Blaðamenn frá Íslandi, Svíþjóð, Ungverjalandi, Bretlandi og Noregi voru á fundinum og spurðu strákana spjörunum úr fyrir þennan mikilvæga leik gegn Ungverjum en sigur þar getur fleytt Íslandi í 16 liða úrslitin.
Vísir var með beina útsendingu frá fundinum en upptöku frá honum má sjá hér að ofan sem og textalýsingu blaðamanns Vísis í Annecy.