Aron Einar: Ég verð klár á miðvikudaginn Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 19:20 Aron Einar í baráttunni í leiknum í dag. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, verður klár í slaginn á miðvikudaginn, en hann fór af velli þegar tæpar 30 mínútur voru til leiksloka. „Þetta var akkúrat öfugt við Portúgalsleikinn. Þar unnum við 1-1 en töpuðum í dag 1-1, en mér fannst Ungverjarnir eiga stigið skilið," sagði fyrirliðinn í leikslok. „Þeir voru betri en við í dag og við áttuðum okkur alveg á því. Það var dálítið svekkjandi að vera búnir að verjast svona lengi og fá á okkur svona kæruleysismark í rauninni, en það er bara áfram gakk." Aron Einar segir að menn megi ekki hengja haus og nú þurfi að einbeita sér að leiknum mikilvæga gegn Austurríki á miðvikudag í París. „Við eigum mikilvægan leik á miðvikudag og nú fer tíminn í það að borða nægilega andskoti mikið af kolvetnum og hlaða batteríin. Þetta er enn í okkar höndum, en við þurfum að vinna þann leik." „Við þurftum að koma okkur niður á jörðina eftir Portúgalsleikinn og nú þurfum við að rífa okkur í gang eftir þennan leik. Við erum með það mikla reynslu í hópnum að ég held að það verði ekki mikið mál." „Það er bara hvernig líkaminn dílar við þetta. Ég held að við séum bara í ágætis standi, en við þurfum að gera betur sóknarlega séð gegn Austurríki. Við getum ekki varist í 90 mínútur." Aron Einar fiskaði vítið sem Ísland skoraði úr, en var þetta víti? „Ég fann allavega snertingu á hnéð. Mér fannst það, en hvað segi þið? Ég sá þetta ekki í endursýningunni, en ég fékk að minnsta kosti högg á hnéð." Fyrirliðinn fór af velli um miðjan síðari hálfleikinn, en hann segir að hann verði klár á miðvikudagin þegar flautað verður til leiks í París gegn Austurríki. „Ég var ekki að æfa nægilega mikinn fótbolta fyrir mót, en það reynir svo á öðruvísi vöðva þegar maður kemur svo inn í 100% leik. Þá stífnar maður upp og það er eins og gengur og gerist." „Þetta er allt að koma til, en mér fannst ég vera orðinn farþegi í lokin og var farinn að blása dálítið mikið. Ég held að það hafi þurft að fá ferskleika inn á miðjuna, en ég verð klár á miðvikudaginn," sagði Aron. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Enn eina ósigraða liðið í sögu EM Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson sagði að ekkert þýddi annað en að vera upplitsdjarfur fyrir framhaldið í keppninni. 18. júní 2016 19:00 Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag. 18. júní 2016 18:52 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Alfreð kominn í bann Alfreð Finnbogason tekur út leikbann þegar Ísland mætir Austurríki á Stade de France í F-riðli á EM 2016 á miðvikudaginn. 18. júní 2016 18:50 Kolbeinn maður leiksins hjá UEFA Kolbeinn Sigþórsson var valinn maður leiksins af UEFA fyrir frammistöðu sína í leik Íslands og Ungverjalands í F-riðli á EM 2016 sem er nýlokið. 18. júní 2016 18:01 Twitter sprakk eftir vítið hans Gylfa: "Ég gleypti í mér tunguna!“ Ísland er komið yfir gegn Ungverjalandi í öðrum leik sínum á EM. 18. júní 2016 16:48 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, verður klár í slaginn á miðvikudaginn, en hann fór af velli þegar tæpar 30 mínútur voru til leiksloka. „Þetta var akkúrat öfugt við Portúgalsleikinn. Þar unnum við 1-1 en töpuðum í dag 1-1, en mér fannst Ungverjarnir eiga stigið skilið," sagði fyrirliðinn í leikslok. „Þeir voru betri en við í dag og við áttuðum okkur alveg á því. Það var dálítið svekkjandi að vera búnir að verjast svona lengi og fá á okkur svona kæruleysismark í rauninni, en það er bara áfram gakk." Aron Einar segir að menn megi ekki hengja haus og nú þurfi að einbeita sér að leiknum mikilvæga gegn Austurríki á miðvikudag í París. „Við eigum mikilvægan leik á miðvikudag og nú fer tíminn í það að borða nægilega andskoti mikið af kolvetnum og hlaða batteríin. Þetta er enn í okkar höndum, en við þurfum að vinna þann leik." „Við þurftum að koma okkur niður á jörðina eftir Portúgalsleikinn og nú þurfum við að rífa okkur í gang eftir þennan leik. Við erum með það mikla reynslu í hópnum að ég held að það verði ekki mikið mál." „Það er bara hvernig líkaminn dílar við þetta. Ég held að við séum bara í ágætis standi, en við þurfum að gera betur sóknarlega séð gegn Austurríki. Við getum ekki varist í 90 mínútur." Aron Einar fiskaði vítið sem Ísland skoraði úr, en var þetta víti? „Ég fann allavega snertingu á hnéð. Mér fannst það, en hvað segi þið? Ég sá þetta ekki í endursýningunni, en ég fékk að minnsta kosti högg á hnéð." Fyrirliðinn fór af velli um miðjan síðari hálfleikinn, en hann segir að hann verði klár á miðvikudagin þegar flautað verður til leiks í París gegn Austurríki. „Ég var ekki að æfa nægilega mikinn fótbolta fyrir mót, en það reynir svo á öðruvísi vöðva þegar maður kemur svo inn í 100% leik. Þá stífnar maður upp og það er eins og gengur og gerist." „Þetta er allt að koma til, en mér fannst ég vera orðinn farþegi í lokin og var farinn að blása dálítið mikið. Ég held að það hafi þurft að fá ferskleika inn á miðjuna, en ég verð klár á miðvikudaginn," sagði Aron.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Enn eina ósigraða liðið í sögu EM Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson sagði að ekkert þýddi annað en að vera upplitsdjarfur fyrir framhaldið í keppninni. 18. júní 2016 19:00 Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag. 18. júní 2016 18:52 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Alfreð kominn í bann Alfreð Finnbogason tekur út leikbann þegar Ísland mætir Austurríki á Stade de France í F-riðli á EM 2016 á miðvikudaginn. 18. júní 2016 18:50 Kolbeinn maður leiksins hjá UEFA Kolbeinn Sigþórsson var valinn maður leiksins af UEFA fyrir frammistöðu sína í leik Íslands og Ungverjalands í F-riðli á EM 2016 sem er nýlokið. 18. júní 2016 18:01 Twitter sprakk eftir vítið hans Gylfa: "Ég gleypti í mér tunguna!“ Ísland er komið yfir gegn Ungverjalandi í öðrum leik sínum á EM. 18. júní 2016 16:48 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Sjá meira
Heimir: Enn eina ósigraða liðið í sögu EM Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson sagði að ekkert þýddi annað en að vera upplitsdjarfur fyrir framhaldið í keppninni. 18. júní 2016 19:00
Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag. 18. júní 2016 18:52
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45
Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30
Alfreð kominn í bann Alfreð Finnbogason tekur út leikbann þegar Ísland mætir Austurríki á Stade de France í F-riðli á EM 2016 á miðvikudaginn. 18. júní 2016 18:50
Kolbeinn maður leiksins hjá UEFA Kolbeinn Sigþórsson var valinn maður leiksins af UEFA fyrir frammistöðu sína í leik Íslands og Ungverjalands í F-riðli á EM 2016 sem er nýlokið. 18. júní 2016 18:01
Twitter sprakk eftir vítið hans Gylfa: "Ég gleypti í mér tunguna!“ Ísland er komið yfir gegn Ungverjalandi í öðrum leik sínum á EM. 18. júní 2016 16:48