Á fundinum munu íslenskir og portúgalskir blaðamenn spyrja þessa fjóra fræknu um stöðu mála fyrir leikinn sem hefst eftir rúman sólarhring. Portúgalar ætla sér stóra hluti á mótinu en okkar menn eru ekki komnir til að skemmta sér.
Útsendingin hefst klukkan 13:45 að íslenskum tíma og verður aðgengileg í spilaranum hér að ofan. Að neðan má sjá beina textalýsingu frá blaðamanni Vísis á Twitter.
Uppfært: Fundinum er nú lokið en hægt er að horfa á upptöku af honum í spilaranum hér fyrir ofan.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).