Mercedes Benz GLC Plug-In vetnisbíll á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 14. júní 2016 10:26 Mercedes Benz GLC. Mercedes Benz sprautar óþreytt út nýjum bílgerðum þessa dagana sem undanfarin misseri. Einn áhugaverðast bíll sem Mercedes Benz áformar nú er vetnisútgáfa af GLC jepplingnum sem einnig verður með rafmagnsmótorum til aflaukningar. Þessi bíll á að koma á markað strax á næsta ári. Þessi nýi vetnisbíll verður með um 500 kílómetra drægni og fyrstu 50 kílómetrana getur hann eingöngu farið á rafmagni. Mercedes benz hefur tekist að minnka ummál vetnisbúnaðar bílsins um 30% miðað við vetnisbúnaðinn í B-Class F-CELL bíl Mercedes Benz sem fyrirtækið hefur þróað frá árinu 2010. Það gerir það að verkum að hann kemst fyrir í óbreyttum GLC bíl. Mercedes Benz B-Class F-CELL bílunum hefur verið ekið samtals 12 milljón kílómetra í prufum á þessari nýju tækni og því hefur Mercedes Benz orðið víðtæka reynslu á smíði og þróu vetnisbíla. Það tekur um 3 mínútur að fylla vetnistank GLC vetnisbílsins. Mercedes Benz GLC í vetnisútfærslu mun kosta skildinginn, eða 76.000 dollara. Það er 50% meira en hefðbundinn GLC. Mercedes Benz hefur eytt 335 milljörðum króna á síðustu 15 árum til þróun vetnisbíla og margir spá því að vetnisbílar muni marka næstu stærstu byltingu í þróun bíla í heiminum og Toyota hefur eins og Mercedes Benz veðjað á þróun þeirra. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent
Mercedes Benz sprautar óþreytt út nýjum bílgerðum þessa dagana sem undanfarin misseri. Einn áhugaverðast bíll sem Mercedes Benz áformar nú er vetnisútgáfa af GLC jepplingnum sem einnig verður með rafmagnsmótorum til aflaukningar. Þessi bíll á að koma á markað strax á næsta ári. Þessi nýi vetnisbíll verður með um 500 kílómetra drægni og fyrstu 50 kílómetrana getur hann eingöngu farið á rafmagni. Mercedes benz hefur tekist að minnka ummál vetnisbúnaðar bílsins um 30% miðað við vetnisbúnaðinn í B-Class F-CELL bíl Mercedes Benz sem fyrirtækið hefur þróað frá árinu 2010. Það gerir það að verkum að hann kemst fyrir í óbreyttum GLC bíl. Mercedes Benz B-Class F-CELL bílunum hefur verið ekið samtals 12 milljón kílómetra í prufum á þessari nýju tækni og því hefur Mercedes Benz orðið víðtæka reynslu á smíði og þróu vetnisbíla. Það tekur um 3 mínútur að fylla vetnistank GLC vetnisbílsins. Mercedes Benz GLC í vetnisútfærslu mun kosta skildinginn, eða 76.000 dollara. Það er 50% meira en hefðbundinn GLC. Mercedes Benz hefur eytt 335 milljörðum króna á síðustu 15 árum til þróun vetnisbíla og margir spá því að vetnisbílar muni marka næstu stærstu byltingu í þróun bíla í heiminum og Toyota hefur eins og Mercedes Benz veðjað á þróun þeirra.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent