Jóhann Berg: Frábært að sjá að það eru ekki bara Íslendingar á vagninum Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júní 2016 19:15 Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, fagnar því að fleiri séu farnir að halda með Íslandi en strákarnir okkar eru orðnir uppáhaldslið ansi margra á EM í Frakklandi eftir frækna frammistöðu gegn Portúgal á þriðjudaginn. „Það er fullt af liði búið að hoppa á íslenska vagninn. Það er nokkuð ljóst. Er þetta ekki alltaf svona með litla liðið? Það fær alltaf mikinn stuðning og við finnum alveg fyrir því. Við sjáum á umfjölluninni um leikinn þegar Ronaldo sagði þetta um okkur að hann var jarðaður í fjölmiðlum eftir það. Það var fínt og frábært að sjá fyrir okkur að sjá að það eru ekki bara Íslendingar á vagninum heldur fleiri,“ sagði Jóhann Berg á blaðamannafundi í dag. Kári Árnason er, eins og fleiri leikmenn íslenska liðsins, enn að reyna að ná að átta sig á stemningunni sem íslensku stuðningsmennirnir mynduðu í Saint-Étienne á þriðjudagskvöldið þar sem stúkan á Satade Goefrrey-Guicard var máluð blá. „Maður bjóst ekki við að 7-8 þúsund Íslendingar myndu þagga niður í heilum velli. Þetta var náttúrlega framar öllum vonum,“ sagði Kári. „Íslendingar eru þannig að þeir lifa í núinu og finnst gaman þegar vel gengur. Það er ekkert að því. Það er bara mikilvægt að leikmenn haldi sér á jörðinni og taki einn leik í einu.“ Á morgun er 17. júní, sjálfur þjóðhátíðardagurinn, dagurinn sem Íslendingar fagna sjálfstæði sínu. Norskur blaðamaður sem sat fundinn í dag vildi vita hvort strákarnir okkar ætluðu eitthvað að fagna á morgun en Jóhann Berg vissi hreinlega ekki um hvað maðurin var að tala. Einbeitingin á EM er svo mikil. „Fagna, á morgun eftir æfingu? Er hann á morgun? Nei við erum ekki að einbeita okkur að því og fögnum ekki. Vonandi fögnum við bara eftir næsta leik,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson og allir hlógu í salnum. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jói Berg um orð Eiðs Smára fyrir leik: Þau voru mjög góð og höfðu áhrif á hópinn Reynslumesti leikmaður íslenska liðsins sagði nokkur orð á liðsfundi fyrir leikinn gegn Portúgal sem skipti sköpum. 16. júní 2016 13:45 Kári: Engin aukapressa í leiknum á laugardag Kári Árnason segir að Ísland ætli sér að vinna Ungverjaland á laugardag en sé ekki að hugsa málið lengra en það. 16. júní 2016 20:15 Íslenska þjóðin hefði kannski ekkert þurft að hafa áhyggjur | Ronaldo sá versti í sögunni Íslenska þjóðin sat fyrir framan sjónvarptækin á lokamínútunum í leik Íslands og Portúgals og spennan var næstum því óberanleg. 16. júní 2016 16:00 Sjö mínútur af gæsahúð: Útvarpsmaður og fyrrum leikmaður Man. Utd voru Íslendingar í einn dag Colin Murray og Keith Gillespie fóru á leik Íslands og Portúgals og gerðu hreint magnað innslag. 16. júní 2016 11:00 Ronaldo verður að Rögnvaldi Reginskitu Kristinn R. Ólafsson í Madríd er búinn að endurskíra Cristiano Ronaldo eftir ummæli hans í garð íslenska landsliðsins. 16. júní 2016 17:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, fagnar því að fleiri séu farnir að halda með Íslandi en strákarnir okkar eru orðnir uppáhaldslið ansi margra á EM í Frakklandi eftir frækna frammistöðu gegn Portúgal á þriðjudaginn. „Það er fullt af liði búið að hoppa á íslenska vagninn. Það er nokkuð ljóst. Er þetta ekki alltaf svona með litla liðið? Það fær alltaf mikinn stuðning og við finnum alveg fyrir því. Við sjáum á umfjölluninni um leikinn þegar Ronaldo sagði þetta um okkur að hann var jarðaður í fjölmiðlum eftir það. Það var fínt og frábært að sjá fyrir okkur að sjá að það eru ekki bara Íslendingar á vagninum heldur fleiri,“ sagði Jóhann Berg á blaðamannafundi í dag. Kári Árnason er, eins og fleiri leikmenn íslenska liðsins, enn að reyna að ná að átta sig á stemningunni sem íslensku stuðningsmennirnir mynduðu í Saint-Étienne á þriðjudagskvöldið þar sem stúkan á Satade Goefrrey-Guicard var máluð blá. „Maður bjóst ekki við að 7-8 þúsund Íslendingar myndu þagga niður í heilum velli. Þetta var náttúrlega framar öllum vonum,“ sagði Kári. „Íslendingar eru þannig að þeir lifa í núinu og finnst gaman þegar vel gengur. Það er ekkert að því. Það er bara mikilvægt að leikmenn haldi sér á jörðinni og taki einn leik í einu.“ Á morgun er 17. júní, sjálfur þjóðhátíðardagurinn, dagurinn sem Íslendingar fagna sjálfstæði sínu. Norskur blaðamaður sem sat fundinn í dag vildi vita hvort strákarnir okkar ætluðu eitthvað að fagna á morgun en Jóhann Berg vissi hreinlega ekki um hvað maðurin var að tala. Einbeitingin á EM er svo mikil. „Fagna, á morgun eftir æfingu? Er hann á morgun? Nei við erum ekki að einbeita okkur að því og fögnum ekki. Vonandi fögnum við bara eftir næsta leik,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson og allir hlógu í salnum. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jói Berg um orð Eiðs Smára fyrir leik: Þau voru mjög góð og höfðu áhrif á hópinn Reynslumesti leikmaður íslenska liðsins sagði nokkur orð á liðsfundi fyrir leikinn gegn Portúgal sem skipti sköpum. 16. júní 2016 13:45 Kári: Engin aukapressa í leiknum á laugardag Kári Árnason segir að Ísland ætli sér að vinna Ungverjaland á laugardag en sé ekki að hugsa málið lengra en það. 16. júní 2016 20:15 Íslenska þjóðin hefði kannski ekkert þurft að hafa áhyggjur | Ronaldo sá versti í sögunni Íslenska þjóðin sat fyrir framan sjónvarptækin á lokamínútunum í leik Íslands og Portúgals og spennan var næstum því óberanleg. 16. júní 2016 16:00 Sjö mínútur af gæsahúð: Útvarpsmaður og fyrrum leikmaður Man. Utd voru Íslendingar í einn dag Colin Murray og Keith Gillespie fóru á leik Íslands og Portúgals og gerðu hreint magnað innslag. 16. júní 2016 11:00 Ronaldo verður að Rögnvaldi Reginskitu Kristinn R. Ólafsson í Madríd er búinn að endurskíra Cristiano Ronaldo eftir ummæli hans í garð íslenska landsliðsins. 16. júní 2016 17:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira
Jói Berg um orð Eiðs Smára fyrir leik: Þau voru mjög góð og höfðu áhrif á hópinn Reynslumesti leikmaður íslenska liðsins sagði nokkur orð á liðsfundi fyrir leikinn gegn Portúgal sem skipti sköpum. 16. júní 2016 13:45
Kári: Engin aukapressa í leiknum á laugardag Kári Árnason segir að Ísland ætli sér að vinna Ungverjaland á laugardag en sé ekki að hugsa málið lengra en það. 16. júní 2016 20:15
Íslenska þjóðin hefði kannski ekkert þurft að hafa áhyggjur | Ronaldo sá versti í sögunni Íslenska þjóðin sat fyrir framan sjónvarptækin á lokamínútunum í leik Íslands og Portúgals og spennan var næstum því óberanleg. 16. júní 2016 16:00
Sjö mínútur af gæsahúð: Útvarpsmaður og fyrrum leikmaður Man. Utd voru Íslendingar í einn dag Colin Murray og Keith Gillespie fóru á leik Íslands og Portúgals og gerðu hreint magnað innslag. 16. júní 2016 11:00
Ronaldo verður að Rögnvaldi Reginskitu Kristinn R. Ólafsson í Madríd er búinn að endurskíra Cristiano Ronaldo eftir ummæli hans í garð íslenska landsliðsins. 16. júní 2016 17:00