Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 13:00 Aron Einar Gunnarsson í viðtali á liðshóteli strákanna. vísir/vilhelm liði Portúgal. Strákarnir okkar hefja leik á EM í kvöld þegar þeir mæta Cristiano Ronaldo og félögum á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne. Íslenska liðið mætir vel undirbúið til leiks en Lars og Heimir hafa leikgreint mótherjanna ýtarlega ásamt Ólafi Kristjánssyni sem er búinn að njósna um Portúgalana í nokkra mánuði. „Við erum búnir að fara vel yfir þá. Þeir eru virkilega fljótir fram á við og nýta sér skyndisóknir ef boltinn tapast hjá mótherjanum. Svo hafa þeir þessa bónuskarla í liðinu sínu og geta haldið bolta vel,“ segir Aron Einar við Vísi. „Hvort þeir komi til með að mæta okkur framarlega á vellinum veit ég ekki alveg. Þeir eru að mæta öðruvísi landsliði. Við erum með tvo frammi og þeir eru ekki vanir því. Það verður vonandi erfitt fyrir þá að ráða við. En þeir hafa pottþétt leikgreint okkur í tætlur líka.“Aron Einar Gunnarsson í meðhöndlun á æfingu.vísir/epaÞurfum að glíma við föstu leikatriðin Portúgalska liðið er virkilega gott og rústaði sínum riðli í undankeppninni þar sem það vann sjö leiki og tapaði aðeins einum. Að margra mati hefur Portúgal ekki verið með sterkara lið í mörg ár. „Ég veit ekki hvort fólk geri sér grein fyrir því að það er ekki bara Ronaldo sem er góður þarna. Þarna eru ungir strákar eins og Renato Sanches sem eru virkilega góðir í fótbolta,“ segir Aron Einar. „Það býst enginn við því að við fáum eitthvað úr þessum leik. Það spilar bara upp í okkar hendur. Við höfum komið á óvart áður og vonandi höldum við því áfram." Aron segir að íslenska liðið þurfi að ná upp sínum besta leik og spila eins og það gerði í undankeppninni. Föstu leikatriðin verða lykill á Stade Geoffroy-Guichard í kvöld. "Ég held að þeir komi ekki til með að nenna neitt sérstaklega að verjst okkur í föstum leikatriðum en þeir þurfa að glíma við það. Það er alveg klárt,“ segir fyrirliðinn. „Við þurfum bara að spila okkar leik og vera þéttir. Það hefur vantað aðeins upp á það í æfingaleikjunum en ég hef fulla trú á því að við náum því aftur í gang,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira
liði Portúgal. Strákarnir okkar hefja leik á EM í kvöld þegar þeir mæta Cristiano Ronaldo og félögum á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne. Íslenska liðið mætir vel undirbúið til leiks en Lars og Heimir hafa leikgreint mótherjanna ýtarlega ásamt Ólafi Kristjánssyni sem er búinn að njósna um Portúgalana í nokkra mánuði. „Við erum búnir að fara vel yfir þá. Þeir eru virkilega fljótir fram á við og nýta sér skyndisóknir ef boltinn tapast hjá mótherjanum. Svo hafa þeir þessa bónuskarla í liðinu sínu og geta haldið bolta vel,“ segir Aron Einar við Vísi. „Hvort þeir komi til með að mæta okkur framarlega á vellinum veit ég ekki alveg. Þeir eru að mæta öðruvísi landsliði. Við erum með tvo frammi og þeir eru ekki vanir því. Það verður vonandi erfitt fyrir þá að ráða við. En þeir hafa pottþétt leikgreint okkur í tætlur líka.“Aron Einar Gunnarsson í meðhöndlun á æfingu.vísir/epaÞurfum að glíma við föstu leikatriðin Portúgalska liðið er virkilega gott og rústaði sínum riðli í undankeppninni þar sem það vann sjö leiki og tapaði aðeins einum. Að margra mati hefur Portúgal ekki verið með sterkara lið í mörg ár. „Ég veit ekki hvort fólk geri sér grein fyrir því að það er ekki bara Ronaldo sem er góður þarna. Þarna eru ungir strákar eins og Renato Sanches sem eru virkilega góðir í fótbolta,“ segir Aron Einar. „Það býst enginn við því að við fáum eitthvað úr þessum leik. Það spilar bara upp í okkar hendur. Við höfum komið á óvart áður og vonandi höldum við því áfram." Aron segir að íslenska liðið þurfi að ná upp sínum besta leik og spila eins og það gerði í undankeppninni. Föstu leikatriðin verða lykill á Stade Geoffroy-Guichard í kvöld. "Ég held að þeir komi ekki til með að nenna neitt sérstaklega að verjst okkur í föstum leikatriðum en þeir þurfa að glíma við það. Það er alveg klárt,“ segir fyrirliðinn. „Við þurfum bara að spila okkar leik og vera þéttir. Það hefur vantað aðeins upp á það í æfingaleikjunum en ég hef fulla trú á því að við náum því aftur í gang,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira
Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00
Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00
Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00