Þingkona skotin á Englandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2016 13:41 Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins. Mynd/Facebook Breska þingkonan Jo Cox er látin eftir að hafa verið skotin minnst tvisvar sinnum og stungin á götum Birstall. 52 ára gamall maður hefur verið handtekinn vegna árásarinnar en annar maður hlaut smávægileg sár. Árásin átti sér stað nærri bókasafni þar sem Cox hafði fundað með kjósendum. Vitni segja að árásarmaðurinn hafi verið í uppnámi og hafi staðið í deilum við annan mann áður en skotárásin átti sér stað. Hún er sögð hafa orðið fyrir minnst tveimur skotum og jafnvel stungusári. Þar að auki er árásarmaðurinn sagður hafa sparkað í þingkonuna þar sem hún lá í blóði sínu. Þá er árásarmaðurinn sagður hafa gengið rólega á brott eftir árásina. Í fyrstu var talið að hún hefði verið með meðvitund þegar sjúkraflutningamenn mættu á vettvang. Lögreglan segir hins vegar að Cox hafi þá verið látin. Hún var þó flutt með þyrlu á sjúkrahús. BBC hefur eftir konu sem varð vitni að árásinni að árásarmaðurinn hafi skotið hana tvisvar sinnum. Síðan hafi hann gengið að henni þar sem hún lá og skotið hana aftur í höfuðið. Hinn maðurinn reyndi að stöðva hann, en tókst það ekki og árásarmaðurinn stakk Cox margsinnis. Hann virðist hafa stungið manninn sem reyndi að koma Cox til bjargar.Utterly shocked by the news of the attack on Jo Cox. The thoughts of the whole Labour Party are with her and her family at this time.— Jeremy Corbyn MP (@jeremycorbyn) June 16, 2016 Very concerned about reports Jo Cox has been injured. Our thoughts and prayers are with Jo and her family.— David Cameron (@David_Cameron) June 16, 2016 Kosningabaráttan um það hvort Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið eða ekki hefur verið sett á bið vegna árásarinnar. Jo Cox tilheyrði fylkingunni sem vill vera áfram innan ESB og vitni segir að skömmu fyrir árásina hafi árásarmaðurinn öskrað: „Bretland fyrst“. Hér að ofan má sjá tíst frá Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Fleiri stjórnmálamenn hafa tjáð sig um árásina sem hefur slegið Breta óhug. Árið 2010 var þingmaðurinn Stephen Timms stunginn af manni á fundi með kjósendum. Þingmaðurinn jafnaði sig af sárum sínum og Roshonara Choudhry var dæmdur til minnst 15 ára fangelsisvistar. Árið 2000 var Andrew Pennington, aðstoðarmaður þingmannsins Nigel Jones, myrtur með sverði þegar hann kom yfirmanni sínum til varnar. Jo Cox var 41 árs gömul og tveggja barna móðir. Eiginmaður Cox birti þessa mynd af henni við húsbát þeirra hjóna þar sem þau búa með börnum sínum. pic.twitter.com/mPOaytowxN— Brendan Cox (@MrBrendanCox) June 16, 2016 Bretland Morðið á Jo Cox Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Breska þingkonan Jo Cox er látin eftir að hafa verið skotin minnst tvisvar sinnum og stungin á götum Birstall. 52 ára gamall maður hefur verið handtekinn vegna árásarinnar en annar maður hlaut smávægileg sár. Árásin átti sér stað nærri bókasafni þar sem Cox hafði fundað með kjósendum. Vitni segja að árásarmaðurinn hafi verið í uppnámi og hafi staðið í deilum við annan mann áður en skotárásin átti sér stað. Hún er sögð hafa orðið fyrir minnst tveimur skotum og jafnvel stungusári. Þar að auki er árásarmaðurinn sagður hafa sparkað í þingkonuna þar sem hún lá í blóði sínu. Þá er árásarmaðurinn sagður hafa gengið rólega á brott eftir árásina. Í fyrstu var talið að hún hefði verið með meðvitund þegar sjúkraflutningamenn mættu á vettvang. Lögreglan segir hins vegar að Cox hafi þá verið látin. Hún var þó flutt með þyrlu á sjúkrahús. BBC hefur eftir konu sem varð vitni að árásinni að árásarmaðurinn hafi skotið hana tvisvar sinnum. Síðan hafi hann gengið að henni þar sem hún lá og skotið hana aftur í höfuðið. Hinn maðurinn reyndi að stöðva hann, en tókst það ekki og árásarmaðurinn stakk Cox margsinnis. Hann virðist hafa stungið manninn sem reyndi að koma Cox til bjargar.Utterly shocked by the news of the attack on Jo Cox. The thoughts of the whole Labour Party are with her and her family at this time.— Jeremy Corbyn MP (@jeremycorbyn) June 16, 2016 Very concerned about reports Jo Cox has been injured. Our thoughts and prayers are with Jo and her family.— David Cameron (@David_Cameron) June 16, 2016 Kosningabaráttan um það hvort Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið eða ekki hefur verið sett á bið vegna árásarinnar. Jo Cox tilheyrði fylkingunni sem vill vera áfram innan ESB og vitni segir að skömmu fyrir árásina hafi árásarmaðurinn öskrað: „Bretland fyrst“. Hér að ofan má sjá tíst frá Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Fleiri stjórnmálamenn hafa tjáð sig um árásina sem hefur slegið Breta óhug. Árið 2010 var þingmaðurinn Stephen Timms stunginn af manni á fundi með kjósendum. Þingmaðurinn jafnaði sig af sárum sínum og Roshonara Choudhry var dæmdur til minnst 15 ára fangelsisvistar. Árið 2000 var Andrew Pennington, aðstoðarmaður þingmannsins Nigel Jones, myrtur með sverði þegar hann kom yfirmanni sínum til varnar. Jo Cox var 41 árs gömul og tveggja barna móðir. Eiginmaður Cox birti þessa mynd af henni við húsbát þeirra hjóna þar sem þau búa með börnum sínum. pic.twitter.com/mPOaytowxN— Brendan Cox (@MrBrendanCox) June 16, 2016
Bretland Morðið á Jo Cox Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira