Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. júní 2016 17:30 Birkir Bjarnason jafnaði snemma í síðari hálfleik. Vísir/Vilhelm Ísland byrjaði frábærlega á EM í Frakklandi er liðið náði 1-1 jafntefli í erfiðum leik gegn Portúgal í fyrsta leik sínum í F-riðli. Nani kom Portúgal yfir á 31. mínútu eftir laglega sókn en það lá mikið á íslenska liðinu í fyrri hálfleik, eftir góðar upphafsmínútur. En Birkir Bjarnason skoraði frábært mark á 50. mínútu eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar og skráði nafn sitt þar með á spjöld sögunnar. Það lá áfram mikið á íslenska liðinu í síðari hálfleik og síðustu mínútur leiksins voru afar erfiðar fyrir Íslendinga, hvar svo sem þeir voru. Biðin var óbærileg þegar Cristiano Ronaldo fékk aukaspyrnu á stórhættulegum stað í uppbótartíma. En okkar mönnum tókst að halda þetta út og er Ísland því komið með eitt stig á EM. Eitt frábært stig sem gefur mikla von fyrir framhaldið. Stuðningsmenn íslenska liðsins voru algjörlega frábærir í kvöld og eiga mikið hrós skilið fyrir frammistöðuna á pöllunum. Hún var ekki síðri en frammistaða leikmannanna á vellinum. Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir okkar menn. Eitt af fyrstu verkum Íslands á EM var að fyrirliðinn Aron Einar vann boltann af Cristiano Ronaldo, sem var afar viðeigandi. Nani komst svo á sprett stuttu síðar en það var yfirvegun í aðgerðum Íslands og það leyst af fagmennsku af íslensku vörninni og Hannesi í markinu. Gylfi Þór hefði svo átt að skora þegar Rui Patricio varði tvívegis frá honum á þriðju mínútu. Þetta byrjaði frábærlega. Fyrstu tíu mínúturnar voru heilt yfir góðar en eina færi Portúgals fékk Danilo eftir hornspyrnu er hann skallaði framhjá. Birkir Már gerði sig sekan um mistök og gaf Portúgal horn. Birkir gerði svo önnur mistök er hann átti lélega hreinsun sem endaði með því að Ronaldo átti frábæra sendingu inn á markteig, beint á Nani sem skallaði að marki af stuttu færi. En á einhvern ótrúlegan hátt náði Hannes Þór að bregðast við og verja með fótunum. Hannes átti fleiri góðar aðgerðir og hann hélt Íslandi inni í leiknum á erfiðum kafla þegar Portúgal tók völdin í leiknum, hægt og rólega. Portúgal var mun meira með boltann og þegar við unnum hann fengum við mjög lítinn tíma og áttum í stökustu vandræðum með að finna menn í svæðum. Það kom því fæstum á óvart þegar Nani kom Portúgal yfir. Sóknin var frábær. Hún kom upp hægri kantinn og André Gomes náði að draga Kára Árnason úr stöðu og gefa svo á dauðafrían Nani sem átti ekkert eftir að gera en að afgreiða boltann í netið af stuttu færi. Ísland náði aðeins að ógna eftir þetta með fáeinum hornspyrnum en meira var það ekki. Portúgal leiddi 1-0 í hálfleik og okkar menn voru lánsamir að vera ekki undir með meiri mun þá. Mörk breyta svo miklu og eftir skyndisókn Íslands á 50. mínútu, sem hófst með því að Jón Daði vann boltann, átt Jóhann Berg sendingu frá hægri kantin á dauðafrían Birki Bjarnason á fjærstöng sem var yfirvegunin uppmálið og afgreiddi knöttinn í netið. Ísland hafði jafnað leikinn með þessu sögulega marki - því fyrsta sem A-landslið karla skorar í lokakeppni stórmóts, þessu risastóra sviði knattspyrnunnar. Ísland var næsta korterið eða svo í hálfgerðri nauðvörn. Okkar menn þurftu að verjast mjög afarlega en gerðu allt rétt með Hannes Þór fremstan í flokki. Hann sá allt það sem komst í gegnum vörnina af mikilli festu. Okkar mönnum óx svo ásmegin. Ragnar náði að stöðva Ronaldo við vítateigslínuna og Aron Einar vann svo boltann af honum á mikilvægum tímapunkti. Strákarnir fóru að gera sig líklega. Jón Daði rétt missti af sendingu Birkis frá vinstri kantinum í góðri stöðu og Selfyssingurinn átti svo að fá meira en ekkert þegar Pepe gerði sig sekan um fólskuverk og setti takkana í hann. Nani komst einna næst því að koma Portúgal yfir á 70. mínútu er hann stýrði aukaspyrnu bakvarðarins Guerreiro rétt svo framhjá markinu. Hannes Þór hélt áfram að verja en það gerði Rui Patricio líka. Varamaðurinn Alferð gerði mikið úr erfiðri stöðu og átti frábært skot að marki sem var þó beint á Patricio. Margir Íslendingar sá þann bolta inni. Portúgal sótti mikið og leitaði vel og lengi að sigurmarkinu. En aldrei kom það. Og við tók gríðarlegur fögnuður Íslendinga þegar flautað var til leiksloka. Frábær byrjun okkar manna á EM er staðreynd. Þvílík og önnur eins draumabyrjun.Nani kemur Portúgal í 1-0: Birkir Bjarnason jafnar í 1-1: EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira
Ísland byrjaði frábærlega á EM í Frakklandi er liðið náði 1-1 jafntefli í erfiðum leik gegn Portúgal í fyrsta leik sínum í F-riðli. Nani kom Portúgal yfir á 31. mínútu eftir laglega sókn en það lá mikið á íslenska liðinu í fyrri hálfleik, eftir góðar upphafsmínútur. En Birkir Bjarnason skoraði frábært mark á 50. mínútu eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar og skráði nafn sitt þar með á spjöld sögunnar. Það lá áfram mikið á íslenska liðinu í síðari hálfleik og síðustu mínútur leiksins voru afar erfiðar fyrir Íslendinga, hvar svo sem þeir voru. Biðin var óbærileg þegar Cristiano Ronaldo fékk aukaspyrnu á stórhættulegum stað í uppbótartíma. En okkar mönnum tókst að halda þetta út og er Ísland því komið með eitt stig á EM. Eitt frábært stig sem gefur mikla von fyrir framhaldið. Stuðningsmenn íslenska liðsins voru algjörlega frábærir í kvöld og eiga mikið hrós skilið fyrir frammistöðuna á pöllunum. Hún var ekki síðri en frammistaða leikmannanna á vellinum. Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir okkar menn. Eitt af fyrstu verkum Íslands á EM var að fyrirliðinn Aron Einar vann boltann af Cristiano Ronaldo, sem var afar viðeigandi. Nani komst svo á sprett stuttu síðar en það var yfirvegun í aðgerðum Íslands og það leyst af fagmennsku af íslensku vörninni og Hannesi í markinu. Gylfi Þór hefði svo átt að skora þegar Rui Patricio varði tvívegis frá honum á þriðju mínútu. Þetta byrjaði frábærlega. Fyrstu tíu mínúturnar voru heilt yfir góðar en eina færi Portúgals fékk Danilo eftir hornspyrnu er hann skallaði framhjá. Birkir Már gerði sig sekan um mistök og gaf Portúgal horn. Birkir gerði svo önnur mistök er hann átti lélega hreinsun sem endaði með því að Ronaldo átti frábæra sendingu inn á markteig, beint á Nani sem skallaði að marki af stuttu færi. En á einhvern ótrúlegan hátt náði Hannes Þór að bregðast við og verja með fótunum. Hannes átti fleiri góðar aðgerðir og hann hélt Íslandi inni í leiknum á erfiðum kafla þegar Portúgal tók völdin í leiknum, hægt og rólega. Portúgal var mun meira með boltann og þegar við unnum hann fengum við mjög lítinn tíma og áttum í stökustu vandræðum með að finna menn í svæðum. Það kom því fæstum á óvart þegar Nani kom Portúgal yfir. Sóknin var frábær. Hún kom upp hægri kantinn og André Gomes náði að draga Kára Árnason úr stöðu og gefa svo á dauðafrían Nani sem átti ekkert eftir að gera en að afgreiða boltann í netið af stuttu færi. Ísland náði aðeins að ógna eftir þetta með fáeinum hornspyrnum en meira var það ekki. Portúgal leiddi 1-0 í hálfleik og okkar menn voru lánsamir að vera ekki undir með meiri mun þá. Mörk breyta svo miklu og eftir skyndisókn Íslands á 50. mínútu, sem hófst með því að Jón Daði vann boltann, átt Jóhann Berg sendingu frá hægri kantin á dauðafrían Birki Bjarnason á fjærstöng sem var yfirvegunin uppmálið og afgreiddi knöttinn í netið. Ísland hafði jafnað leikinn með þessu sögulega marki - því fyrsta sem A-landslið karla skorar í lokakeppni stórmóts, þessu risastóra sviði knattspyrnunnar. Ísland var næsta korterið eða svo í hálfgerðri nauðvörn. Okkar menn þurftu að verjast mjög afarlega en gerðu allt rétt með Hannes Þór fremstan í flokki. Hann sá allt það sem komst í gegnum vörnina af mikilli festu. Okkar mönnum óx svo ásmegin. Ragnar náði að stöðva Ronaldo við vítateigslínuna og Aron Einar vann svo boltann af honum á mikilvægum tímapunkti. Strákarnir fóru að gera sig líklega. Jón Daði rétt missti af sendingu Birkis frá vinstri kantinum í góðri stöðu og Selfyssingurinn átti svo að fá meira en ekkert þegar Pepe gerði sig sekan um fólskuverk og setti takkana í hann. Nani komst einna næst því að koma Portúgal yfir á 70. mínútu er hann stýrði aukaspyrnu bakvarðarins Guerreiro rétt svo framhjá markinu. Hannes Þór hélt áfram að verja en það gerði Rui Patricio líka. Varamaðurinn Alferð gerði mikið úr erfiðri stöðu og átti frábært skot að marki sem var þó beint á Patricio. Margir Íslendingar sá þann bolta inni. Portúgal sótti mikið og leitaði vel og lengi að sigurmarkinu. En aldrei kom það. Og við tók gríðarlegur fögnuður Íslendinga þegar flautað var til leiksloka. Frábær byrjun okkar manna á EM er staðreynd. Þvílík og önnur eins draumabyrjun.Nani kemur Portúgal í 1-0: Birkir Bjarnason jafnar í 1-1:
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira