Ætlar í mark á hundrað ára hjóli Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. júní 2016 09:45 Þröstur í æfingatúr á gamla hjólinu innan skógræktarinnar. Mynd/Edda Sigurdís Oddsdóttir Ég fæ að hjóla með lokasprettinn,“ segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri og á við WOW Cyclothon hjólreiðakeppnina sem fram fer næstu sólarhringa. Hann verður á merkum grip, hjóli sem, Agnar Kofoed-Hansen átti en hann var fyrsti skógræktarstjóri landsins, gegndi embættinu frá 1908 til 1935 og hjólaði mikið um landið í embættiserindum. Þröstur hefur verið skógræktarstjóri frá síðustu áramótum og hefur meðal annars leitt sameiningu Skógræktar ríkisins, Rannsóknastöðvar skógræktarinnar á Mógilsá og fimm skógræktarverkefna sem hafa verið starfrækt hvert í sínum landshluta. Þau eru Héraðsskógar, Suðurlandsskógar, Vesturlandsskógar, Skjólskógar á Vestfjörðum og Norðurlandsskógar. Sameiningin er gerð fyrir atbeina Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra og gengur formlega í gildi 1. júlí. „Ráðherrann ákvað líka að nafn stofnunarinnar skyldi vera Skógræktin svo við þyrftum nú ekki að byrja á að rífast um það,“ segir Þröstur hlæjandi. Hann segir þetta í fyrsta skipti sem starfsfólk Skógræktarinnar tekur þátt í hjólreiðakeppninni stóru og ákveðið hafi verið að tengja það sameiningunni. Liðið er skipað tíu manns af báðum kynjum, er úr öllum deildum sem sameinaðar verða og einum úr ráðuneytinu. Það mun keppa í flokki blandaðra liða. „Þetta er svona hópeflisverkefni. Ég get ekki annað en stutt það, og geri það á minn hátt, með því að hjóla á þessu gamla hjóli síðasta spölinn í mark og það vill svo skemmtilega til að markið er í landi skógræktarinnar að Straumi við Krísuvíkurveg,“ segir Þröstur og kveðst ætla að bera klæðnað í þeim stíl sem hæfi hjólinu. Birtist í Fréttablaðinu Wow Cyclothon Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
Ég fæ að hjóla með lokasprettinn,“ segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri og á við WOW Cyclothon hjólreiðakeppnina sem fram fer næstu sólarhringa. Hann verður á merkum grip, hjóli sem, Agnar Kofoed-Hansen átti en hann var fyrsti skógræktarstjóri landsins, gegndi embættinu frá 1908 til 1935 og hjólaði mikið um landið í embættiserindum. Þröstur hefur verið skógræktarstjóri frá síðustu áramótum og hefur meðal annars leitt sameiningu Skógræktar ríkisins, Rannsóknastöðvar skógræktarinnar á Mógilsá og fimm skógræktarverkefna sem hafa verið starfrækt hvert í sínum landshluta. Þau eru Héraðsskógar, Suðurlandsskógar, Vesturlandsskógar, Skjólskógar á Vestfjörðum og Norðurlandsskógar. Sameiningin er gerð fyrir atbeina Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra og gengur formlega í gildi 1. júlí. „Ráðherrann ákvað líka að nafn stofnunarinnar skyldi vera Skógræktin svo við þyrftum nú ekki að byrja á að rífast um það,“ segir Þröstur hlæjandi. Hann segir þetta í fyrsta skipti sem starfsfólk Skógræktarinnar tekur þátt í hjólreiðakeppninni stóru og ákveðið hafi verið að tengja það sameiningunni. Liðið er skipað tíu manns af báðum kynjum, er úr öllum deildum sem sameinaðar verða og einum úr ráðuneytinu. Það mun keppa í flokki blandaðra liða. „Þetta er svona hópeflisverkefni. Ég get ekki annað en stutt það, og geri það á minn hátt, með því að hjóla á þessu gamla hjóli síðasta spölinn í mark og það vill svo skemmtilega til að markið er í landi skógræktarinnar að Straumi við Krísuvíkurveg,“ segir Þröstur og kveðst ætla að bera klæðnað í þeim stíl sem hæfi hjólinu.
Birtist í Fréttablaðinu Wow Cyclothon Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira