Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2016 16:40 Omar Mateen var 29 ára gamall en hann lést í áhlaupi lögreglu eftir að hafa haldið nokkrum gestum skemmtistaðarins Pulse í gíslingu í þrjá tíma. Vísir/Epa/getty Omar Mateen drap 50 manns og særði 53 á næturklúbbnum Pulse í Orlando í gær. Um er að ræða mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna en næturklúbburinn var vinsæll skemmtistaður hinsegin fólks. Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði í ræðu sem hann hélt í gær að árásin væri bæði hatursglæpur og hryðjuverk. Árásarmaðurinn Omar Mateen var 29 ára gamall. Hann var skotinn til bana inni á Pulse í gær af sérsveitarmönnum sem ruddust inn á staðinn en Mateen hélt fólki í gíslingu inni á staðnum í þrjá klukkutíma. Fyrir tveimur vikum keypti hann sér vopn, löglega, meðal annars Glock-skammbyssu sem hann notaði í árásinni.Fyrrverandi eiginkona telur Mateen hafa verið með geðhvarfasýki Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. Fyrrverandi kona hans, Sitora Yusufiy, er frá Úsbekistan. Hún segir að þau Mateen hafi aðeins verið saman í fjóra mánuði. Það hafi hins vegar tekið langan tíma fyrir skilnaðinn til að ganga í gegn þar sem þau bjuggu á sitthvorum staðnum í Bandaríkjunum. Í viðtali við CNN segir Yusufiy að Mateen hafi í upphafi hjónabands þeirra verið venjulegur eiginmaður en fljótlega hafi hann farið að beita hana ofbeldi. Yusufiy telur að Mateen hafi verið með geðhvarfasýki en hann var þó ekki greindur með geðsjúkdóm. Þá sagði hún jafnframt að hann hafi notað stera. Að sögn Yusufiy var Mateen trúaður en hún efast um að trú hafi haft eitthvað með árásina að gera. Það er í samræmi við það sem faðir Mateen hefur sagt í fjölmiðlum. Hann hefur sagt að sonur sinn hafi orðið mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast úti á götu í Miami.Yfirheyrður tvisvar af FBI Frá árinu 2007 hafði Mateen starfað fyrir öryggisfyrirtækð G4S Secure Solutions en það er eitt stærsta öryggisfyrirtæki í heimi. Á árunum 2013 og 2014 var Mateen yfirheyrður af Bandarísku alríkislögreglunni FBI eftir að hann lýsti yfir samúð með sjálfsmorðssprengjumanni. Samkvæmt fulltrúa frá FBI Ronald Hopper kom hins vegar ekkert út úr yfirheyrslunum og var rannsókninni því ekki haldið áfram. Þrátt fyrir að trú virðist ekki hafa verið meginástæða ódæðisverks Mateen lýsti hann yfir tryggð við hryðjuverkasamtökin ISIS þegar hann ræddi við neyðarlínuna á meðan árásin var enn í gangi. Engar sannanir liggja þó fyrir um það að hryðjuverkasamtökin hafi skipulagt árásina að því er fram kom í máli Obama í ræðu sem hann hélt fyrr í dag. Að sögn Obama virðist þó vera sem Mateen hafi verið innblásinn af hugmyndafræði ýmissa öfgasamtaka á borð við ISIS og al-Quaida. Bandaríkjaforseti varaði þó við því, þar sem ekkert liggur fyrir varðandi ástæður árásarinnar, að draga of miklar ályktanir. Hann sagði það þó alveg ljóst að það væru tengsl á milli hugmyndafræði hryðjuverkasamtaka líkt og ISIS og þess að umbera ekki fjölbreytileikann og kynhneigð fólks. Hinsegin Tengdar fréttir Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15 „Hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim“ Samtökin ´78 hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skemmtistaðnum Pulse í Orlando í gær. 13. júní 2016 15:12 Klökknaði er hún minntist fórnarlambanna í Orlando Adele tileinkaði tónleika sína í Antwerpen í gærkvöldi þeim sem voru á skemmtistaðnum Pulse í Orlando á laugardagskvöldið. 13. júní 2016 14:50 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Omar Mateen drap 50 manns og særði 53 á næturklúbbnum Pulse í Orlando í gær. Um er að ræða mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna en næturklúbburinn var vinsæll skemmtistaður hinsegin fólks. Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði í ræðu sem hann hélt í gær að árásin væri bæði hatursglæpur og hryðjuverk. Árásarmaðurinn Omar Mateen var 29 ára gamall. Hann var skotinn til bana inni á Pulse í gær af sérsveitarmönnum sem ruddust inn á staðinn en Mateen hélt fólki í gíslingu inni á staðnum í þrjá klukkutíma. Fyrir tveimur vikum keypti hann sér vopn, löglega, meðal annars Glock-skammbyssu sem hann notaði í árásinni.Fyrrverandi eiginkona telur Mateen hafa verið með geðhvarfasýki Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. Fyrrverandi kona hans, Sitora Yusufiy, er frá Úsbekistan. Hún segir að þau Mateen hafi aðeins verið saman í fjóra mánuði. Það hafi hins vegar tekið langan tíma fyrir skilnaðinn til að ganga í gegn þar sem þau bjuggu á sitthvorum staðnum í Bandaríkjunum. Í viðtali við CNN segir Yusufiy að Mateen hafi í upphafi hjónabands þeirra verið venjulegur eiginmaður en fljótlega hafi hann farið að beita hana ofbeldi. Yusufiy telur að Mateen hafi verið með geðhvarfasýki en hann var þó ekki greindur með geðsjúkdóm. Þá sagði hún jafnframt að hann hafi notað stera. Að sögn Yusufiy var Mateen trúaður en hún efast um að trú hafi haft eitthvað með árásina að gera. Það er í samræmi við það sem faðir Mateen hefur sagt í fjölmiðlum. Hann hefur sagt að sonur sinn hafi orðið mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast úti á götu í Miami.Yfirheyrður tvisvar af FBI Frá árinu 2007 hafði Mateen starfað fyrir öryggisfyrirtækð G4S Secure Solutions en það er eitt stærsta öryggisfyrirtæki í heimi. Á árunum 2013 og 2014 var Mateen yfirheyrður af Bandarísku alríkislögreglunni FBI eftir að hann lýsti yfir samúð með sjálfsmorðssprengjumanni. Samkvæmt fulltrúa frá FBI Ronald Hopper kom hins vegar ekkert út úr yfirheyrslunum og var rannsókninni því ekki haldið áfram. Þrátt fyrir að trú virðist ekki hafa verið meginástæða ódæðisverks Mateen lýsti hann yfir tryggð við hryðjuverkasamtökin ISIS þegar hann ræddi við neyðarlínuna á meðan árásin var enn í gangi. Engar sannanir liggja þó fyrir um það að hryðjuverkasamtökin hafi skipulagt árásina að því er fram kom í máli Obama í ræðu sem hann hélt fyrr í dag. Að sögn Obama virðist þó vera sem Mateen hafi verið innblásinn af hugmyndafræði ýmissa öfgasamtaka á borð við ISIS og al-Quaida. Bandaríkjaforseti varaði þó við því, þar sem ekkert liggur fyrir varðandi ástæður árásarinnar, að draga of miklar ályktanir. Hann sagði það þó alveg ljóst að það væru tengsl á milli hugmyndafræði hryðjuverkasamtaka líkt og ISIS og þess að umbera ekki fjölbreytileikann og kynhneigð fólks.
Hinsegin Tengdar fréttir Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15 „Hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim“ Samtökin ´78 hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skemmtistaðnum Pulse í Orlando í gær. 13. júní 2016 15:12 Klökknaði er hún minntist fórnarlambanna í Orlando Adele tileinkaði tónleika sína í Antwerpen í gærkvöldi þeim sem voru á skemmtistaðnum Pulse í Orlando á laugardagskvöldið. 13. júní 2016 14:50 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15
„Hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim“ Samtökin ´78 hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skemmtistaðnum Pulse í Orlando í gær. 13. júní 2016 15:12
Klökknaði er hún minntist fórnarlambanna í Orlando Adele tileinkaði tónleika sína í Antwerpen í gærkvöldi þeim sem voru á skemmtistaðnum Pulse í Orlando á laugardagskvöldið. 13. júní 2016 14:50