Ögmundur: Hannes er númer eitt en ég held honum á tánum Tóams Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2016 15:45 Ögmundur Kristinsson, markvörður sænska úrvalsdeildarliðsins Hammarby, stóð vaktina í marki Íslands í fyrri hálfleik gegn Noregi í Ósló í vikunni og fékk á sig tvö mörk. Frammistaða liðsins var ekki góð en liðið var að flestu leyti yfirspilað af Norðmönnum. „Þetta var frekar ryðgað. Það voru margir að spila fyrsta leikinn sinni í langan tíma og liðið verið stutt saman. Það sást á leik okkar,“ sagði Ögmundur við Vísi á landsliðsæfingu í Laugardalsnum í dag, en hvað fannst honum um eigin frammistöðu? „Í heildina var hún ágæt. Auðvitað var aukaspyrnan í markmannshornið en það var góð spyrna. Á fullkomnum degi hefði ég tekið þetta,“ sagði hann. Ögmundur fékk heldur betur að heyra hjá landanum sem fylgdist með leiknum en hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu í undanförnum leikjum. Er það eitthvað sem hefur áhrif á hann? „Nei, ég les voða lítið af svona. Maður veit það best sjálfur ef maður hefur átt slakan leik. Svona vindur líka upp á sig. Ef svona gerist einu sinni þá er létt að halda áfram að gagnrýna sama einstakling. Þetta truflar mig samt ekkert þar sem ég hef traustið frá þjálfurum liðsins og leikmönnunum,“ sagði Ögmundur, en hversu gott er að fá þetta traust og alla þessa leiki? „Það er mjög mikilvægt og ég þakka þeim fyrir það. Að sama skapi veit ég líka að ég er að gera eitthvað rétt því maður væri ekki að fá þessa leiki ef maður væri ekki að standa sig. Ég verð bara að halda áfram að setja pressu á Hannes Þór.“ Ögmundur hefur byrjað nánast hvern einasta leik síðan Hannes Þór meiddist og þótt að aðalmarkvörðurinn sé klár í slaginn var Ögmundur samt í markinu gegn Noregi. Gerir Framarinn sér vonir um að byrja gegn Portúgal 14. júní? „Það er erfitt að segja það en ég ætla allavega að halda Hannesi á tánum. Það er gott fyrir liðið líka að við séum allir á tánum og klárir í slaginn þegar kallið kemur. Ég veit samt alveg að Hannes er númer eitt,“ sagði Ögmundur Kristinsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Sjá meira
Ögmundur Kristinsson, markvörður sænska úrvalsdeildarliðsins Hammarby, stóð vaktina í marki Íslands í fyrri hálfleik gegn Noregi í Ósló í vikunni og fékk á sig tvö mörk. Frammistaða liðsins var ekki góð en liðið var að flestu leyti yfirspilað af Norðmönnum. „Þetta var frekar ryðgað. Það voru margir að spila fyrsta leikinn sinni í langan tíma og liðið verið stutt saman. Það sást á leik okkar,“ sagði Ögmundur við Vísi á landsliðsæfingu í Laugardalsnum í dag, en hvað fannst honum um eigin frammistöðu? „Í heildina var hún ágæt. Auðvitað var aukaspyrnan í markmannshornið en það var góð spyrna. Á fullkomnum degi hefði ég tekið þetta,“ sagði hann. Ögmundur fékk heldur betur að heyra hjá landanum sem fylgdist með leiknum en hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu í undanförnum leikjum. Er það eitthvað sem hefur áhrif á hann? „Nei, ég les voða lítið af svona. Maður veit það best sjálfur ef maður hefur átt slakan leik. Svona vindur líka upp á sig. Ef svona gerist einu sinni þá er létt að halda áfram að gagnrýna sama einstakling. Þetta truflar mig samt ekkert þar sem ég hef traustið frá þjálfurum liðsins og leikmönnunum,“ sagði Ögmundur, en hversu gott er að fá þetta traust og alla þessa leiki? „Það er mjög mikilvægt og ég þakka þeim fyrir það. Að sama skapi veit ég líka að ég er að gera eitthvað rétt því maður væri ekki að fá þessa leiki ef maður væri ekki að standa sig. Ég verð bara að halda áfram að setja pressu á Hannes Þór.“ Ögmundur hefur byrjað nánast hvern einasta leik síðan Hannes Þór meiddist og þótt að aðalmarkvörðurinn sé klár í slaginn var Ögmundur samt í markinu gegn Noregi. Gerir Framarinn sér vonir um að byrja gegn Portúgal 14. júní? „Það er erfitt að segja það en ég ætla allavega að halda Hannesi á tánum. Það er gott fyrir liðið líka að við séum allir á tánum og klárir í slaginn þegar kallið kemur. Ég veit samt alveg að Hannes er númer eitt,“ sagði Ögmundur Kristinsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Sjá meira