Alfreð Finnbogason tekur út leikbann þegar Ísland mætir Austurríki á Stade de France í F-riðli á EM 2016 á miðvikudaginn.
Alfreð fékk sitt annað gula spjald í keppninni í leiknum gegn Ungverjum í Marseille í dag.
Framherjinn kom inn á sem varamaður á 69. mínútu og sex mínútum síðar gaf rússneski dómarinn Sergei Karasev honum gula spjaldið fyrir brot.
Alfreð fékk einnig að líta gula spjaldið í leiknum gegn Portúgal á þriðjudaginn eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Tveir aðrir leikmenn Íslands fengu gula spjaldið í leiknum gegn Ungverjalandi í dag; Jóhann Berg Guðmundsson og Birkir Már Sævarsson.

