Sænskur blaðamaður um Lars: „Við vorum orðnir gráðugir“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2016 10:30 „Lars hefur líklega aldrei verið jafndáður og lofaður í Svíþjóð og nú. Allir átta sig á því núna hve góður hann var,“ segir Robert Börjesson. Vísir/Vilhelm Sænska pressan var hætt að láta sér nægja að komast á stórmót. Krafan var orðin að vinna titla. Það var óraunhæf krafa segir sænskur blaðamaður. Samskipti íslenskra blaðamanna við Lars Lagerbäck hefur verið afar gott en sjálfur hefur hann kvartað yfir sænsku pressunni og þeirra samskiptum á árum áður. Robert Börjesson, íþróttafréttamaður hjá Expressen, segir að Lars hafi verið orðinn pirraður á sænsku fréttamönnunum.Krafa um titil „Við vorum oðrnir nokkuð gráðugir. Við komumst á hvert stórmótið á fætur öðru en gleymdum að við erum lítil þjóð,“ segir Börjesson og talar tölfræðin sínu máli. Svíar fóru á EM 2000, 2004 og 2008 og sömuleiðis á HM 2002 og 2006. Svíar komust ekki upp úr riðlinum á EM í Austurríki og Sviss 2008 sem voru vonbrigði. „Við vorum farin að taka því sem sjálfsögðum hlut að komast á stórmót. Okkur fannst vera kominn tími á að vinna titla í staðinn fyrir að vera ánægð með að komast í keppnina,“ segir Börjesson og rifjar upp mótið í Austurríki og Sviss. Þar töpuðu Svíar 2-0 gegn Rússum í lokaleik riðilsins og voru úr leik. Blaðamenn biðu Lagerbäck á flugvellinum og spurðu ásakandi: „Ætlarðu að segja af þér Lars?“Aldrei jafndáður og nú Lars framlengdi hins vegar samninginn og kláraði undankeppni HM 2010 þar sem farið var að anda köldu á milli fréttamanna og hans. Svíar voru hársbreidd frá því að komast í lokakeppnina en tap gegn Dönum í næstsíðustu umferðinni þýddi að möguleikinn var úr sögunni. Börjesson segir að nú, sjö árum síðar, sé staðan allt önnur. „Lars hefur líklega aldrei verið jafndáður og lofaður í Svíþjóð og nú. Allir átta sig á því núna hve góður hann var.“ Erik Hamrén tók við liðinu af Lars og lofaði sókndjörfum og skapandi bolta. Hann hafi hins vegar gleymt því að Svíar eru ekki sókndjarfir og skapandi heldur skipulagðir. „Við vorum kramdir,“ segir Börjesson og rifjar upp 4-1 tap gegn Hollendingum í undankeppni EM 2012. Þar hafi Svíar reynt að fella Hollendinga á eigin bragði en það hafi sannarlega klikkað. Smátt og smátt hafi Hamrén áttað sig á þessu og Svíþjóð smám saman orðið að Lagerbäck liði aftur, eins og Börjesson kemst að orði.Halda með Íslandi Svíar lögðu Dani í umspili um sæti á EM í Frakklandi. Börjesson fullyrðir að þeir hefðu aldrei unnið sigur hefði uppleggið ekki verið úr smiðju Lars. „Ég veit að margir Íslendingar velta fyrir sér hvers vegna við leyfðum honum að fara. Margir Svíar hugsa eins í dag,“ segir Börjesson en þakkar fyrir að Hamrén vinni eftir svipaðri hugmyndafræði í dag. Að hans sögn halda Svíar mikið með Íslandi, það sé klárlega þeirra b-lið. „Ekki bara útaf Lars heldur eru margir Svíar hrifnir af íslenska liðinu. Þið eruð svo lítið land, Leicester Evrópumótsins, en með marga frábæra leikmenn eins og Gylfa Þór Sigurðsosn. Kynslóðin sem fór á EM 21 árs liða sumarið 2011 hafi verið frábært og gaman sé að fylgjast með þróuninni. „Þegar Lars fer munum við áfram halda með Íslandi.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira
Sænska pressan var hætt að láta sér nægja að komast á stórmót. Krafan var orðin að vinna titla. Það var óraunhæf krafa segir sænskur blaðamaður. Samskipti íslenskra blaðamanna við Lars Lagerbäck hefur verið afar gott en sjálfur hefur hann kvartað yfir sænsku pressunni og þeirra samskiptum á árum áður. Robert Börjesson, íþróttafréttamaður hjá Expressen, segir að Lars hafi verið orðinn pirraður á sænsku fréttamönnunum.Krafa um titil „Við vorum oðrnir nokkuð gráðugir. Við komumst á hvert stórmótið á fætur öðru en gleymdum að við erum lítil þjóð,“ segir Börjesson og talar tölfræðin sínu máli. Svíar fóru á EM 2000, 2004 og 2008 og sömuleiðis á HM 2002 og 2006. Svíar komust ekki upp úr riðlinum á EM í Austurríki og Sviss 2008 sem voru vonbrigði. „Við vorum farin að taka því sem sjálfsögðum hlut að komast á stórmót. Okkur fannst vera kominn tími á að vinna titla í staðinn fyrir að vera ánægð með að komast í keppnina,“ segir Börjesson og rifjar upp mótið í Austurríki og Sviss. Þar töpuðu Svíar 2-0 gegn Rússum í lokaleik riðilsins og voru úr leik. Blaðamenn biðu Lagerbäck á flugvellinum og spurðu ásakandi: „Ætlarðu að segja af þér Lars?“Aldrei jafndáður og nú Lars framlengdi hins vegar samninginn og kláraði undankeppni HM 2010 þar sem farið var að anda köldu á milli fréttamanna og hans. Svíar voru hársbreidd frá því að komast í lokakeppnina en tap gegn Dönum í næstsíðustu umferðinni þýddi að möguleikinn var úr sögunni. Börjesson segir að nú, sjö árum síðar, sé staðan allt önnur. „Lars hefur líklega aldrei verið jafndáður og lofaður í Svíþjóð og nú. Allir átta sig á því núna hve góður hann var.“ Erik Hamrén tók við liðinu af Lars og lofaði sókndjörfum og skapandi bolta. Hann hafi hins vegar gleymt því að Svíar eru ekki sókndjarfir og skapandi heldur skipulagðir. „Við vorum kramdir,“ segir Börjesson og rifjar upp 4-1 tap gegn Hollendingum í undankeppni EM 2012. Þar hafi Svíar reynt að fella Hollendinga á eigin bragði en það hafi sannarlega klikkað. Smátt og smátt hafi Hamrén áttað sig á þessu og Svíþjóð smám saman orðið að Lagerbäck liði aftur, eins og Börjesson kemst að orði.Halda með Íslandi Svíar lögðu Dani í umspili um sæti á EM í Frakklandi. Börjesson fullyrðir að þeir hefðu aldrei unnið sigur hefði uppleggið ekki verið úr smiðju Lars. „Ég veit að margir Íslendingar velta fyrir sér hvers vegna við leyfðum honum að fara. Margir Svíar hugsa eins í dag,“ segir Börjesson en þakkar fyrir að Hamrén vinni eftir svipaðri hugmyndafræði í dag. Að hans sögn halda Svíar mikið með Íslandi, það sé klárlega þeirra b-lið. „Ekki bara útaf Lars heldur eru margir Svíar hrifnir af íslenska liðinu. Þið eruð svo lítið land, Leicester Evrópumótsins, en með marga frábæra leikmenn eins og Gylfa Þór Sigurðsosn. Kynslóðin sem fór á EM 21 árs liða sumarið 2011 hafi verið frábært og gaman sé að fylgjast með þróuninni. „Þegar Lars fer munum við áfram halda með Íslandi.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira