Frakkar komust yfir í leiknum en Rúmenar jöfnuðu úr vítaspyrnu á 65. mínútu. Þegar allt virtist stefna í jafntefli í fyrsta leik mótsins skoraði Payet þetta ótrúlega mark.
Payet lagði einnig upp fyrsta markið í leiknum fyrir Oliver Giroud og önnur sjö færi fyrir félaga sína en hann var besti maður vallarins.
Payet sló í gegn með West Ham í ensku úrvalsdeildinni í vetur og skoraði meðal annars eftirminnilegt mark í bikarnum gegn Manchester United. Mark mótsins gæti verið komið nú þegar.
Mörkin þrjú í réttri röð má sjá hér að neðan.
MARK! Olivier Giroud!
— Síminn (@siminn) June 10, 2016
Eða eins og @GummiBen mundi orða það: '#$@&%*!“
1-0 fyrir Frakklandi!#EMÍsland #FRA #ROU pic.twitter.com/3ORfnT6Ru8
Víti! 1-1!#FRA #ROU #EMÍSLAND pic.twitter.com/Gm2XIgVSzC
— Síminn (@siminn) June 10, 2016
'Mark mótsins er bara komið!“ - @GummiBen
— Síminn (@siminn) June 10, 2016
Dimitri Payet með ótrúlegt mark á 89. mínútu. 2-1#FRA #ROU #EMÍSLAND pic.twitter.com/vxTVtoBNGI