„Vonuðum bara að ungverska liðið yrði ekki þjóðinni til skammar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 13:30 Væntingarnar voru ekki miklar. vísir/getty Ísland og Ungverjaland mætast í dag í öðrum leik liðanna í F-riðli EM 2016 í fótbolta en leikurinn fer fram á hinum magnaða Stade Vélodrome í Marseille. Ungverjaland er með þrjú stig eftir frækinn en óvæntan sigur á Austurríki í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Ísland er með eitt stig eftir jafnteflið fræga gegn Portúgal í Saint-Étienne. Ungverjaland er gamalt stórveldi í Evrópuboltanum en hefur ekki tekið þátt á stórmóti í 30 þar fyrr en núna. Liðið hefði ekki komist á hefðbundið 16 liða Evrópumót fyrir fjölgun liða og voru væntingarnar ekki miklar fyrir mótið. „Við vonuðumst bara til að liðið yrði þjóðinni ekki til skammar. Okkur dreymdi ekki um að ná úrslitum eins og gegn Austurríki og liðið myndi spila svona vel," segir Dániel Hegyi, ungverskur íþróttablaðamaður í samtali við Vísi. „Sigurinn gegn Ungverjalandi kom þjóðinni gríðarlega mikið á óvart. Ekki einum einasta Ungverja dreymdi um þessi úrslit. Fólk var í raun bara hrætt við að hugsa um sigur enda er svo langt síðan við vorum síðast á stórmóti." Íslensku strákarnir töluðu mikið um það á blaðamannafundinum í gær að Ungverjar væru orðnir mun betri en þeir voru þegar þeir lögðu Noreg í umspili um sæti á EM. Þeir leikir kveiktu ekki í mörgum fótboltaáhugamönnum. "Liðið er orðið miklu betra en það var í umspilsleikjunum gegn Noregi. Það er ekki orðið betra í fóbolta en hugarfar liðsins er miklu betra. Við vorum alltaf búnir að tapa öllu fyrirfram en nú er hugarfarið betra og lukkan aðeins snúist með liðinu," segir Hegyi. "Ég sé ekki fram á að liðinu verði breytt fyrir leikinn gegn Ungverjalandi fyrir utan bakvarðarskiptin vegna meiðslanna. Taktíkin verður líka svipuð þannig ekki verður þetta fallegur leikur." Hegyi segir að bjartsýnin sé mun meiri hjá ungversku þjóðinni fyrir leikinn gegn Íslandi eftir sigurinn á Austurríki. Hann er þó ekki á því að Ungverjaland sé betra en Ísland. "Ungverska liðið er ekki betra en það íslenska en ég held að við getum unnið leikinn ef okkar menn spila vel. Við erum bjartsýnari eftir sigurinn á Austurríki. Það verður samt erfitt fyrir ungverska liðið að ná upp sama hugarfari aftur,“ segir Daniel Hegyi.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30 Kolbeinn: Stress yfir að missa af EM en nú finn ég ekki fyrir neinu Strákarnir koma vel gíraðir og vel undirbúnir fyrir stórleikinn gegn Ungverjalandi í Marseille í dag. 18. júní 2016 09:30 Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00 Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Ísland og Ungverjaland mætast í dag í öðrum leik liðanna í F-riðli EM 2016 í fótbolta en leikurinn fer fram á hinum magnaða Stade Vélodrome í Marseille. Ungverjaland er með þrjú stig eftir frækinn en óvæntan sigur á Austurríki í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Ísland er með eitt stig eftir jafnteflið fræga gegn Portúgal í Saint-Étienne. Ungverjaland er gamalt stórveldi í Evrópuboltanum en hefur ekki tekið þátt á stórmóti í 30 þar fyrr en núna. Liðið hefði ekki komist á hefðbundið 16 liða Evrópumót fyrir fjölgun liða og voru væntingarnar ekki miklar fyrir mótið. „Við vonuðumst bara til að liðið yrði þjóðinni ekki til skammar. Okkur dreymdi ekki um að ná úrslitum eins og gegn Austurríki og liðið myndi spila svona vel," segir Dániel Hegyi, ungverskur íþróttablaðamaður í samtali við Vísi. „Sigurinn gegn Ungverjalandi kom þjóðinni gríðarlega mikið á óvart. Ekki einum einasta Ungverja dreymdi um þessi úrslit. Fólk var í raun bara hrætt við að hugsa um sigur enda er svo langt síðan við vorum síðast á stórmóti." Íslensku strákarnir töluðu mikið um það á blaðamannafundinum í gær að Ungverjar væru orðnir mun betri en þeir voru þegar þeir lögðu Noreg í umspili um sæti á EM. Þeir leikir kveiktu ekki í mörgum fótboltaáhugamönnum. "Liðið er orðið miklu betra en það var í umspilsleikjunum gegn Noregi. Það er ekki orðið betra í fóbolta en hugarfar liðsins er miklu betra. Við vorum alltaf búnir að tapa öllu fyrirfram en nú er hugarfarið betra og lukkan aðeins snúist með liðinu," segir Hegyi. "Ég sé ekki fram á að liðinu verði breytt fyrir leikinn gegn Ungverjalandi fyrir utan bakvarðarskiptin vegna meiðslanna. Taktíkin verður líka svipuð þannig ekki verður þetta fallegur leikur." Hegyi segir að bjartsýnin sé mun meiri hjá ungversku þjóðinni fyrir leikinn gegn Íslandi eftir sigurinn á Austurríki. Hann er þó ekki á því að Ungverjaland sé betra en Ísland. "Ungverska liðið er ekki betra en það íslenska en ég held að við getum unnið leikinn ef okkar menn spila vel. Við erum bjartsýnari eftir sigurinn á Austurríki. Það verður samt erfitt fyrir ungverska liðið að ná upp sama hugarfari aftur,“ segir Daniel Hegyi.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30 Kolbeinn: Stress yfir að missa af EM en nú finn ég ekki fyrir neinu Strákarnir koma vel gíraðir og vel undirbúnir fyrir stórleikinn gegn Ungverjalandi í Marseille í dag. 18. júní 2016 09:30 Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00 Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30
Kolbeinn: Stress yfir að missa af EM en nú finn ég ekki fyrir neinu Strákarnir koma vel gíraðir og vel undirbúnir fyrir stórleikinn gegn Ungverjalandi í Marseille í dag. 18. júní 2016 09:30
Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00
Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30