Norður-Írar komnir á blað | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2016 17:45 Gareth McAuley fagnar marki sínu. Vísir/Getty N-Írland bar sigurorð af Úkraínu með tveimur mörkum gegn engu í C-riðli EM 2016 í Lyon í dag. Þetta er fyrsti sigur Norður-Íra í lokakeppni EM frá upphafi en keppnin í Frakklandi er þeirra fyrsta í sögunni. Gareth McAuley kom N-Írlandi í 1-0 á 49. mínútu. Miðvörðurinn sterki stangaði þá aukaspyrnu Olivers Norwood í netið. Þetta var þriðja mark McAuleys í síðustu sex keppnisleikjum fyrir N-Írland. Úkraínumenn voru miklu meira með boltann en fundu engar leiðir í gegnum norður-írsku vörnina sem stóð sig vel í dag. Þá var Michael McGovern öruggur á milli stanganna. Þrátt fyrir að vera mun minna með boltann voru Norður-Írar hættulegri aðilinn í leiknum og þá sérstaklega í föstum leikatriðum. Það rigndi mikið í Lyon á meðan á leiknum stóð og eftir tæpan klukkutíma kom haglél, svo mikið að tékkneski dómarinn Pavel Královec þurfti að gera nokkurra mínútna hlé á leiknum. Úkraína sótti og sótti en skapaði sér ekki nógu góð færi til að skora. Það var svo varamaðurinn Niall McGinn sem gulltryggði sigur Norður-Íra þegar hann skoraði annað mark þeirra þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. McGinn fylgdi þá eftir skoti Stuart Dallas sem Andriy Pyatov varði. Lokatölur 2-0, N-Írlandi í vil. Norður-Írar eru nú komnir með þrjú stig í C-riðli en Úkraínumenn eru enn án stiga.Úkraína 0-1 N-Írland Enn 1-0 fyrir Norður-Írlandi gegn Úkraínu. Hér er markið sem kom á 49. mínútu. #EMÍsland https://t.co/hy9DZPE3EI— Síminn (@siminn) June 16, 2016 Úkraína 0-2 N-Írland Mark á 6. mínútu uppbótartíma! 2-0 fyrir Norður-Írlandi gegn Úkraínu. #EMÍsland https://t.co/2qN3s6MfBp— Síminn (@siminn) June 16, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
N-Írland bar sigurorð af Úkraínu með tveimur mörkum gegn engu í C-riðli EM 2016 í Lyon í dag. Þetta er fyrsti sigur Norður-Íra í lokakeppni EM frá upphafi en keppnin í Frakklandi er þeirra fyrsta í sögunni. Gareth McAuley kom N-Írlandi í 1-0 á 49. mínútu. Miðvörðurinn sterki stangaði þá aukaspyrnu Olivers Norwood í netið. Þetta var þriðja mark McAuleys í síðustu sex keppnisleikjum fyrir N-Írland. Úkraínumenn voru miklu meira með boltann en fundu engar leiðir í gegnum norður-írsku vörnina sem stóð sig vel í dag. Þá var Michael McGovern öruggur á milli stanganna. Þrátt fyrir að vera mun minna með boltann voru Norður-Írar hættulegri aðilinn í leiknum og þá sérstaklega í föstum leikatriðum. Það rigndi mikið í Lyon á meðan á leiknum stóð og eftir tæpan klukkutíma kom haglél, svo mikið að tékkneski dómarinn Pavel Královec þurfti að gera nokkurra mínútna hlé á leiknum. Úkraína sótti og sótti en skapaði sér ekki nógu góð færi til að skora. Það var svo varamaðurinn Niall McGinn sem gulltryggði sigur Norður-Íra þegar hann skoraði annað mark þeirra þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. McGinn fylgdi þá eftir skoti Stuart Dallas sem Andriy Pyatov varði. Lokatölur 2-0, N-Írlandi í vil. Norður-Írar eru nú komnir með þrjú stig í C-riðli en Úkraínumenn eru enn án stiga.Úkraína 0-1 N-Írland Enn 1-0 fyrir Norður-Írlandi gegn Úkraínu. Hér er markið sem kom á 49. mínútu. #EMÍsland https://t.co/hy9DZPE3EI— Síminn (@siminn) June 16, 2016 Úkraína 0-2 N-Írland Mark á 6. mínútu uppbótartíma! 2-0 fyrir Norður-Írlandi gegn Úkraínu. #EMÍsland https://t.co/2qN3s6MfBp— Síminn (@siminn) June 16, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira