Umferð hrundi meðan á leik stóð Sveinn Arnarsson skrifar 15. júní 2016 12:00 Fáir voru á ferli í höfuðborginni í gærkveldi meðan á leik Íslands og Portúgal stóð. Íslenska þjóðin sat límd í gærkveldi yfir sjónvarpinu heima í stofu þegar karlalandsliðið okkar í knattspyrnu lék fyrsta leik sinn á lokakeppni stórmóts í Frakklandi. Líklega hefur það ekki farið fram hjá nokkrum einasta manni að liðin sættust á skiptan hlut í leiknum þar sem á níunda þúsund stuðningsmanna Íslands stálu senunni í stúkunni í St. Etienne.Sjá einnig: Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn PortúgölumHér má sjá greinilega að umferðarmagnið hrynur á höfuðborgarsvæðinu meðan á leik stendurUmferðardeild VegagerðarinnarÞegar gærdagurinn er borinn saman við sama vikudag síðustu vikukemur í ljós að fá milli 18:00 og 21:00 minnkar umferð skart í Reykjavík. Þegar skoðaðuð er umferðarteljari Vegagerðiarinnar sem staddur er á Hafnarfjarðarvegi sunnan kópavogslækjar sést fallið greinilega og var umferðin í gærkveldi ekki hálfdrættingur á við umferðina í síðustu viku. Umferðarteljarar Vegagerðarinnar eru nokkuð margir í Reykjavík og segja þeir allir svipaða sögu um umrætt kvöld. Þegar umferðin er borin saman við „venjulegt þriðjudagskvöld“ er greinilegt að leikurinn hefur haft stór áhrif á ferðagleði höfuðborgarbúa. Flestir hafa líkast til haldið sig innan seilingar við sjónvarpstæki og fylgst með leiknum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði einnig á orði hvað umferðin hefði verið lítil meðan á leik stóð og lítið að gera hjá henni í umferðareftirliti. því hafi fáir verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í borginni meðan á leik stóð. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir á Twitter, líkast þó til í gríni en í alvöru, að þeir hafi aðeins þurft að hafa afskipti af einum ökumanni sem reyndist ferðalangur í þokkabót. Einn bíll á ferð í borginni. Reyndist vera ferðamaður frá austurlöndum-fjær. #ennenginnofhratt #emisland— LRH (@logreglan) June 14, 2016 Íslenska landsliðið unni hug og hjörtu Evrópu í gær með því að ná jafntefli gegn ægisterku liði Portúgal. Samvinnan, skipulagið, varnarleikurinn og fórnfýsi leikmanna var umtöluð eftir leik og áttu menn fá orð um dugnað liðsins. Að sama skapi voru menn missáttir með ákvarðanir Cristiano Ronaldo, skærustu stjörnu Portúgala og einn besta knattspyrnumann heims, eftir leikinn þegar hann ákvað að hæðast að leikskipulagi okkar manna og tók ekki í höndina á andstæðingum sínum að leik loknum eins og siður er meðal íþróttamanna. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu gæsahúðarauglýsingu Icelandair um íslenska landsliðið Icelandair, einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, frumsýndi nýja auglýsingu fyrir leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær. 15. júní 2016 11:30 Hörður spáði hárrétt fyrir um úrslit leiksins í gær í kvöldfréttunum „Ég fann þetta bara á mér að Ísland myndi klóra sér í eitt gott stig og vissi ekki mikið meira en það.“ 15. júní 2016 10:15 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira
Fáir voru á ferli í höfuðborginni í gærkveldi meðan á leik Íslands og Portúgal stóð. Íslenska þjóðin sat límd í gærkveldi yfir sjónvarpinu heima í stofu þegar karlalandsliðið okkar í knattspyrnu lék fyrsta leik sinn á lokakeppni stórmóts í Frakklandi. Líklega hefur það ekki farið fram hjá nokkrum einasta manni að liðin sættust á skiptan hlut í leiknum þar sem á níunda þúsund stuðningsmanna Íslands stálu senunni í stúkunni í St. Etienne.Sjá einnig: Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn PortúgölumHér má sjá greinilega að umferðarmagnið hrynur á höfuðborgarsvæðinu meðan á leik stendurUmferðardeild VegagerðarinnarÞegar gærdagurinn er borinn saman við sama vikudag síðustu vikukemur í ljós að fá milli 18:00 og 21:00 minnkar umferð skart í Reykjavík. Þegar skoðaðuð er umferðarteljari Vegagerðiarinnar sem staddur er á Hafnarfjarðarvegi sunnan kópavogslækjar sést fallið greinilega og var umferðin í gærkveldi ekki hálfdrættingur á við umferðina í síðustu viku. Umferðarteljarar Vegagerðarinnar eru nokkuð margir í Reykjavík og segja þeir allir svipaða sögu um umrætt kvöld. Þegar umferðin er borin saman við „venjulegt þriðjudagskvöld“ er greinilegt að leikurinn hefur haft stór áhrif á ferðagleði höfuðborgarbúa. Flestir hafa líkast til haldið sig innan seilingar við sjónvarpstæki og fylgst með leiknum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði einnig á orði hvað umferðin hefði verið lítil meðan á leik stóð og lítið að gera hjá henni í umferðareftirliti. því hafi fáir verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í borginni meðan á leik stóð. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir á Twitter, líkast þó til í gríni en í alvöru, að þeir hafi aðeins þurft að hafa afskipti af einum ökumanni sem reyndist ferðalangur í þokkabót. Einn bíll á ferð í borginni. Reyndist vera ferðamaður frá austurlöndum-fjær. #ennenginnofhratt #emisland— LRH (@logreglan) June 14, 2016 Íslenska landsliðið unni hug og hjörtu Evrópu í gær með því að ná jafntefli gegn ægisterku liði Portúgal. Samvinnan, skipulagið, varnarleikurinn og fórnfýsi leikmanna var umtöluð eftir leik og áttu menn fá orð um dugnað liðsins. Að sama skapi voru menn missáttir með ákvarðanir Cristiano Ronaldo, skærustu stjörnu Portúgala og einn besta knattspyrnumann heims, eftir leikinn þegar hann ákvað að hæðast að leikskipulagi okkar manna og tók ekki í höndina á andstæðingum sínum að leik loknum eins og siður er meðal íþróttamanna.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu gæsahúðarauglýsingu Icelandair um íslenska landsliðið Icelandair, einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, frumsýndi nýja auglýsingu fyrir leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær. 15. júní 2016 11:30 Hörður spáði hárrétt fyrir um úrslit leiksins í gær í kvöldfréttunum „Ég fann þetta bara á mér að Ísland myndi klóra sér í eitt gott stig og vissi ekki mikið meira en það.“ 15. júní 2016 10:15 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira
Sjáðu gæsahúðarauglýsingu Icelandair um íslenska landsliðið Icelandair, einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, frumsýndi nýja auglýsingu fyrir leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær. 15. júní 2016 11:30
Hörður spáði hárrétt fyrir um úrslit leiksins í gær í kvöldfréttunum „Ég fann þetta bara á mér að Ísland myndi klóra sér í eitt gott stig og vissi ekki mikið meira en það.“ 15. júní 2016 10:15