Hodgson: Líður eins og við höfum tapað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2016 21:39 England hefur aðeins unnið tvo af átta leikjum sínum undir stjórn Hodgson á stórmótum. vísir/getty Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, var að vonum svekktur að hafa ekki náð sigri gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á EM í Frakklandi í kvöld. Enska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og komst yfir með marki Erics Dier á 73. mínútu. En Vasili Berezutski, fyrirliði Rússa, jafnaði metin þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og þar við sat. „Það er alltaf svekkjandi þegar þú færð á þig mark þegar mínúta er eftir af leiknum,“ sagði Hodgson í samtali við BBC eftir leikinn. „Ef frá eru taldar fyrstu 15 mínútur seinni hálfleiks vorum við með fulla stjórn á leiknum. Ég hefði verið ánægður með 1-0 sigur en þeir jöfnuðu undir lokin.“ Hodgson varði þá ákvörðun sína að taka Wayne Rooney, fyrirliða Englands, af velli þegar 12 mínútur voru til leiksloka. „Við skiptum Rooney, sem var farinn að þreytast, út fyrir Jack Wilshere. Það breytti ekki miklu í okkar leik. Við tókum Raheem Sterling, sem átti marga langa spretti, líka út af fyrir James Milner. Hugsunin með þeirri skiptingu var að þétta liðið og hjálpa okkur að verjast föstum leikatriðum. Það virkaði ekki,“ sagði Hodgson sem ítrekaði hversu mikil vonbrigði úrslitin væru. „Mér fannst við spila nánast eins vel og við mögulega gátum í fyrri hálfleik. Svo náðum við okkur aftur á strik eftir erfiða byrjun á seinni hálfleik og vorum óheppnir að bæta ekki við marki. „Mér líður eins og við höfum tapað því við vorum nánast byrjaðir að fagna sigri,“ sagði landsliðsþjálfarinn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, var að vonum svekktur að hafa ekki náð sigri gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á EM í Frakklandi í kvöld. Enska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og komst yfir með marki Erics Dier á 73. mínútu. En Vasili Berezutski, fyrirliði Rússa, jafnaði metin þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og þar við sat. „Það er alltaf svekkjandi þegar þú færð á þig mark þegar mínúta er eftir af leiknum,“ sagði Hodgson í samtali við BBC eftir leikinn. „Ef frá eru taldar fyrstu 15 mínútur seinni hálfleiks vorum við með fulla stjórn á leiknum. Ég hefði verið ánægður með 1-0 sigur en þeir jöfnuðu undir lokin.“ Hodgson varði þá ákvörðun sína að taka Wayne Rooney, fyrirliða Englands, af velli þegar 12 mínútur voru til leiksloka. „Við skiptum Rooney, sem var farinn að þreytast, út fyrir Jack Wilshere. Það breytti ekki miklu í okkar leik. Við tókum Raheem Sterling, sem átti marga langa spretti, líka út af fyrir James Milner. Hugsunin með þeirri skiptingu var að þétta liðið og hjálpa okkur að verjast föstum leikatriðum. Það virkaði ekki,“ sagði Hodgson sem ítrekaði hversu mikil vonbrigði úrslitin væru. „Mér fannst við spila nánast eins vel og við mögulega gátum í fyrri hálfleik. Svo náðum við okkur aftur á strik eftir erfiða byrjun á seinni hálfleik og vorum óheppnir að bæta ekki við marki. „Mér líður eins og við höfum tapað því við vorum nánast byrjaðir að fagna sigri,“ sagði landsliðsþjálfarinn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira