Foreldrar Hauks Heiðars héldu EM-ferðinni leyndri fram að valinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2016 11:00 Ragnheiður og Haukur við höfnina í Marseille í gær. Vísir/Vilhelm Þau voru hin hressustu og ekki lítið stolt, Ragnheiður Haraldsdóttir og Haukur Jóhannsson, foreldrar Hauks Heiðars Haukssonar landsliðsmanns þegar blaðamaður rakst á þau á göngu sinni í Marseille í gær. Þau voru enn í skýjunum eftir jafnteflið gegn Portúgal í Saint-Étienne. „Það kvöld er ógleymanlegt,“ segir Haukur. Sá landsleikur toppi alla hina sem hann sé búin að fara á og Ragnheiður er sama sinnis. Ragnheiður og Haukur eru Akureyringar, ekki nóg með það heldur einnig afreksfólk á sviði íþrótta. Haukur hefur keppt fyrir Íslandshönd í svigi á Ólympíuleikum og Ragnheiður er Íslandsmeistari í brids. „Liðinu gengur svo vel að við erum afar glöð. Svo ef strákuirnn kemur inn á verðum við ennþá glaðari,“ segir Ragnheiður. Haukur bætir við: „En þú skiptir ekki svo oft bakverði fyrir bakvörð,“ segir Haukur og tekur undir með blaðamanni að það sé ekki algeng skipting til að breyta gangi í leikjum. „Við hugsum auðvitað aðallega um liðið og úrslitin og erum mjög ánægð.“Spá 1-0 sigri okkar manna Haukur er bjartsýnn fyrir leikinn í dag gegn Ungverjum og spáir 1-0 sigri okkar mann. Það væri algjör draumur sem er í takt við ferðina þeirra, algjör draumur að sögn Ragnheiðar. Í ljós kemur að þau voru búin að bóka sér EM-ferð áður en ljóst var að Haukur Heiðar, sonur þeirra, yrði í landsliðshópnum. Þá átti bara að fara í þriggja daga ferð á leikinn í Saint-Étienne. „Við ætluðum bara heim strax en breyttum því þegar við vissum að strákurinn væri með í hópnum. Þá fór allt af stað,“ segir Ragnheiður. Þau ætla að sjá til hvað þau geri eftir leikinn á morgun en greinilegt er að þau eru alvarlega að hugsa um að framlengja ferðina fram yfir leikinn í París þann 22. júní. Haukur eldri ljóstrar þá upp leyndarmáli, eða því sem var leyndarmál þangað til í maí þegar 23 manna hópur Íslands var tilkynntur með Hauk Heiðar innanborðs. „Við bókuðum ferðina áður en Haukur var valinn í landsliðið. Ég vildi ekki láta strákinn vita af þessu,“ segir Haukur. Hann vildi ekki að það færi að angra son sinn eða setja auka pressu á hann. Haukur eldri hlær að því núna enda allir hressir með lífið og tilveruna í Frakklandi, Íslendingar hið minnsta.Dyraverðir til bjargar Haukur var klæddur í landsliðstreyju númer þrjú, merktri leiknum gegn Portúgal í Saint-Étienne. Ekki amalegur gripur það. „Heldurðu drengur? Hann náði að kasta þessu í mig eftir leikinn,“ segir Haukur og Ragnheiður útskýrir hvernig Haukur Heiðar náði í þau í gegnum síma skömmu eftir leik þegar þau voru komin útaf leikvanginum. Þau gátu ekki farið til baka vegna öryggisgæslu. Ekki strax. Til bjargar komu æðislegir dyraverðir að sögn Ragnheiðar og fengu þau stutta stund með stráknum sínum að leik loknum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingapartý í Marseille: Can´t walk away á repeat og geggjað stuð Gleðin var í fyrirrúmi en einn og einn fór aðeins of geyst í vínið og hafði lognast útaf á sófanum. 17. júní 2016 20:30 Svona var Íslendingapartýið í Marseille Hvað lag ætli hafi verið sungið oftast í veislunni? Vísbending, það heitir ekki Ferðalok. 18. júní 2016 07:00 Átti ekki að fá neinn bjór í Frakklandi nema hann myndi vinna KR Herra Fjölnir er mættur til Marseille þar sem hann getur fengið sér bjór með góðri samvisku. 17. júní 2016 22:00 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Þau voru hin hressustu og ekki lítið stolt, Ragnheiður Haraldsdóttir og Haukur Jóhannsson, foreldrar Hauks Heiðars Haukssonar landsliðsmanns þegar blaðamaður rakst á þau á göngu sinni í Marseille í gær. Þau voru enn í skýjunum eftir jafnteflið gegn Portúgal í Saint-Étienne. „Það kvöld er ógleymanlegt,“ segir Haukur. Sá landsleikur toppi alla hina sem hann sé búin að fara á og Ragnheiður er sama sinnis. Ragnheiður og Haukur eru Akureyringar, ekki nóg með það heldur einnig afreksfólk á sviði íþrótta. Haukur hefur keppt fyrir Íslandshönd í svigi á Ólympíuleikum og Ragnheiður er Íslandsmeistari í brids. „Liðinu gengur svo vel að við erum afar glöð. Svo ef strákuirnn kemur inn á verðum við ennþá glaðari,“ segir Ragnheiður. Haukur bætir við: „En þú skiptir ekki svo oft bakverði fyrir bakvörð,“ segir Haukur og tekur undir með blaðamanni að það sé ekki algeng skipting til að breyta gangi í leikjum. „Við hugsum auðvitað aðallega um liðið og úrslitin og erum mjög ánægð.“Spá 1-0 sigri okkar manna Haukur er bjartsýnn fyrir leikinn í dag gegn Ungverjum og spáir 1-0 sigri okkar mann. Það væri algjör draumur sem er í takt við ferðina þeirra, algjör draumur að sögn Ragnheiðar. Í ljós kemur að þau voru búin að bóka sér EM-ferð áður en ljóst var að Haukur Heiðar, sonur þeirra, yrði í landsliðshópnum. Þá átti bara að fara í þriggja daga ferð á leikinn í Saint-Étienne. „Við ætluðum bara heim strax en breyttum því þegar við vissum að strákurinn væri með í hópnum. Þá fór allt af stað,“ segir Ragnheiður. Þau ætla að sjá til hvað þau geri eftir leikinn á morgun en greinilegt er að þau eru alvarlega að hugsa um að framlengja ferðina fram yfir leikinn í París þann 22. júní. Haukur eldri ljóstrar þá upp leyndarmáli, eða því sem var leyndarmál þangað til í maí þegar 23 manna hópur Íslands var tilkynntur með Hauk Heiðar innanborðs. „Við bókuðum ferðina áður en Haukur var valinn í landsliðið. Ég vildi ekki láta strákinn vita af þessu,“ segir Haukur. Hann vildi ekki að það færi að angra son sinn eða setja auka pressu á hann. Haukur eldri hlær að því núna enda allir hressir með lífið og tilveruna í Frakklandi, Íslendingar hið minnsta.Dyraverðir til bjargar Haukur var klæddur í landsliðstreyju númer þrjú, merktri leiknum gegn Portúgal í Saint-Étienne. Ekki amalegur gripur það. „Heldurðu drengur? Hann náði að kasta þessu í mig eftir leikinn,“ segir Haukur og Ragnheiður útskýrir hvernig Haukur Heiðar náði í þau í gegnum síma skömmu eftir leik þegar þau voru komin útaf leikvanginum. Þau gátu ekki farið til baka vegna öryggisgæslu. Ekki strax. Til bjargar komu æðislegir dyraverðir að sögn Ragnheiðar og fengu þau stutta stund með stráknum sínum að leik loknum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingapartý í Marseille: Can´t walk away á repeat og geggjað stuð Gleðin var í fyrirrúmi en einn og einn fór aðeins of geyst í vínið og hafði lognast útaf á sófanum. 17. júní 2016 20:30 Svona var Íslendingapartýið í Marseille Hvað lag ætli hafi verið sungið oftast í veislunni? Vísbending, það heitir ekki Ferðalok. 18. júní 2016 07:00 Átti ekki að fá neinn bjór í Frakklandi nema hann myndi vinna KR Herra Fjölnir er mættur til Marseille þar sem hann getur fengið sér bjór með góðri samvisku. 17. júní 2016 22:00 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Íslendingapartý í Marseille: Can´t walk away á repeat og geggjað stuð Gleðin var í fyrirrúmi en einn og einn fór aðeins of geyst í vínið og hafði lognast útaf á sófanum. 17. júní 2016 20:30
Svona var Íslendingapartýið í Marseille Hvað lag ætli hafi verið sungið oftast í veislunni? Vísbending, það heitir ekki Ferðalok. 18. júní 2016 07:00
Átti ekki að fá neinn bjór í Frakklandi nema hann myndi vinna KR Herra Fjölnir er mættur til Marseille þar sem hann getur fengið sér bjór með góðri samvisku. 17. júní 2016 22:00