Saga til næsta bæjar: Stærsta auglýsingabrellan Stefán Pálsson skrifar 19. júní 2016 11:00 Bernhöftstorfan Vísir/GVA Bernhöftstorfan, reiturinn á milli Austurstrætis og Amtmannsstígs annars vegar en Lækjargötu og Skólastrætis hins vegar, hefur að geyma einhverja fallegustu húsaröð Reykjavíkur. Varðveisla hennar reyndist þó ekki baráttulaus. Þegar á þriðja áratugnum komu fram hugmyndir um að reisa stórhýsi á reitnum. Tillögur að framtíðarskipulagi Reykjavíkur frá 1927 gerðu ráð fyrir háum skrifstofubyggingum á þessum stað og fáeinum árum síðar festi ríkissjóður kaup á hluta húsanna með það í huga að reisa „þjóðhýsi“, sem geyma átti skrifstofur stjórnarráðsins auk fleiri opinberra stofnana. Hugmyndin um stjórnarráðshús á svæðinu hélst lifandi í teikningum arkitekta og var síðast áréttuð í borgarskipulagi árið 1967, þar sem gert var ráð fyrir að gömlu húsin yrðu flutt í Árbæjarsafn. Þess var þó skammt að bíða að Reykvíkingar vöknuðu til vitundar um mikilvægi þess að varðveita gamlar byggingar í borgarmyndinni. Húsverndunarhreyfingin steig einmitt fyrstu skref sín á áttunda áratugnum í slagnum um varðveislu Bernhöftstorfunnar. Húsin á Bernhöftstorfunni eiga sér ólíka sögu. Næst Bankastrætinu standa byggingarnar sem tengdust gamla Bernhöftsbakaríinu: brauðgerðarhúsin, geymslur og íbúðarhús bakarans og fjölskyldu hans. Á hinum endanum, stendur húsið Amtmannsstígur 1. Það reisti Stefán Gunnlaugsson bæjarfógeti laust fyrir 1840. Hafa þar ýmsir mektarmenn búið og breytt húsinu og bætt á ýmsan hátt. Þannig fékk Guðmundur Björnsson læknir húsameistarann Rögnvald Ólafsson til að teikna áberandi turn við suðurenda hússins í byrjun síðustu aldar. Á milli timburhúsanna stendur yngra hús úr öðru byggingarefni. Það var reist árið 1905 og nefnist Gimli. Þar er nú til húsa skrifstofa Listahátíðar, en í gegnum tíðina hefur það gegnt ýmsum opinberum hlutverkum. Um tíma var það embættisbústaður biskups og þar var Ferðaskrifstofa ríkisins til húsa á meðan sú stofnun var enn starfrækt. Það markverðasta við sögu Gimli er þó ef til vill sjálf bygging þess, en segja má að húsið hafi verið reist í auglýsingaskyni.Í upphafi var fjósið Fyrsta steinsteypta húsið í Reykjavík var Barónsfjósið við Barónsstíg 4, sem enn stendur og hýsir nú kjörbúð. Það var nefnt eftir eiganda sínum, frönskum barón að nafni Charles Gouldrée-Boilleau, sem réðst í margvíslegan atvinnurekstur á Íslandi rétt fyrir aldamótin 1900. Hugðist hann stofnsetja fyrsta mjólkurbú landsins, með fjörutíu kúm sem geymdar yrðu í fjósinu í Reykjavík yfir vetrarmánuðina en hafðar á búi hans á Hvítárvöllum yfir sumartímann. Ekki varð búreksturinn eins umfangsmikill og til stóð í upphafi, en fjósið reis og vakti athygli bæjarbúa á hinu nýja byggingarefni. Frumherjar í stétt íslenskra verkfræðinga höfðu tröllatrú á steinsteypunni til mannvirkjagerðar, en almenningur var tortryggnari. Töldu margir að steypt hús hlytu að vera köld og rök með tilheyrandi hættu á myglu. Frá því að byggingu Barónsfjóss lauk árið 1899 til ársloka 1903 mátti telja nýjar steyptar byggingar í Reykjavík á fingrum annarrar handar. En í desember 1903 virtist fara að rofa til í þessum efnum. Þá var stofnað í bænum fyrirtækið Mjölnir með grjótmulning sem aðalviðfangsefni, en góður grjótmulningur var vitaskuld nauðsynlegur til steypugerðar. Eigandalistinn var fjölskrúðugur: verkfræðingur, kaupmaður, bókavörður og læknir – sem segir sína sögu um íslenskt samfélag á þessum tíma. Kaupmaðurinn í hópnum var athafnamaðurinn Sturla Jónsson, sem tengdist flestum nýsköpunarfyrirtækjum þessara ára. Læknirinn var fyrrnefndur Guðmundur Björnsson, þá héraðslæknir í Reykjavík en landlæknir frá 1906. Guðmundur var frumkvöðull á sviði lýðheilsumála og beindi sérstaklega sjónum að mikilvægi góðs húsakosts og vel hannaðra bygginga fyrir heilbrigði almennings. Lá því beint við að hann reyndi að ýta undir ný og betri byggingarefni. Þriðji Mjölnismaðurinn var Jón Jacobson, sem starfaði bæði sem bókavörður á Landsbókasafninu og sem forstöðumaður forngripasafnsins. Jón var jafnframt alþingismaður og pólitískur samherji fjórða mannsins í félaginu, Knuds Zimsen verkfræðings. Knud Zimsen var aðaldriffjöðrin í verkefninu. Aldamótaárið 1900 útskrifaðist hann frá fjöllistaskólanum í Kaupmannahöfn og var þá aðeins þriðji Íslendingurinn með verkfræðigráðu. Hann réðst fljótlega til starfa hjá Reykjavíkurbæ sem bæjarverkfræðingur og byggingarfulltrúi. Eitt stærsta verkefnið á könnu bæjarverkfræðings var einmitt að sjá um viðhald gatnanna í höfuðstaðnum. Í vætutíð voru göturnar eitt forarsvað, enda holræsi vart komin til sögunnar. Eitt algengasta umkvörtunarefni bæjarblaðanna tengdust torfærum götum og leðjuslettunum sem gengu yfir vegfarendur frá hestum sem riðu um stræti. Að mati verkfræðingsins átti lélegur ofaníburður stóran þátt í vandamálinu. Óhentugt og moldarblandið efnið gerði það að verkum að gatnaviðgerðir komu fyrir lítið og nýjar holur mynduðust í sífellu. Úr þessu skyldi bætt með Mjölni, sem framleitt gæti úrvals grús fyrir bæinn.Gin ófreskjunnar Fyrirtækið fékk leyfi til grjótnáms í holtinu sunnan Laugavegar rétt austan við Rauðarána. Stóðu vélarhúsin á þeim slóðum þar sem nú er gatan Mjölnisholt og er í dag það eina sem minnir á hið stórhuga framtak. Ritstjórinn kunni, Jón Ólafsson, lýsti heimsókn í Mjölni á líflegan hátt í blaði sínu Reykjavík í marsmánuði 1904: „Sá „Mjölnir“, sem hér er um að ræða er grimmasta villidýr úr stáli. Það hefir síopinn kjaftinn og tyggur svo títt, að einn maður heldur ekki út nema svo sem eina stundarfjórð í senn að mata hann; en bitarnir sem sífelt er stungið í gin ófreskjunnar, eru grjóthnullungar all vænir“. Segja má að „heppilegt strand“ hafi verið kveikjan að stofnun fyrirtækisins. Í ofsaveðri vorið 1903 hafði skip rekið á land upp í Batteríið svokallaða, fyrir neðan Arnarhól og laskast talsvert. Fengu viðskiptafélagarnir gufuvél skipsins fyrir lítið fé. Þessu næst festu þeir kaup á mulningsvél frá útlöndum og var þá ekkert að vanbúnaði að hefja framleiðslu. Ekki reyndist grjótmulningsframleiðslan sú gullnáma sem vonast hafði verið til. Reykjavíkurbær keypti eitthvað lítilræði í fyrstu og þótti efnið ágætt, en fljótlega ákvað bæjarstjórnin að halda sig við lakari mulning vestan af Melum, sem hægt var að fá fyrir örlítið lægri upphæð. Nú voru góð ráð dýr fyrir hið nýstofnaða fyrirtæki. Úr því að bæjarsjóður vildi ekki kaupa gatnagerðarefnið, var ákveðið að reyna að einbeita sér að því að selja mölina í steinsteypu. En þar reyndist samkeppnin hörð. Allnokkrir menn í Reykjavík unnu fyrir sér með því að mylja grjót með hamri og þar að auki voru nokkrir steinsmiðir er hjuggu stein til húsbygginga. Þessum aðilum var meinilla við hina nýju samkeppni og tóku sig saman um að undirbjóða framleiðslu Mjölnis.Sýningarhús Aftur þurftu Knud Zimsen og félagar að hugsa reksturinn upp á nýtt. Varð að ráði að steypa stein í mótum, en sú byggingaraðferð færðist þá mjög í vöxt erlendis að hlaða hús úr forsteyptum steini. Voru óðar keypt dýr steypumót að utan og hugðu stjórnendur Mjölnis gott til glóðarinnar, enda sannfærðir um ágæti hins nýja byggingarefnis. En Reykvíkingar voru sem fyrr tregir í taumi og vantreystu nýjungunum. Fáir treystu sér til að ríða á vaðið og fljótlega komst Knud Zimsen að þeirri niðurstöðu að bæjarbúar þyrftu á sýnikennslu að halda. Í því skyni tryggði hann sér lóðina milli Bernhöftsbakarís og Guðmundar Björnssonar félaga síns og reisti Gimli á árunum 1905-6. Húsið var allt hlaðið úr Mjölnissteinum. Á suðurenda þess er veglegur turn sem minnir helst á kastala og var upphaflega ætlunin að reisa annan slíkan við norðurenda hússins. Loftið í turninum var steinsteypt og mun það vera fyrsta húsþakið á Íslandi sem svo var gert. Önnur byggingartæknileg nýlunda við gerð hússins var notkun á marmaramulningi (terrazzo) á tröppum og eldhúsgólfi. Knud Zimsen hugsaði Gimli sem íbúðarhús fyrir fjölskyldu sína og skrifstofu fyrir rekstur sinn, en megintilgangurinn var þó að kynna Mjölnisstein sem byggingarefni. Sú tilraun skilaði þó ekki tilætluðum árangri. Þótt húsið þætti bæjarprýði, dugði það ekki til að sannfæra borgara bæjarins um að aðferðina. Þess í stað héldu Reykvíkingar tryggð við timbrið og steinsteypan átti erfitt uppdráttar næstu árin. Þau viðhorf áttu þó eftir að breytast, meðal annars vegna eldsvoðans mikla í miðbæ Reykjavíkur árið 1915 sem gerði marga andsnúna timburhúsum. Þá var mulningsverksmiðjan Mjölnir löngu hætt starfsemi sinni. Fyrirtækinu var slitið árið 1910. Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Bernhöftstorfan, reiturinn á milli Austurstrætis og Amtmannsstígs annars vegar en Lækjargötu og Skólastrætis hins vegar, hefur að geyma einhverja fallegustu húsaröð Reykjavíkur. Varðveisla hennar reyndist þó ekki baráttulaus. Þegar á þriðja áratugnum komu fram hugmyndir um að reisa stórhýsi á reitnum. Tillögur að framtíðarskipulagi Reykjavíkur frá 1927 gerðu ráð fyrir háum skrifstofubyggingum á þessum stað og fáeinum árum síðar festi ríkissjóður kaup á hluta húsanna með það í huga að reisa „þjóðhýsi“, sem geyma átti skrifstofur stjórnarráðsins auk fleiri opinberra stofnana. Hugmyndin um stjórnarráðshús á svæðinu hélst lifandi í teikningum arkitekta og var síðast áréttuð í borgarskipulagi árið 1967, þar sem gert var ráð fyrir að gömlu húsin yrðu flutt í Árbæjarsafn. Þess var þó skammt að bíða að Reykvíkingar vöknuðu til vitundar um mikilvægi þess að varðveita gamlar byggingar í borgarmyndinni. Húsverndunarhreyfingin steig einmitt fyrstu skref sín á áttunda áratugnum í slagnum um varðveislu Bernhöftstorfunnar. Húsin á Bernhöftstorfunni eiga sér ólíka sögu. Næst Bankastrætinu standa byggingarnar sem tengdust gamla Bernhöftsbakaríinu: brauðgerðarhúsin, geymslur og íbúðarhús bakarans og fjölskyldu hans. Á hinum endanum, stendur húsið Amtmannsstígur 1. Það reisti Stefán Gunnlaugsson bæjarfógeti laust fyrir 1840. Hafa þar ýmsir mektarmenn búið og breytt húsinu og bætt á ýmsan hátt. Þannig fékk Guðmundur Björnsson læknir húsameistarann Rögnvald Ólafsson til að teikna áberandi turn við suðurenda hússins í byrjun síðustu aldar. Á milli timburhúsanna stendur yngra hús úr öðru byggingarefni. Það var reist árið 1905 og nefnist Gimli. Þar er nú til húsa skrifstofa Listahátíðar, en í gegnum tíðina hefur það gegnt ýmsum opinberum hlutverkum. Um tíma var það embættisbústaður biskups og þar var Ferðaskrifstofa ríkisins til húsa á meðan sú stofnun var enn starfrækt. Það markverðasta við sögu Gimli er þó ef til vill sjálf bygging þess, en segja má að húsið hafi verið reist í auglýsingaskyni.Í upphafi var fjósið Fyrsta steinsteypta húsið í Reykjavík var Barónsfjósið við Barónsstíg 4, sem enn stendur og hýsir nú kjörbúð. Það var nefnt eftir eiganda sínum, frönskum barón að nafni Charles Gouldrée-Boilleau, sem réðst í margvíslegan atvinnurekstur á Íslandi rétt fyrir aldamótin 1900. Hugðist hann stofnsetja fyrsta mjólkurbú landsins, með fjörutíu kúm sem geymdar yrðu í fjósinu í Reykjavík yfir vetrarmánuðina en hafðar á búi hans á Hvítárvöllum yfir sumartímann. Ekki varð búreksturinn eins umfangsmikill og til stóð í upphafi, en fjósið reis og vakti athygli bæjarbúa á hinu nýja byggingarefni. Frumherjar í stétt íslenskra verkfræðinga höfðu tröllatrú á steinsteypunni til mannvirkjagerðar, en almenningur var tortryggnari. Töldu margir að steypt hús hlytu að vera köld og rök með tilheyrandi hættu á myglu. Frá því að byggingu Barónsfjóss lauk árið 1899 til ársloka 1903 mátti telja nýjar steyptar byggingar í Reykjavík á fingrum annarrar handar. En í desember 1903 virtist fara að rofa til í þessum efnum. Þá var stofnað í bænum fyrirtækið Mjölnir með grjótmulning sem aðalviðfangsefni, en góður grjótmulningur var vitaskuld nauðsynlegur til steypugerðar. Eigandalistinn var fjölskrúðugur: verkfræðingur, kaupmaður, bókavörður og læknir – sem segir sína sögu um íslenskt samfélag á þessum tíma. Kaupmaðurinn í hópnum var athafnamaðurinn Sturla Jónsson, sem tengdist flestum nýsköpunarfyrirtækjum þessara ára. Læknirinn var fyrrnefndur Guðmundur Björnsson, þá héraðslæknir í Reykjavík en landlæknir frá 1906. Guðmundur var frumkvöðull á sviði lýðheilsumála og beindi sérstaklega sjónum að mikilvægi góðs húsakosts og vel hannaðra bygginga fyrir heilbrigði almennings. Lá því beint við að hann reyndi að ýta undir ný og betri byggingarefni. Þriðji Mjölnismaðurinn var Jón Jacobson, sem starfaði bæði sem bókavörður á Landsbókasafninu og sem forstöðumaður forngripasafnsins. Jón var jafnframt alþingismaður og pólitískur samherji fjórða mannsins í félaginu, Knuds Zimsen verkfræðings. Knud Zimsen var aðaldriffjöðrin í verkefninu. Aldamótaárið 1900 útskrifaðist hann frá fjöllistaskólanum í Kaupmannahöfn og var þá aðeins þriðji Íslendingurinn með verkfræðigráðu. Hann réðst fljótlega til starfa hjá Reykjavíkurbæ sem bæjarverkfræðingur og byggingarfulltrúi. Eitt stærsta verkefnið á könnu bæjarverkfræðings var einmitt að sjá um viðhald gatnanna í höfuðstaðnum. Í vætutíð voru göturnar eitt forarsvað, enda holræsi vart komin til sögunnar. Eitt algengasta umkvörtunarefni bæjarblaðanna tengdust torfærum götum og leðjuslettunum sem gengu yfir vegfarendur frá hestum sem riðu um stræti. Að mati verkfræðingsins átti lélegur ofaníburður stóran þátt í vandamálinu. Óhentugt og moldarblandið efnið gerði það að verkum að gatnaviðgerðir komu fyrir lítið og nýjar holur mynduðust í sífellu. Úr þessu skyldi bætt með Mjölni, sem framleitt gæti úrvals grús fyrir bæinn.Gin ófreskjunnar Fyrirtækið fékk leyfi til grjótnáms í holtinu sunnan Laugavegar rétt austan við Rauðarána. Stóðu vélarhúsin á þeim slóðum þar sem nú er gatan Mjölnisholt og er í dag það eina sem minnir á hið stórhuga framtak. Ritstjórinn kunni, Jón Ólafsson, lýsti heimsókn í Mjölni á líflegan hátt í blaði sínu Reykjavík í marsmánuði 1904: „Sá „Mjölnir“, sem hér er um að ræða er grimmasta villidýr úr stáli. Það hefir síopinn kjaftinn og tyggur svo títt, að einn maður heldur ekki út nema svo sem eina stundarfjórð í senn að mata hann; en bitarnir sem sífelt er stungið í gin ófreskjunnar, eru grjóthnullungar all vænir“. Segja má að „heppilegt strand“ hafi verið kveikjan að stofnun fyrirtækisins. Í ofsaveðri vorið 1903 hafði skip rekið á land upp í Batteríið svokallaða, fyrir neðan Arnarhól og laskast talsvert. Fengu viðskiptafélagarnir gufuvél skipsins fyrir lítið fé. Þessu næst festu þeir kaup á mulningsvél frá útlöndum og var þá ekkert að vanbúnaði að hefja framleiðslu. Ekki reyndist grjótmulningsframleiðslan sú gullnáma sem vonast hafði verið til. Reykjavíkurbær keypti eitthvað lítilræði í fyrstu og þótti efnið ágætt, en fljótlega ákvað bæjarstjórnin að halda sig við lakari mulning vestan af Melum, sem hægt var að fá fyrir örlítið lægri upphæð. Nú voru góð ráð dýr fyrir hið nýstofnaða fyrirtæki. Úr því að bæjarsjóður vildi ekki kaupa gatnagerðarefnið, var ákveðið að reyna að einbeita sér að því að selja mölina í steinsteypu. En þar reyndist samkeppnin hörð. Allnokkrir menn í Reykjavík unnu fyrir sér með því að mylja grjót með hamri og þar að auki voru nokkrir steinsmiðir er hjuggu stein til húsbygginga. Þessum aðilum var meinilla við hina nýju samkeppni og tóku sig saman um að undirbjóða framleiðslu Mjölnis.Sýningarhús Aftur þurftu Knud Zimsen og félagar að hugsa reksturinn upp á nýtt. Varð að ráði að steypa stein í mótum, en sú byggingaraðferð færðist þá mjög í vöxt erlendis að hlaða hús úr forsteyptum steini. Voru óðar keypt dýr steypumót að utan og hugðu stjórnendur Mjölnis gott til glóðarinnar, enda sannfærðir um ágæti hins nýja byggingarefnis. En Reykvíkingar voru sem fyrr tregir í taumi og vantreystu nýjungunum. Fáir treystu sér til að ríða á vaðið og fljótlega komst Knud Zimsen að þeirri niðurstöðu að bæjarbúar þyrftu á sýnikennslu að halda. Í því skyni tryggði hann sér lóðina milli Bernhöftsbakarís og Guðmundar Björnssonar félaga síns og reisti Gimli á árunum 1905-6. Húsið var allt hlaðið úr Mjölnissteinum. Á suðurenda þess er veglegur turn sem minnir helst á kastala og var upphaflega ætlunin að reisa annan slíkan við norðurenda hússins. Loftið í turninum var steinsteypt og mun það vera fyrsta húsþakið á Íslandi sem svo var gert. Önnur byggingartæknileg nýlunda við gerð hússins var notkun á marmaramulningi (terrazzo) á tröppum og eldhúsgólfi. Knud Zimsen hugsaði Gimli sem íbúðarhús fyrir fjölskyldu sína og skrifstofu fyrir rekstur sinn, en megintilgangurinn var þó að kynna Mjölnisstein sem byggingarefni. Sú tilraun skilaði þó ekki tilætluðum árangri. Þótt húsið þætti bæjarprýði, dugði það ekki til að sannfæra borgara bæjarins um að aðferðina. Þess í stað héldu Reykvíkingar tryggð við timbrið og steinsteypan átti erfitt uppdráttar næstu árin. Þau viðhorf áttu þó eftir að breytast, meðal annars vegna eldsvoðans mikla í miðbæ Reykjavíkur árið 1915 sem gerði marga andsnúna timburhúsum. Þá var mulningsverksmiðjan Mjölnir löngu hætt starfsemi sinni. Fyrirtækinu var slitið árið 1910.
Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira