EM dagbók: Portkonur með tískuvit? Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júní 2016 08:00 Vantar S-ið. vísir/tom Hvernig haldið þið að líðan ykkar verði þegar þið gangið út á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne í fyrsta leik liðsins á EM? Þetta er spurning sem allir leikmenn íslenska landsliðsins eru búnir að fá undanfarna mánuði og ekki síst í aðdraganda leiksins gegn Portúgal. Það var erfitt að ímynda sér hvernig strákarnir okkar myndu takast á við þetta verkefni en svarið var það sama og alltaf. Þegar liðið sem kom okkur á mótið var mætt til leiks með sama hugarfar þurfti ekki að spyrja að leikslokum. Að sjálfsögðu náðu þeir úrslitum. Við fjölmiðlamenn sem fylgjum strákunum eftir hefðum betur spurt okkur sjálfa þessarar sömu spurningar. Að sitja upp í rjáfri vallarins þar sem ég var mættur 90 mínútum fyrir leik og fylgjast með stemningunni magnast er eitthvað sem maður mun aldrei gleyma. Að sjá stúkuna verða alltaf meira og meira bláa og heyra svo 8.000 manns syngja Ég er kominn heim... þetta er eitthvað sem orð fá ekki lýst.Sigur í fyrsta leik!vísir/stefánTveggja og hálfs tíma rútuferð heim var ekkert mál fyrir okkur um miðja nótt enda voru allir vel hressir. Við reyndar höfum töluvert minna úthald en strákarnir okkar og eftir eitt stutt bensínstöðvarstopp voru meira og minna allir búnir að loka augunum. Nema einn. Það var einn klettharður og skemmti sjálfum sér alla leiðina. Undirbúningurinn fyrir leikinn var gríðarlegur. Viðtölin, blaðamannafundirnir og leikdagurinn. Allt tók þetta orku og svo spennufallið eftir þennan sögulega leik í Saint-Étienne. Maður trúir varla að nú sé bara sett aftur í fyrsta gír og upp brekkuna skal haldið á ný. Að minnsta kosti fjórum sinnum. Já, við erum að fara í 16 liða úrslitin þannig við getum alveg farið að breyta miðanum okkar heim 23. júní strax. Gærdagurinn var lágstemmdur. Það voru rólegheit á æfingasvæðinu þar við hittum þjálfarana og Theodór Elmar Bjarnason en aðeins þeir sem spiluðu ekkert æfðu í Annecy. Lars Lagerbäck var sallarólegur að vanda en svægið yfir gamla manninum var mikið. Lalli var að vinna með peysuna bundna yfir herðarnar eins og Lacrosse-spilari í bandarískum háskóla.Engin bátsferð enn þá.vísir/tomEftir fínan vinnudag fékk ég góðvin minn Elvar Geir Magnússon á fótbolta.net til að sýna mér bæinn. Loksins hafði ég tíma til að kíkja aðeins niður í miðbæ og skoða þennan svakalega fallega bæ. Miðbær Annecy er alveg magnaður og mikið líf við vatnið. Eina sem ég þrái er að komast út á bát og skoða vatnið en hér virðast allir staðráðnir í að það takist ekki hjá mér. Við misstum af síðasta bát. Horfðum á eftir honum sigla út á vatnið. Við fundum okkur borð og snæddum fína franska pitsu. Hér er ekkert verið að gefa hlutina. Annecy er nokkuð snobbaður bær og verðið á mat og drykk ekkert grín. Túristinn þarf að opna veskið ætli hann sér ekki að svelta. Á röltinu um bæinn snarstoppaði ég við verslun sem hét Trendy Hoes. Ég veit ekki hversu framarlega Frakkinn stendur í kynajafnrétti en sama hversu aftarlega þú ert á merinni í þeim efnum fannst mér ansi gróft að reyna að lokka fólk inn í búð þar sem portkonur ættu að vera með tískuvit. Sem þær eru kannski með. Ég veit ekkert um það.Annecy er svakalega fallegur bær.vísir/tomÞað var ekki fyrr en ég fór að skoða myndirnar og gúglaði þetta aðeins að ég fattaði að þarna vantaði S-ið. Þetta er auðvitað Trendy Shoes eða skór í tísku. Enginn virðist samt vera að stressa sig á að skutla S-inu aftur á skiltið. Hér í bæ er í gangi stærsta teiknimyndahátíð Evrópu, að okkur er sagt. Hún hefur verið hér árlega í 30 ár. Bærinn er því fullur af hipsterum sem mættir eru til að sjá allt það nýjasta í skrípóinu. Leigubílstjórinn sem keyrði okkur heim úr bænum vildi endilega ræða þessa kvikmyndahátíð út og inn á milli þess sem við tókum keppni í hvort væri meiri snjór í Annecy eða á Íslandi. Þetta var svona nett Einars frænda-keppni sem ég held að hann hafi unnið því alltaf þegar ég talaði datt hann bara út og hlustaði ekki. Og ef ég minnsti á Ísland á EM starði hann bara út um gluggann. Hann fékk ekkert þjórfé.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).vísir/tomvísir/tom EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira
Hvernig haldið þið að líðan ykkar verði þegar þið gangið út á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne í fyrsta leik liðsins á EM? Þetta er spurning sem allir leikmenn íslenska landsliðsins eru búnir að fá undanfarna mánuði og ekki síst í aðdraganda leiksins gegn Portúgal. Það var erfitt að ímynda sér hvernig strákarnir okkar myndu takast á við þetta verkefni en svarið var það sama og alltaf. Þegar liðið sem kom okkur á mótið var mætt til leiks með sama hugarfar þurfti ekki að spyrja að leikslokum. Að sjálfsögðu náðu þeir úrslitum. Við fjölmiðlamenn sem fylgjum strákunum eftir hefðum betur spurt okkur sjálfa þessarar sömu spurningar. Að sitja upp í rjáfri vallarins þar sem ég var mættur 90 mínútum fyrir leik og fylgjast með stemningunni magnast er eitthvað sem maður mun aldrei gleyma. Að sjá stúkuna verða alltaf meira og meira bláa og heyra svo 8.000 manns syngja Ég er kominn heim... þetta er eitthvað sem orð fá ekki lýst.Sigur í fyrsta leik!vísir/stefánTveggja og hálfs tíma rútuferð heim var ekkert mál fyrir okkur um miðja nótt enda voru allir vel hressir. Við reyndar höfum töluvert minna úthald en strákarnir okkar og eftir eitt stutt bensínstöðvarstopp voru meira og minna allir búnir að loka augunum. Nema einn. Það var einn klettharður og skemmti sjálfum sér alla leiðina. Undirbúningurinn fyrir leikinn var gríðarlegur. Viðtölin, blaðamannafundirnir og leikdagurinn. Allt tók þetta orku og svo spennufallið eftir þennan sögulega leik í Saint-Étienne. Maður trúir varla að nú sé bara sett aftur í fyrsta gír og upp brekkuna skal haldið á ný. Að minnsta kosti fjórum sinnum. Já, við erum að fara í 16 liða úrslitin þannig við getum alveg farið að breyta miðanum okkar heim 23. júní strax. Gærdagurinn var lágstemmdur. Það voru rólegheit á æfingasvæðinu þar við hittum þjálfarana og Theodór Elmar Bjarnason en aðeins þeir sem spiluðu ekkert æfðu í Annecy. Lars Lagerbäck var sallarólegur að vanda en svægið yfir gamla manninum var mikið. Lalli var að vinna með peysuna bundna yfir herðarnar eins og Lacrosse-spilari í bandarískum háskóla.Engin bátsferð enn þá.vísir/tomEftir fínan vinnudag fékk ég góðvin minn Elvar Geir Magnússon á fótbolta.net til að sýna mér bæinn. Loksins hafði ég tíma til að kíkja aðeins niður í miðbæ og skoða þennan svakalega fallega bæ. Miðbær Annecy er alveg magnaður og mikið líf við vatnið. Eina sem ég þrái er að komast út á bát og skoða vatnið en hér virðast allir staðráðnir í að það takist ekki hjá mér. Við misstum af síðasta bát. Horfðum á eftir honum sigla út á vatnið. Við fundum okkur borð og snæddum fína franska pitsu. Hér er ekkert verið að gefa hlutina. Annecy er nokkuð snobbaður bær og verðið á mat og drykk ekkert grín. Túristinn þarf að opna veskið ætli hann sér ekki að svelta. Á röltinu um bæinn snarstoppaði ég við verslun sem hét Trendy Hoes. Ég veit ekki hversu framarlega Frakkinn stendur í kynajafnrétti en sama hversu aftarlega þú ert á merinni í þeim efnum fannst mér ansi gróft að reyna að lokka fólk inn í búð þar sem portkonur ættu að vera með tískuvit. Sem þær eru kannski með. Ég veit ekkert um það.Annecy er svakalega fallegur bær.vísir/tomÞað var ekki fyrr en ég fór að skoða myndirnar og gúglaði þetta aðeins að ég fattaði að þarna vantaði S-ið. Þetta er auðvitað Trendy Shoes eða skór í tísku. Enginn virðist samt vera að stressa sig á að skutla S-inu aftur á skiltið. Hér í bæ er í gangi stærsta teiknimyndahátíð Evrópu, að okkur er sagt. Hún hefur verið hér árlega í 30 ár. Bærinn er því fullur af hipsterum sem mættir eru til að sjá allt það nýjasta í skrípóinu. Leigubílstjórinn sem keyrði okkur heim úr bænum vildi endilega ræða þessa kvikmyndahátíð út og inn á milli þess sem við tókum keppni í hvort væri meiri snjór í Annecy eða á Íslandi. Þetta var svona nett Einars frænda-keppni sem ég held að hann hafi unnið því alltaf þegar ég talaði datt hann bara út og hlustaði ekki. Og ef ég minnsti á Ísland á EM starði hann bara út um gluggann. Hann fékk ekkert þjórfé.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).vísir/tomvísir/tom
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira