EM í dag er daglegur þáttur fréttateymis 365 frá Evrópumótinu í fótbolta sem kemur inn á Vísi klukkan níu alla morgna frá og með deginum í dag.
Þar fara blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis yfir það helsta sem er að gerast á mótinu, hvað er að frétta af strákunum okkar og gefa Íslendingum heima smá innsýn inn í lífið á Evrópumótinu og borgunum sem strákarnir okkar heimsækja.
Í þessum fyrsta þætti ræða þeir Kolbeinn Tumi Daðason og Tómas Þór Þórðarson um hótelið sem fjölmiðlamennirnir gista á, hótelhittinginn hjá strákunum okkar í glæsivillunni þeirra í gær og ensku og rússnesku bullurnar í Marseille sem eru nú þegar búnir að setja svartan blett á Evrópumótið.
Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille
Tengdar fréttir

EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán
Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum.

Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy
Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína.

Alfreð: Höfum talað um U-21 mótið í Danmörku
Margir úr íslenska landsliðinu muna vel eftir fyrsta leiknum á EM U-21 mótinu í Danmörku.