Tuttugu Rússum var í gær vísað úr landi frá Frakklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. júní 2016 07:00 Rússnesk boltabulla kastar stól í átt að Englendingum í Lille. Nordicphotos/AFP Yfirvöld í Frakklandi ákváðu í gær að vísa tuttugu rússneskum fótboltabullum úr landi sem voru þangað komnar til að fylgjast með Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu og veitast að stuðningsmönnum annarra liða. Bullurnar tilheyra hópi sem er einkar hliðhollur Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Leiðtogi hópsins, Alexander Shprygin, er á meðal þeirra sem vísað verður úr landi. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, fundaði í gær með sendiherra Frakka í Rússlandi og sagðist einkar óhress með ákvörðun Frakka. Lavrov varaði við því að andúðin sem hann sæi á mótinu gæti skaðað tengsl Rússa og Frakka og lýsti áhyggjum sínum yfir ögrandi hegðun aðdáenda annarra landsliða sem hann sagði hafa traðkað á rússneska fánanum. Eins og áður hefur verið greint frá eru Rússar á síðasta séns hjá UEFA, knattspyrnusambandi Evrópu, eftir hegðun stuðningsmanna landsliðsins um síðustu helgi. Samkvæmt frönsku lögreglunni veittust þá 150 rússneskar, vel þjálfaðar, fótboltabullur að Englendingum og beitti lögregla táragasi til að ná stjórn á átökunum. Ef rússnesku bullurnar gerast aftur sekar um slíka hegðun verður Rússum vísað úr leik á mótinu. Óeirðir brutust út á ný í fyrrinótt þegar lögregla beitti táragasi og handtók 36 fótboltabullur, mestmegnis Englendinga, eftir að til stympinga kom á milli enskra, velskra, rússneskra og slóvakískra fótboltaaðdáenda í borginni Lille. Sextán voru fluttir á sjúkrahús eftir átökin. Enskar bullur náðust meðal annars á myndband er þær voru að kasta smápeningum í átt að börnum sem voru úti á götu að betla. Þá hrópuðu þær einnig að börnunum og blaðamaður Financial Times sagðist á Twitter hafa séð bullur láta ungan strák drekka hálfan lítra af bjór í skiptum fyrir smápeninga. Englendingar eru einnig á hálum ís í augum UEFA vegna ofbeldis og var þeim hótað brottrekstri úr keppninni í vikunni. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Yfirvöld í Frakklandi ákváðu í gær að vísa tuttugu rússneskum fótboltabullum úr landi sem voru þangað komnar til að fylgjast með Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu og veitast að stuðningsmönnum annarra liða. Bullurnar tilheyra hópi sem er einkar hliðhollur Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Leiðtogi hópsins, Alexander Shprygin, er á meðal þeirra sem vísað verður úr landi. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, fundaði í gær með sendiherra Frakka í Rússlandi og sagðist einkar óhress með ákvörðun Frakka. Lavrov varaði við því að andúðin sem hann sæi á mótinu gæti skaðað tengsl Rússa og Frakka og lýsti áhyggjum sínum yfir ögrandi hegðun aðdáenda annarra landsliða sem hann sagði hafa traðkað á rússneska fánanum. Eins og áður hefur verið greint frá eru Rússar á síðasta séns hjá UEFA, knattspyrnusambandi Evrópu, eftir hegðun stuðningsmanna landsliðsins um síðustu helgi. Samkvæmt frönsku lögreglunni veittust þá 150 rússneskar, vel þjálfaðar, fótboltabullur að Englendingum og beitti lögregla táragasi til að ná stjórn á átökunum. Ef rússnesku bullurnar gerast aftur sekar um slíka hegðun verður Rússum vísað úr leik á mótinu. Óeirðir brutust út á ný í fyrrinótt þegar lögregla beitti táragasi og handtók 36 fótboltabullur, mestmegnis Englendinga, eftir að til stympinga kom á milli enskra, velskra, rússneskra og slóvakískra fótboltaaðdáenda í borginni Lille. Sextán voru fluttir á sjúkrahús eftir átökin. Enskar bullur náðust meðal annars á myndband er þær voru að kasta smápeningum í átt að börnum sem voru úti á götu að betla. Þá hrópuðu þær einnig að börnunum og blaðamaður Financial Times sagðist á Twitter hafa séð bullur láta ungan strák drekka hálfan lítra af bjór í skiptum fyrir smápeninga. Englendingar eru einnig á hálum ís í augum UEFA vegna ofbeldis og var þeim hótað brottrekstri úr keppninni í vikunni.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira