Aukning í sölu bíla 49,3% það sem af er ári Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2016 16:29 Bílaumferð á Laugavegi. Sala á nýjum fólksbílum í maí jókst um 29,8% miðað við sama mánuð á síðastliðnu ári. Í mánuðinum voru seldir 3.392 nýir fólksbílar en þeir voru 2.614 í fyrra. Nýskráðir fólksbílar á árinu eru komnir í 9.270 bíla á móti 6.208 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 3.062 bíla og 49,3% vöxt. Jákvæð þróun í nýskráningu nýrra bíla heldur áfram það sem af er þessu ári. Með áframhaldandi góðri sölu nýrra bíla ætti meðalaldur bíla hér á landi að færast nær því sem gengur og gerist í þeim löndum sem við gjarnan berum okkur saman við. Enn er nokkuð í land en horfurnar eru góðar. Um það bil helmingur nýskráðra bíla hér á landi eru bílaleigubílar en ört stækkandi markaður er fyrir bílaleigubíla samfara aukinni ferðamennsku hér á landi. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent
Sala á nýjum fólksbílum í maí jókst um 29,8% miðað við sama mánuð á síðastliðnu ári. Í mánuðinum voru seldir 3.392 nýir fólksbílar en þeir voru 2.614 í fyrra. Nýskráðir fólksbílar á árinu eru komnir í 9.270 bíla á móti 6.208 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 3.062 bíla og 49,3% vöxt. Jákvæð þróun í nýskráningu nýrra bíla heldur áfram það sem af er þessu ári. Með áframhaldandi góðri sölu nýrra bíla ætti meðalaldur bíla hér á landi að færast nær því sem gengur og gerist í þeim löndum sem við gjarnan berum okkur saman við. Enn er nokkuð í land en horfurnar eru góðar. Um það bil helmingur nýskráðra bíla hér á landi eru bílaleigubílar en ört stækkandi markaður er fyrir bílaleigubíla samfara aukinni ferðamennsku hér á landi.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent