Twitter springur eftir jöfnunarmark Birkis: "Frumburður okkar verður nefndur Birkir“
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Birkir Bjarnason er dáðasti sonur Íslands í augnablikinu.Vísir/Getty
Það var allt vitlaust á Twitter þegar Birkir Bjarnason jafnaði Ísland gegn Portúgal rétt í þessu. Birkir er nú orðinn vinsælasti maður landsins og Birkir verður án efa algengasta nafnið á börnum sem fæðast á þessu ári.