið. Í tveimur síðustu landsleikjum Guðna voru Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson teknir við og Eiður Smári, aðalstjarna liðsins, kominn með fyrirliðabandið. Leiðtogahæfileikar Arons Einars eru miklir, bæði hvernig hann spilar inni á vellinum sem og hvernig hann tæklar ábyrgðarhlutverk sitt utan hans. Hann þarf í raun ekkert fyrirliðaband. Eitt glappaskot úti í Albaníu þroskaði hann mikið og kappinn hefur ekki stigið feilspor síðan. Það mun heldur enginn gleyma því þegar Aron Einar fórnaði fæðingu fyrsta barnsins síns til að geta hjálpað íslenska liðinu í mjög mikilvægum leik úti í Kasakstan. Hann er ímynd liðsins, dugnaðarforkur sem fórnar öllu fyrir liðið og er aldrei betri en í 90 mínútur eftir að hann heyrir íslenska þjóðsönginn.Enn bara 27 ára gamall Aron Einar er enn bara 27 ára gamall og hefur þegar spilað fleiri landsleiki sem fyrirliði (32) en sem óbreyttur leikmaður (26). Hann hefur því tækifæri til að bæta við mörgum leikjum sem fyrirliði og vonandi verða þeir sem flestir. Annað met er líka í augsýn því leiði Aron Einar Gunnarsson íslenska liðið út í alla leikina í riðlakeppni Evrópumótsins í Frakklandi þá tekur hann líka metið yfir flesta leiki sem fyrirliði í keppnisleikjum. Eiður Smári hefur enn tveggja leikja forskot á fyrirliða sinn í dag. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra Sjá meira
Lars Lagerbäck var ekki mjög lengi að finna framtíðarfyrirliða íslenska landsliðsins þegar hann tók við liðinu árið 2012 og var óhræddur að setja bandið á Aron Einar Gunnarsson, þá aðeins 23 ára gamlan. Nú fjórum árum síðar hefur Aron Einar leitt íslenska liðið út á völlinn oftar en nokkur annar í sögu íslenska karlalandsliðsins. Aron Einar hefur nú verið fyrirliði íslenska liðsins í öllum þeim 32 landsleikjum sem hann hefur spilað frá því í lok maí 2012 þegar hann bar bandið í fyrsta sinn. Lars setti fyrirliðabandið á Aron Einar fyrir leik á móti Frökkum í Valenciennes og var hann þá yngsti fyrirliði liðsins í 35 ár eða síðan Ásgeir Sigurvinsson bar bandið aðeins 22 ára og fjögurra mánaða í leikjum á móti Hollandi og Belgíu haustið 1977. Metið átti Aron Einar með þeim Atla Eðvaldssyni og Eiði Smára Guðjohnsen sem eru þeir einu ásamt Guðna Bergssyni sem hafa leitt íslenska landsliðið út á völlinn oftar en 30 sinnum. Metið féll á Ullevaal-leikvanginum í Ósló á miðvikudagskvöldið og það á Aron Einar nú einnEkki að hugsa um að slá met „Ég hef oft pælt í þessu en vissi ekki að þetta hefði gerst í Noregsleiknum. Það er gaman að þessu. Maður hugsar ekki alveg um það að slá einhver met og það er kannski aðeins aftan í hausnum,“ segir Aron Einar. Eiður Smári Guðjohnsen hafði jafnað met Atla Eðvaldssonar þegar hann var fyrirliði í þremur vináttulandsleikjum í janúar í forföllum Arons Einars. Atli Eðvaldsson var búinn að eiga metið síðan árið 1991 þegar hann bætti met bróður síns, Jóhannesar Eðvaldssonar. Jóhannes var fyrirliði íslenska liðsins í 27 leikjum og bætti á sínum tíma met Ríkharðs Jónssonar. Atli missti sæti sitt í landsliðinu þegar Ásgeir Elíasson tók við af Svíanum Bo Johannsson. Atli hafði ekki aðeins bætt fyrirliðametið þetta sumar heldur einnig landsleikjametið en spilaði ekki fleiri landsleiki eftir að Ásgeir tók við.Guðna vantaði bara einn leik Guðni Bergsson var aðeins einum leik frá metinu þegar Guðjón Þórðarson setti hann óvænt út úr landsliðinu fyrir útileik á móti Rúmeníu í september 1997. Guðni spilaði ekki fleiri leiki undir stjórn Guðjóns og var ekki með landsliðinu aftur fyrr en í mars 2003 þegar Atli, þá landsliðsþjálfari, kallaði á hann. Í þeim leik var það þó Rúnar Kristinsson sem bar fyrirliðabandið. Í tveimur síðustu landsleikjum Guðna voru Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson teknir við og Eiður Smári, aðalstjarna liðsins, kominn með fyrirliðabandið. Leiðtogahæfileikar Arons Einars eru miklir, bæði hvernig hann spilar inni á vellinum sem og hvernig hann tæklar ábyrgðarhlutverk sitt utan hans. Hann þarf í raun ekkert fyrirliðaband. Eitt glappaskot úti í Albaníu þroskaði hann mikið og kappinn hefur ekki stigið feilspor síðan. Það mun heldur enginn gleyma því þegar Aron Einar fórnaði fæðingu fyrsta barnsins síns til að geta hjálpað íslenska liðinu í mjög mikilvægum leik úti í Kasakstan. Hann er ímynd liðsins, dugnaðarforkur sem fórnar öllu fyrir liðið og er aldrei betri en í 90 mínútur eftir að hann heyrir íslenska þjóðsönginn.Enn bara 27 ára gamall Aron Einar er enn bara 27 ára gamall og hefur þegar spilað fleiri landsleiki sem fyrirliði (32) en sem óbreyttur leikmaður (26). Hann hefur því tækifæri til að bæta við mörgum leikjum sem fyrirliði og vonandi verða þeir sem flestir. Annað met er líka í augsýn því leiði Aron Einar Gunnarsson íslenska liðið út í alla leikina í riðlakeppni Evrópumótsins í Frakklandi þá tekur hann líka metið yfir flesta leiki sem fyrirliði í keppnisleikjum. Eiður Smári hefur enn tveggja leikja forskot á fyrirliða sinn í dag.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra Sjá meira