Sjálfsmark Íra færði Svíum stig | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2016 11:20 Svíar fagna hér jöfnunarmarkinu. Vísir/Getty Írland og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi en þetta var fyrsti leikurinn í E-riðlinum. Belgar og Ítalir, hin liðin í riðlinum, spila seinna í kvöld. Írar komust sanngjarnt yfir í upphafi seinni hálfleiksins eftir að hafa verið mun betra liðið í þeim fyrri en Svíar vöknuðu eftir það mark og tókst að jafna tuttugu mínútum fyrir leikslok. Sænska liðið fékk þó góða hjálp því Írar urðu fyrir því óláni að senda boltann í eigið net. Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic náði ekki að skora í leiknum en hann lagði upp jöfnunarmarkið.Það er hægt að sjá bæði mörkin í leiknum hér fyrir neðan. Írarnir voru mun betri í fyrri hálfleiknum og óheppnir að vera ekki yfir í hálfleik á móti kraftlitlum Svíum. Jeff Hendrick komst næst því að skora þegar hann átti þrumuskot í slána á 32. mínútu leiksins. Jeff Hendrick átti einnig færi í upphafi leiksins þegar Andreas Isaksson varði vel frá honum í horn. Skömmu fyrir sláarskotið átti Robbie Brady líka gott skot rétt yfir markið. Markið leit ekki dagsins ljós í fyrri hálfleiknum en það var ekki mikið liðið af seinni hálfleiknum þegar boltinn lá í marki Svía. Wes Hoolahan skoraði markið á 48. mínútu með góðu viðstöðulausu skoti úr teignum eftir frábæran undirbúning frá Seamus Coleman. Algjörlega óverjandi. Svíarnir tóku mikinn kipp eftir markið og fengu algjört dauðafæri tveimur mínútum eftir markið. Tvö færi í röð eftir hornspyrnu en Írar sluppu með skrekkinn. Zlatan Ibrahimovic fékk líka sitt fyrsta alvöru færi eftir klukkutíma leik en skot hans fór framhjá. Hann var hinsvegar ekki búinn að segja sitt síðasta orð. Zlatan Ibrahimovic átti mikinn þátt í jöfnunarmarkinu á 71. mínútu. Hann átti þá fyrirgjöf fyrir markið og Ciaran Clark varð fyrir því að skora í eigið mark. Fleiri mörk voru ekki skoruð og liðin sættust á skiptan hlut. Svíar mæta Ítölum næst en Írar spila við Belga.Wes Hoolahan kemur Írum í 1-0. MARK! Glæislegt mark hjá Hoolahan! Meira að segja Zlatan klappar.1-0 fyrir Írlandi.#SWE #IRL #EMÍsland pic.twitter.com/KLUbMnTX2D— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Svíar jafna metin Zlatan.Sjálfsmark. En samt Zlatan. 1-1.#SWE #IRL #EMÍsland pic.twitter.com/4S15aFE0sk— Síminn (@siminn) June 13, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Sjá meira
Írland og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi en þetta var fyrsti leikurinn í E-riðlinum. Belgar og Ítalir, hin liðin í riðlinum, spila seinna í kvöld. Írar komust sanngjarnt yfir í upphafi seinni hálfleiksins eftir að hafa verið mun betra liðið í þeim fyrri en Svíar vöknuðu eftir það mark og tókst að jafna tuttugu mínútum fyrir leikslok. Sænska liðið fékk þó góða hjálp því Írar urðu fyrir því óláni að senda boltann í eigið net. Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic náði ekki að skora í leiknum en hann lagði upp jöfnunarmarkið.Það er hægt að sjá bæði mörkin í leiknum hér fyrir neðan. Írarnir voru mun betri í fyrri hálfleiknum og óheppnir að vera ekki yfir í hálfleik á móti kraftlitlum Svíum. Jeff Hendrick komst næst því að skora þegar hann átti þrumuskot í slána á 32. mínútu leiksins. Jeff Hendrick átti einnig færi í upphafi leiksins þegar Andreas Isaksson varði vel frá honum í horn. Skömmu fyrir sláarskotið átti Robbie Brady líka gott skot rétt yfir markið. Markið leit ekki dagsins ljós í fyrri hálfleiknum en það var ekki mikið liðið af seinni hálfleiknum þegar boltinn lá í marki Svía. Wes Hoolahan skoraði markið á 48. mínútu með góðu viðstöðulausu skoti úr teignum eftir frábæran undirbúning frá Seamus Coleman. Algjörlega óverjandi. Svíarnir tóku mikinn kipp eftir markið og fengu algjört dauðafæri tveimur mínútum eftir markið. Tvö færi í röð eftir hornspyrnu en Írar sluppu með skrekkinn. Zlatan Ibrahimovic fékk líka sitt fyrsta alvöru færi eftir klukkutíma leik en skot hans fór framhjá. Hann var hinsvegar ekki búinn að segja sitt síðasta orð. Zlatan Ibrahimovic átti mikinn þátt í jöfnunarmarkinu á 71. mínútu. Hann átti þá fyrirgjöf fyrir markið og Ciaran Clark varð fyrir því að skora í eigið mark. Fleiri mörk voru ekki skoruð og liðin sættust á skiptan hlut. Svíar mæta Ítölum næst en Írar spila við Belga.Wes Hoolahan kemur Írum í 1-0. MARK! Glæislegt mark hjá Hoolahan! Meira að segja Zlatan klappar.1-0 fyrir Írlandi.#SWE #IRL #EMÍsland pic.twitter.com/KLUbMnTX2D— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Svíar jafna metin Zlatan.Sjálfsmark. En samt Zlatan. 1-1.#SWE #IRL #EMÍsland pic.twitter.com/4S15aFE0sk— Síminn (@siminn) June 13, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Sjá meira