Einlægni heilans Frosti Logason skrifar 16. júní 2016 07:00 Mannsheilinn hefur lengi verið ókönnuð pláneta. Við erum búin að senda menn á tunglið og rannsaka Mars í bak og fyrir en höfum lítið sem ekkert veitt heilanum athygli. Nema núna á allra síðustu árum og áratug. Og þar hefur ýmislegt komið ljós. Taugavísindi sýna fram á órjúfanleg tengsl þessa margslungna líffæris við það sem við höfum hingað til kallað andlegt líf. Oft hef ég heyrt fullyrðingar á borð við þær að andlegur þroski sé einn mikilvægasti þáttur mannlegrar tilveru. Gott og vel hef ég sagt. Það kann vel að vera. Samt sem áður hef ég aldrei verið algerlega viss um hvað þetta fyrirbæri nákvæmlega er, andlegur þroski. Er hægt að staðsetja mismunandi þjóðþekktar persónur á einhvern andlegan skala? Hvar væri Sigmundur Davíð og hvar yrði Lars Lagerbäck á slíkum skala? Ekki verðar gerðar sérstakar tilraunir til þess að svara því í þessum pistli. En nýverið heyrði ég vitran mann lýsa skoðun sinni á þessum málum. Hann sagði: Að vera andlegur er að vera einlægur. Ég hugsaði þessa fullyrðingu í þaula og reyndi að finna á henni einhver göt. Það er skemmst frá því að segja að það hefur enn ekki tekist. Við sjáum fljótt að enginn verður sérstakur andlegur risi á því að vera óheiðarlegur eða falskur. Heilinn er flókið net af milljörðum taugafrumna. Misjöfn reynsla og upplifanir kveikja á ólíkum taugatengingum sem vekja upp ólíkar tilfinningar. Með öðrum orðum hafa taugafrumur ákveðna mótunarhæfni sem við höfum áhrif á með daglegum gjörðum okkar. Einlægnin örvar ákveðnar frumur og óheiðarleikinn aðrar. Svo er bara spurning: hvaða frumur vilt þú rækta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun
Mannsheilinn hefur lengi verið ókönnuð pláneta. Við erum búin að senda menn á tunglið og rannsaka Mars í bak og fyrir en höfum lítið sem ekkert veitt heilanum athygli. Nema núna á allra síðustu árum og áratug. Og þar hefur ýmislegt komið ljós. Taugavísindi sýna fram á órjúfanleg tengsl þessa margslungna líffæris við það sem við höfum hingað til kallað andlegt líf. Oft hef ég heyrt fullyrðingar á borð við þær að andlegur þroski sé einn mikilvægasti þáttur mannlegrar tilveru. Gott og vel hef ég sagt. Það kann vel að vera. Samt sem áður hef ég aldrei verið algerlega viss um hvað þetta fyrirbæri nákvæmlega er, andlegur þroski. Er hægt að staðsetja mismunandi þjóðþekktar persónur á einhvern andlegan skala? Hvar væri Sigmundur Davíð og hvar yrði Lars Lagerbäck á slíkum skala? Ekki verðar gerðar sérstakar tilraunir til þess að svara því í þessum pistli. En nýverið heyrði ég vitran mann lýsa skoðun sinni á þessum málum. Hann sagði: Að vera andlegur er að vera einlægur. Ég hugsaði þessa fullyrðingu í þaula og reyndi að finna á henni einhver göt. Það er skemmst frá því að segja að það hefur enn ekki tekist. Við sjáum fljótt að enginn verður sérstakur andlegur risi á því að vera óheiðarlegur eða falskur. Heilinn er flókið net af milljörðum taugafrumna. Misjöfn reynsla og upplifanir kveikja á ólíkum taugatengingum sem vekja upp ólíkar tilfinningar. Með öðrum orðum hafa taugafrumur ákveðna mótunarhæfni sem við höfum áhrif á með daglegum gjörðum okkar. Einlægnin örvar ákveðnar frumur og óheiðarleikinn aðrar. Svo er bara spurning: hvaða frumur vilt þú rækta?
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun