Bjarni um Arnar Gunnlaugs: Þurftum fleiri augu og hendur á æfingasvæðinu Ingvi Þór Sæmundsson á Extra-vellinum skrifar 15. júní 2016 22:31 Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, bar sig vel þrátt fyrir 3-1 tap fyrir Fjölni í Grafarvoginum í kvöld. „Við gerðum of mikið af mistökum, nýtum ekki færin okkar og fengum á okkur klaufaleg mörk. Þá eigum við lítið skilið út úr leikjunum,“ sagði Bjarni eftir leik. Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, fór meiddur af velli skömmu eftir að KR-ingar komust yfir og það riðlaði leik Vesturbæinga. „Það var auðvitað ekki gott að missa Indriða út af. En Aron [Bjarki Jósepsson] kom inn á og leysti stöðuna alveg ágætlega. Þetta á ekki að vera nein einasta afsökun fyrir okkur,“ sagði Bjarni sem var sérstaklega ósáttur við þriðja mark Fjölnis. „Í þriðja markinu reynum við að troða boltanum í gegnum ómögulega stöðu í staðinn fyrir að fara aftur fyrir þá eða breitt þar sem þeir voru hátt uppi á vellinum. Þeir vinna boltann og hlaupa upp þegar við erum með bakvörðinn út úr stöðu. Annars fannst mér við ráða ágætlega við þá og þeir áttu ekkert margar sóknir en nýttu sín færi.“ Arnar Gunnlaugsson er nýr meðlimur í þjálfarateymi KR-inga og verður með þeim út tímabilið. En hver er hugsunin á bak við þá ráðningu? „Guðmundur [Benediktsson] er að vinna mikið fyrir Símann akkúrat núna og er mikið úti í Frakklandi þannig að við þurftum bara fleiri augu og hendur á æfingasvæðinu,“ sagði Bjarni sem hefur þrátt fyrir allt trú á því sem KR er að gera en liðið situr í 8. sæti Pepsi-deildarinnar með aðeins níu stig eftir átta leiki. „Við þurfum fyrst og fremst að standa saman og halda áfram að vinna okkur í gegnum erfiðleikana. Það þýðir lítið að vorkenna sér og benda á einhvern annan. Nú þarf hver að líta í eigin barm og við byrjum strax í fyrramálið að reyna að leysa úr þessari flækju,“ sagði þjálfarinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, bar sig vel þrátt fyrir 3-1 tap fyrir Fjölni í Grafarvoginum í kvöld. „Við gerðum of mikið af mistökum, nýtum ekki færin okkar og fengum á okkur klaufaleg mörk. Þá eigum við lítið skilið út úr leikjunum,“ sagði Bjarni eftir leik. Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, fór meiddur af velli skömmu eftir að KR-ingar komust yfir og það riðlaði leik Vesturbæinga. „Það var auðvitað ekki gott að missa Indriða út af. En Aron [Bjarki Jósepsson] kom inn á og leysti stöðuna alveg ágætlega. Þetta á ekki að vera nein einasta afsökun fyrir okkur,“ sagði Bjarni sem var sérstaklega ósáttur við þriðja mark Fjölnis. „Í þriðja markinu reynum við að troða boltanum í gegnum ómögulega stöðu í staðinn fyrir að fara aftur fyrir þá eða breitt þar sem þeir voru hátt uppi á vellinum. Þeir vinna boltann og hlaupa upp þegar við erum með bakvörðinn út úr stöðu. Annars fannst mér við ráða ágætlega við þá og þeir áttu ekkert margar sóknir en nýttu sín færi.“ Arnar Gunnlaugsson er nýr meðlimur í þjálfarateymi KR-inga og verður með þeim út tímabilið. En hver er hugsunin á bak við þá ráðningu? „Guðmundur [Benediktsson] er að vinna mikið fyrir Símann akkúrat núna og er mikið úti í Frakklandi þannig að við þurftum bara fleiri augu og hendur á æfingasvæðinu,“ sagði Bjarni sem hefur þrátt fyrir allt trú á því sem KR er að gera en liðið situr í 8. sæti Pepsi-deildarinnar með aðeins níu stig eftir átta leiki. „Við þurfum fyrst og fremst að standa saman og halda áfram að vinna okkur í gegnum erfiðleikana. Það þýðir lítið að vorkenna sér og benda á einhvern annan. Nú þarf hver að líta í eigin barm og við byrjum strax í fyrramálið að reyna að leysa úr þessari flækju,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira