Ungverjar: Ísland á skilið okkar virðingu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. júní 2016 14:30 Szalai fagnar marki sínu gegn Austurríki. vísir/getty Ungverjar voru með blaðamannafund í Marseille rétt áðan og þangað mætti þjálfari liðsins og tveir leikmenn. Þar var talað fallega um íslenska landsliðið. „Ísland er með virkilega gott lið og á skilið okkar virðingu,“ sagði Adam Szalai, framherji Ungverja, en hann skorað annað marka liðsins í sigrinum óvænta gegn Austurríki. „Þetta verður mjög erfiður leikur og við munum þurfa enn meiri stuðning frá áhorfendum til þess að vinna þennan leik líka.“ Rétt eins og á Íslandi er allt á hvolfi í Ungverjalandi út af frábærri byrjun liðsins á EM. „Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þessu. Sjá fólk í landsliðstreyjum út um allt og fá fallegar kveðjur frá almenningi og öðru íþróttafólki. Við fáum mikla orku með öllum þessum kveðjum. Þetta er eitthvað sem skiptir okkur miklu máli.“ Þjálfari ungverska liðsins, Þjóðverjinn Bernd Storck, hrósaði íslenska liðinu og á von á mjög erfiðum leik. „Ísland er gríðarlega sterkt lið. Líkamlega sterkir strákar. Þeir komu mér ekki á óvart gegn Portúgal. Ísland var að gera nákvæmlega það sama í undankeppninni. Þetta verður mjög erfiður leikur og allt öðruvísi en leikurinn gegn Austurríki,“ sagði Storck en hann vildi ekkert ræða hvort hann yrði sáttur með stig í þessum leik þar sem Ungverjar væru þegar komnir með þrjú stig. „Ég spila aldrei upp á jafntefli. Við munum reyna að vinna og gleðja okkar stuðningsmenn. Ef leikurinn endar með jafntefli geturðu prófað að spyrja mig að þessu aftur.“ Ungverjar verða án bakvarðarins Attila Fiola og það mun riðla þeirra leik eitthvað enda Fiola sterkur. „Við undirbúum okkur sérstaklega fyrir hvern leik. Ísland á marga leikmenn með mikla alþjóðalega reynslu og það er góður liðsandi hjá þeim. Ísland spilaði ekki bara vel gegn Ronaldo heldur gegn öllu portúgalska liðinu. Þó svo Portúgal hafi verið meira með boltann skapaði Ísland sér góð færi,“ sagði Storck. „Ísland getur skapað hættu með hraða sínum og við verðum að vera tilbúnir. Við erum að undirbúa okkur fyrir mjög erfiðan leik gegn góðu liði.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira
Ungverjar voru með blaðamannafund í Marseille rétt áðan og þangað mætti þjálfari liðsins og tveir leikmenn. Þar var talað fallega um íslenska landsliðið. „Ísland er með virkilega gott lið og á skilið okkar virðingu,“ sagði Adam Szalai, framherji Ungverja, en hann skorað annað marka liðsins í sigrinum óvænta gegn Austurríki. „Þetta verður mjög erfiður leikur og við munum þurfa enn meiri stuðning frá áhorfendum til þess að vinna þennan leik líka.“ Rétt eins og á Íslandi er allt á hvolfi í Ungverjalandi út af frábærri byrjun liðsins á EM. „Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þessu. Sjá fólk í landsliðstreyjum út um allt og fá fallegar kveðjur frá almenningi og öðru íþróttafólki. Við fáum mikla orku með öllum þessum kveðjum. Þetta er eitthvað sem skiptir okkur miklu máli.“ Þjálfari ungverska liðsins, Þjóðverjinn Bernd Storck, hrósaði íslenska liðinu og á von á mjög erfiðum leik. „Ísland er gríðarlega sterkt lið. Líkamlega sterkir strákar. Þeir komu mér ekki á óvart gegn Portúgal. Ísland var að gera nákvæmlega það sama í undankeppninni. Þetta verður mjög erfiður leikur og allt öðruvísi en leikurinn gegn Austurríki,“ sagði Storck en hann vildi ekkert ræða hvort hann yrði sáttur með stig í þessum leik þar sem Ungverjar væru þegar komnir með þrjú stig. „Ég spila aldrei upp á jafntefli. Við munum reyna að vinna og gleðja okkar stuðningsmenn. Ef leikurinn endar með jafntefli geturðu prófað að spyrja mig að þessu aftur.“ Ungverjar verða án bakvarðarins Attila Fiola og það mun riðla þeirra leik eitthvað enda Fiola sterkur. „Við undirbúum okkur sérstaklega fyrir hvern leik. Ísland á marga leikmenn með mikla alþjóðalega reynslu og það er góður liðsandi hjá þeim. Ísland spilaði ekki bara vel gegn Ronaldo heldur gegn öllu portúgalska liðinu. Þó svo Portúgal hafi verið meira með boltann skapaði Ísland sér góð færi,“ sagði Storck. „Ísland getur skapað hættu með hraða sínum og við verðum að vera tilbúnir. Við erum að undirbúa okkur fyrir mjög erfiðan leik gegn góðu liði.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira