Yfirvöld í Frakklandi hafa verið vöruð við mögulegri komu vígamanna Íslamska ríkisins frá Sýrlandi. Vígamenn eru sagðir hafa ferðast í smáum hópum til Evrópu með þeim tilgangi að fremja árásir í Frakklandi og Belgíu. Viðvörunin kemur upprunalega frá leyniþjónustu Belgíu en var dreift til allra lögregluembætta í Frakklandi í dag.
Yfirvöld í Frakklandi fá þó reglulega viðvaranir sem þessar.
Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar liggur ekki fyrir hve margir vígamenn eru sagðir vera á leiðinni né hver skotmörk þeirra eru. Frakkland er þegar á hæsta viðvörunarstigi og hefur verið það fá því í nóvember í fyrra.
Fjölmiðlar í Belgíu segja að vígamennirnir séu sagðir hafa yfirgefið Sýrland fyrir um tíu dögum.
Talsmaður viðbragðsstöðvar Belgíu segir viðbúnaðarstig í Belgíu vera á stigi þrjú af fjórum. Hann neitaði að tjá sig beint um áðurnefndar fregnar og sagði þess í stað að mikið magn upplýsinga hefði borist til Belgíu.
Lögreglan í Frakklandi vöruð við mögulegri komu hryðjuverkamanna
Tengdar fréttir

Íslenskir stuðningsmenn þurfa ekki að óttast um öryggi sitt
Tjörvi Einarsson, íslenskur lögreglufulltrúi í París, fullyrðir að 99 prósent stuðningsmanna séu í Frakklandi til að skemmta sér fallega.

Myrti lögreglumann við heimili hans
Eftir ódæðið ruddist árásarmaðurinn inn á heimili lögreglumannsins og tók þar sambýliskonu hans í gíslingu og barn þeirra.

Hollande segir morðin óneitanlega hryðjuverk
Liðsmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki myrti hjón í París. Hann sat áður inni fyrir að ráða menn í heilagt stríð. Sór samtökunum hollustueið á Facebook. Forseti Frakklands segir hryðjuverkamenn enn ógna.