Sérfræðingur Svía gagnrýninn á varnarleik varamanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2016 23:09 Á myndinni má sjá leikmenn Ungverja upplýsta sem Eiður Smári og Emil gæta í aðdraganda þess að Ungverjar spila sig inn á teig Íslendinga. Skjáskot af vef SVT Svíar fylgjast eðlilega mikið með framgöngu íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi enda þeirra maður, Lars Lagerbäck í brúnni hjá Íslandi. Sérfræðingur sænska sjónvarpsins sagði í greiningu á leiknum í kvöld að mistök tveggja varamanna Íslands hefði orðið til þess að Ísland missti niður unninn leik í jafntefli. Framherjinn fyrrverandi Daniel Nannskog er sérfræðingur í knattspyrnu hjá SVT og rýndi í leik Íslands og Ungverjaland að honum loknum í kvöld. Sagði hann varamennina Emil Hallfreðsson og Eið Smára bera ábyrgð á markinu. Þannig hafi Eiður Smári og Emil gleymt sér í sókn Ungverja þar sem þeir spiluðu sig nokkuð þægilega inn á teiginn. Sókninni lauk með fyrirgjöf sem Birkir Már Sævarsson stýrði í netið af stuttu færi undir pressu. Nannskog sagði að byrjunarliðsmenn Íslands hefðu greinilega fylgt uppleggi þjálfaranna í einu og öllu en var harðorður í garð varamannanna tveggja sem hann sagði hafa gleymt sér. Emil sagði í viðtali eftir leik að ef einhver vildi klína markinu á hann þá gæti hann tekið það á sig.Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sagði eftir leik að Ungverjar hefðu átt stigið skilið. Þó hefði verið svekkjandi að fá á sig svona kæruleysismark undir lokin. Strákarnir okkar voru nálægt því að tryggja sér stigin þrjú í blálokin þegar skot Eiðs Smára fór af varnarmanni og rétt framhjá. Þeir eiga enn fína möguleika á sæti í 16-liða úrslitum. Okkar menn mæta Austurríki í París á miðvikudaginn og sigur sendir Ísland í sextán liða úrslitin. Íslenska liðið heldur á morgun aftur til Annecy, bækistöðvar liðsins í Frakklandi. Leikmenn liðsins, fyrir utan þá sem byrjuðu leikinn í kvöld, munu æfa á æfingavelli liðsins. Allt liðið æfir svo á mánudag áður en haldið verður til Parísar á þriðjudag. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu fagnaðarlætin í Marseille þegar Gylfi skoraði Það var fagnað vel og innilega á Stade Vélodrome í Marseille í dag þegar Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Íslands skoraði af öryggi úr vítaspyrnu á 38. mínútu leiksins. 18. júní 2016 17:19 Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. 18. júní 2016 19:35 Emil: Ef þið viljið klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður fyrir Aron Einar Gunnarsson og sofnaði á verðinum þegar Ungverjum tókst að jafna metin í lokin. Hann var svekktur í leikslok og allir okkar strákar. 18. júní 2016 19:07 Kári: Á skalanum 1-10 í svekkelsi er þetta 10 Miðvörðurinn vill að íslenska liðið fari að spila boltanum betur og segir strákana okkar ekki dauða og grafna í þessu móti. 18. júní 2016 19:42 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira
Svíar fylgjast eðlilega mikið með framgöngu íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi enda þeirra maður, Lars Lagerbäck í brúnni hjá Íslandi. Sérfræðingur sænska sjónvarpsins sagði í greiningu á leiknum í kvöld að mistök tveggja varamanna Íslands hefði orðið til þess að Ísland missti niður unninn leik í jafntefli. Framherjinn fyrrverandi Daniel Nannskog er sérfræðingur í knattspyrnu hjá SVT og rýndi í leik Íslands og Ungverjaland að honum loknum í kvöld. Sagði hann varamennina Emil Hallfreðsson og Eið Smára bera ábyrgð á markinu. Þannig hafi Eiður Smári og Emil gleymt sér í sókn Ungverja þar sem þeir spiluðu sig nokkuð þægilega inn á teiginn. Sókninni lauk með fyrirgjöf sem Birkir Már Sævarsson stýrði í netið af stuttu færi undir pressu. Nannskog sagði að byrjunarliðsmenn Íslands hefðu greinilega fylgt uppleggi þjálfaranna í einu og öllu en var harðorður í garð varamannanna tveggja sem hann sagði hafa gleymt sér. Emil sagði í viðtali eftir leik að ef einhver vildi klína markinu á hann þá gæti hann tekið það á sig.Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sagði eftir leik að Ungverjar hefðu átt stigið skilið. Þó hefði verið svekkjandi að fá á sig svona kæruleysismark undir lokin. Strákarnir okkar voru nálægt því að tryggja sér stigin þrjú í blálokin þegar skot Eiðs Smára fór af varnarmanni og rétt framhjá. Þeir eiga enn fína möguleika á sæti í 16-liða úrslitum. Okkar menn mæta Austurríki í París á miðvikudaginn og sigur sendir Ísland í sextán liða úrslitin. Íslenska liðið heldur á morgun aftur til Annecy, bækistöðvar liðsins í Frakklandi. Leikmenn liðsins, fyrir utan þá sem byrjuðu leikinn í kvöld, munu æfa á æfingavelli liðsins. Allt liðið æfir svo á mánudag áður en haldið verður til Parísar á þriðjudag.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu fagnaðarlætin í Marseille þegar Gylfi skoraði Það var fagnað vel og innilega á Stade Vélodrome í Marseille í dag þegar Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Íslands skoraði af öryggi úr vítaspyrnu á 38. mínútu leiksins. 18. júní 2016 17:19 Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. 18. júní 2016 19:35 Emil: Ef þið viljið klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður fyrir Aron Einar Gunnarsson og sofnaði á verðinum þegar Ungverjum tókst að jafna metin í lokin. Hann var svekktur í leikslok og allir okkar strákar. 18. júní 2016 19:07 Kári: Á skalanum 1-10 í svekkelsi er þetta 10 Miðvörðurinn vill að íslenska liðið fari að spila boltanum betur og segir strákana okkar ekki dauða og grafna í þessu móti. 18. júní 2016 19:42 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira
Sjáðu fagnaðarlætin í Marseille þegar Gylfi skoraði Það var fagnað vel og innilega á Stade Vélodrome í Marseille í dag þegar Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Íslands skoraði af öryggi úr vítaspyrnu á 38. mínútu leiksins. 18. júní 2016 17:19
Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. 18. júní 2016 19:35
Emil: Ef þið viljið klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður fyrir Aron Einar Gunnarsson og sofnaði á verðinum þegar Ungverjum tókst að jafna metin í lokin. Hann var svekktur í leikslok og allir okkar strákar. 18. júní 2016 19:07
Kári: Á skalanum 1-10 í svekkelsi er þetta 10 Miðvörðurinn vill að íslenska liðið fari að spila boltanum betur og segir strákana okkar ekki dauða og grafna í þessu móti. 18. júní 2016 19:42