Ekki liðið sem fer til Frakklands Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júní 2016 06:00 Haukur Heiðar Hauksson og félagar í íslensku vörninni áttu ekki góðan dag í gær. fréttablaðið/afp Ísland fékk áminningu í Ósló í gær. 3-2 tap og léleg frammistaða strákanna okkar þrettán dögum fyrir stærsta knattspyrnuleik Íslandssögunnar veldur mörgum áhyggjum. Eðlilega. Leikurinn byrjaði skelfilega en Stefan Johansen skoraði eftir aðeins 40 sekúndur. Sverrir Ingi Ingason minnti þó á sig með góðu marki með skalla eftir fyrirgjöf áður en Norðmenn refsuðu öðru sinni, í þetta sinn gerði Pål Andre Helland það beint úr aukaspyrnu. Síðari hálfleikur var skárri en strákarnir fengu samt á sig klaufalegt mark þegar Alexander Sörloth vippaði boltanum yfir varamarkvörðinn Ingvar Jónsson. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði svo sárabótamark úr vítaspyrnu seint í leiknum. Fyrir leik voru þjálfararnir búnir að vara við því að leikmenn væru í misjöfnu ástandi. Sumir ekkert búnir að spila í margar vikur, aðrir að koma úr meiðslum og enn aðrir sem hafa spilað mjög mikið á síðustu vikum. Síðastnefndi hópurinn kom lítið við sögu í gær og var því sterkasta liði Íslands ekki teflt fram í leiknum. En miðað við þá áherslu sem þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa ætíð lagt á í máli sínu er íslenska landsliðið vanafast lið og samheldið þar sem hver leikmaður er sitt hlutverk á hreinu – sama hvað hann heitir. Það var ekki að sjá á frammistöðunni í gær og fóru leikmenn ekki í felur með það eftir leik að frammistaðan var slök. Þjálfarinn Lars Lagerbäck gerði það ekki heldur.Óvenjulegt viðhorf leikmanna „Maður á aldrei að afsaka svona frammistöðu en kannski er hluti skýringarinnar að undirbúningurinn fyrir leikinn var óhefðbundinn,“ sagði þjálfarinn og vísaði til þess að ástand leikmanna var misjafnt. Hann segir þó að það hafi verið óvenjulegt að sjá til íslenska liðsins í gær. „Við eigum ekki að venjast því að sjá svona viðhorf hjá leikmönnum. Við töpum mörgum návígjum og Noregur vinnur fullt af seinni boltum. Við lásum ekki leikinn. Það er mikið af smáatriðum sem þurfa að vera í 100 prósent lagi en voru ekki.“ En þrátt fyrir allt hafa leikmenn ekki áhyggjur af stöðu mála og það gerir Lagerbäck ekki heldur. „Ég held að þú munir sjá miklu betra íslenskt lið þegar við komum til Frakklands.“Óvenjulegur Aron Einar Aron Einar Gunnarsson hefur átt erfitt tímabil eins og kom fram í viðtali við hann í Fréttablaðinu í gær. Óvenjumikil bekkjarseta og meiðsli hafa sett strik í reikninginn og það sást greinilega í gær, sérstaklega í fyrri hálfleik. Aron Einar, sem hefur verið lykilmaður á miðju Íslands um árabil, var nánast dragbítur á liðinu í fyrri hálfleik. En Lagerbäck nefnir að það sé jákvætt að Aron Einar hafi komist í gegnum næstum heilan leik án þess að finna fyrir meiðslunum og að Kolbeinn Sigþórsson hafi spilað 30 mínútur án þess að finna fyrir hnénu. „Ég hafði ekki áhyggjur af liðinu fyrir þennan leik og hef ekki áhyggjur eftir hann. Við vitum hvað þetta lið getur og það kæmi mér verulega á óvart ef þeir myndu ekki sýna það í Frakklandi,“ sagði Lagerbäck. Strákarnir koma heim til Íslands í dag og hefja undirbúning fyrir leik gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli á mánudag, síðasta leik strákanna okkar fyrir EM í Frakklandi. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Þetta vekur okkur Spilamennska íslenska liðsins gegn Noregi í kvöld kom Eiði Smára Guðjohnsen ekki á óvart. 1. júní 2016 20:42 Kolbeinn: Þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur Kolbeinn Sigþórsson, framherji Íslands, segir að strákarnir þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af tapinu gegn Noregi í vináttulandsleik í dag. 1. júní 2016 20:35 Gylfi Þór: Lofa ykkur því að við verðum klárir gegn Portúgal Miðjumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson lofar íslensku þjóðinni að liðið verði klárt gegn Portúgal í Saint-Etienne þann 14. júní eftir að liðið tapaði gegn Noregi í kvöld í vináttulandsleik. 1. júní 2016 20:58 Ragnar: Auðvitað viljum við ekkert vera að drulla á okkur í æfingarleikjum Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var svekktur með frammistöðuna í tapi gegn Noregi í kvöld, en segir að það sé ekki hægt að bera saman vináttulandsleiki og leikina á EM. 1. júní 2016 20:25 Alfreð: Við vitum að þetta var dapurt Framherjinn Alfreð Finnbogason var að vonum ekki kátur með leik íslenska liðsins í Osló í kvöld. 1. júní 2016 20:28 Aron Einar: Ég get miklu betur en þetta Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var ekki ánægður með sína frammistöðu í kvöld en gladdist þó yfir því að hafa ekki fundið fyrir ökklameiðslunum. 1. júní 2016 20:56 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Sjá meira
Ísland fékk áminningu í Ósló í gær. 3-2 tap og léleg frammistaða strákanna okkar þrettán dögum fyrir stærsta knattspyrnuleik Íslandssögunnar veldur mörgum áhyggjum. Eðlilega. Leikurinn byrjaði skelfilega en Stefan Johansen skoraði eftir aðeins 40 sekúndur. Sverrir Ingi Ingason minnti þó á sig með góðu marki með skalla eftir fyrirgjöf áður en Norðmenn refsuðu öðru sinni, í þetta sinn gerði Pål Andre Helland það beint úr aukaspyrnu. Síðari hálfleikur var skárri en strákarnir fengu samt á sig klaufalegt mark þegar Alexander Sörloth vippaði boltanum yfir varamarkvörðinn Ingvar Jónsson. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði svo sárabótamark úr vítaspyrnu seint í leiknum. Fyrir leik voru þjálfararnir búnir að vara við því að leikmenn væru í misjöfnu ástandi. Sumir ekkert búnir að spila í margar vikur, aðrir að koma úr meiðslum og enn aðrir sem hafa spilað mjög mikið á síðustu vikum. Síðastnefndi hópurinn kom lítið við sögu í gær og var því sterkasta liði Íslands ekki teflt fram í leiknum. En miðað við þá áherslu sem þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa ætíð lagt á í máli sínu er íslenska landsliðið vanafast lið og samheldið þar sem hver leikmaður er sitt hlutverk á hreinu – sama hvað hann heitir. Það var ekki að sjá á frammistöðunni í gær og fóru leikmenn ekki í felur með það eftir leik að frammistaðan var slök. Þjálfarinn Lars Lagerbäck gerði það ekki heldur.Óvenjulegt viðhorf leikmanna „Maður á aldrei að afsaka svona frammistöðu en kannski er hluti skýringarinnar að undirbúningurinn fyrir leikinn var óhefðbundinn,“ sagði þjálfarinn og vísaði til þess að ástand leikmanna var misjafnt. Hann segir þó að það hafi verið óvenjulegt að sjá til íslenska liðsins í gær. „Við eigum ekki að venjast því að sjá svona viðhorf hjá leikmönnum. Við töpum mörgum návígjum og Noregur vinnur fullt af seinni boltum. Við lásum ekki leikinn. Það er mikið af smáatriðum sem þurfa að vera í 100 prósent lagi en voru ekki.“ En þrátt fyrir allt hafa leikmenn ekki áhyggjur af stöðu mála og það gerir Lagerbäck ekki heldur. „Ég held að þú munir sjá miklu betra íslenskt lið þegar við komum til Frakklands.“Óvenjulegur Aron Einar Aron Einar Gunnarsson hefur átt erfitt tímabil eins og kom fram í viðtali við hann í Fréttablaðinu í gær. Óvenjumikil bekkjarseta og meiðsli hafa sett strik í reikninginn og það sást greinilega í gær, sérstaklega í fyrri hálfleik. Aron Einar, sem hefur verið lykilmaður á miðju Íslands um árabil, var nánast dragbítur á liðinu í fyrri hálfleik. En Lagerbäck nefnir að það sé jákvætt að Aron Einar hafi komist í gegnum næstum heilan leik án þess að finna fyrir meiðslunum og að Kolbeinn Sigþórsson hafi spilað 30 mínútur án þess að finna fyrir hnénu. „Ég hafði ekki áhyggjur af liðinu fyrir þennan leik og hef ekki áhyggjur eftir hann. Við vitum hvað þetta lið getur og það kæmi mér verulega á óvart ef þeir myndu ekki sýna það í Frakklandi,“ sagði Lagerbäck. Strákarnir koma heim til Íslands í dag og hefja undirbúning fyrir leik gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli á mánudag, síðasta leik strákanna okkar fyrir EM í Frakklandi.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Þetta vekur okkur Spilamennska íslenska liðsins gegn Noregi í kvöld kom Eiði Smára Guðjohnsen ekki á óvart. 1. júní 2016 20:42 Kolbeinn: Þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur Kolbeinn Sigþórsson, framherji Íslands, segir að strákarnir þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af tapinu gegn Noregi í vináttulandsleik í dag. 1. júní 2016 20:35 Gylfi Þór: Lofa ykkur því að við verðum klárir gegn Portúgal Miðjumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson lofar íslensku þjóðinni að liðið verði klárt gegn Portúgal í Saint-Etienne þann 14. júní eftir að liðið tapaði gegn Noregi í kvöld í vináttulandsleik. 1. júní 2016 20:58 Ragnar: Auðvitað viljum við ekkert vera að drulla á okkur í æfingarleikjum Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var svekktur með frammistöðuna í tapi gegn Noregi í kvöld, en segir að það sé ekki hægt að bera saman vináttulandsleiki og leikina á EM. 1. júní 2016 20:25 Alfreð: Við vitum að þetta var dapurt Framherjinn Alfreð Finnbogason var að vonum ekki kátur með leik íslenska liðsins í Osló í kvöld. 1. júní 2016 20:28 Aron Einar: Ég get miklu betur en þetta Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var ekki ánægður með sína frammistöðu í kvöld en gladdist þó yfir því að hafa ekki fundið fyrir ökklameiðslunum. 1. júní 2016 20:56 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Sjá meira
Eiður Smári: Þetta vekur okkur Spilamennska íslenska liðsins gegn Noregi í kvöld kom Eiði Smára Guðjohnsen ekki á óvart. 1. júní 2016 20:42
Kolbeinn: Þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur Kolbeinn Sigþórsson, framherji Íslands, segir að strákarnir þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af tapinu gegn Noregi í vináttulandsleik í dag. 1. júní 2016 20:35
Gylfi Þór: Lofa ykkur því að við verðum klárir gegn Portúgal Miðjumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson lofar íslensku þjóðinni að liðið verði klárt gegn Portúgal í Saint-Etienne þann 14. júní eftir að liðið tapaði gegn Noregi í kvöld í vináttulandsleik. 1. júní 2016 20:58
Ragnar: Auðvitað viljum við ekkert vera að drulla á okkur í æfingarleikjum Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var svekktur með frammistöðuna í tapi gegn Noregi í kvöld, en segir að það sé ekki hægt að bera saman vináttulandsleiki og leikina á EM. 1. júní 2016 20:25
Alfreð: Við vitum að þetta var dapurt Framherjinn Alfreð Finnbogason var að vonum ekki kátur með leik íslenska liðsins í Osló í kvöld. 1. júní 2016 20:28
Aron Einar: Ég get miklu betur en þetta Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var ekki ánægður með sína frammistöðu í kvöld en gladdist þó yfir því að hafa ekki fundið fyrir ökklameiðslunum. 1. júní 2016 20:56