Leynisýning íslenskra hönnuða Ritstjórn skrifar 10. júní 2016 16:00 Mynd/Aníta Eldjárn Fatamerkin Rey, Ási Már, Skaparinn og Another Creation tóku sig saman á dögunum og frumsýndu haust- og vetrarlínur en merkin eiga það sameiginlegt að vera til sölu í tískubúðinni P3 á Skálholtsstíg. Sýningin fór fram í Safnahúsinu við Hverfisgötu og var fullt hús af spenntum tískuunnendum sem komu til að sjá haust-og vetrarfatnaðinn þrátt fyrir sumarsólina utandyra. Snyrtivörumerkið Mac sá um förðunina á sýningunni og fyrirsæturnar komu frá Eskimo. Hér er brot af því sem koma skal hjá merkjunum en myndirnar tók Aníta Eldjárn. Another Creation hennar Ýr Þrastardóttur bauð upp á fjölbreytta línu þar sem falleg efni nutu sín. Fatahönnuðurinn Ási Már sýndi línu fyrir bæði kynin, þar sem mátti sjá leður, gegnsæ efni og svo blómamynstur. Útvíðar skálmar, buxnadragtir og fallegar yfirhafnir var það sem Rebekka Jónsdóttir hjá REY ætlar að bjóða upp á í haust. Falleg snið og skemmtilegt efna- og litaval hjá Skaparanum fyrir næsta vetur. Glamour Tíska Mest lesið Chelsea Manning á forsíðu The New York Times Magazine Glamour 10 atriði sem koma þér á óvart þegar þú eignast börn Glamour Gigi Hadid valin fyrirsæta ársins Glamour Zoolander og Hansel gerast gínur Glamour Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour Louis Vuitton frumsýnir samstarfið við Supreme Glamour Svart og hvítt á rauðum dregli Glamour Golden Globes 2016: Bestu augnablikin Glamour Húðflúraður fyrirliði sem gefst aldrei upp Glamour Gucci Bloom - fyrsti ilmur Alessandro Michele Glamour
Fatamerkin Rey, Ási Már, Skaparinn og Another Creation tóku sig saman á dögunum og frumsýndu haust- og vetrarlínur en merkin eiga það sameiginlegt að vera til sölu í tískubúðinni P3 á Skálholtsstíg. Sýningin fór fram í Safnahúsinu við Hverfisgötu og var fullt hús af spenntum tískuunnendum sem komu til að sjá haust-og vetrarfatnaðinn þrátt fyrir sumarsólina utandyra. Snyrtivörumerkið Mac sá um förðunina á sýningunni og fyrirsæturnar komu frá Eskimo. Hér er brot af því sem koma skal hjá merkjunum en myndirnar tók Aníta Eldjárn. Another Creation hennar Ýr Þrastardóttur bauð upp á fjölbreytta línu þar sem falleg efni nutu sín. Fatahönnuðurinn Ási Már sýndi línu fyrir bæði kynin, þar sem mátti sjá leður, gegnsæ efni og svo blómamynstur. Útvíðar skálmar, buxnadragtir og fallegar yfirhafnir var það sem Rebekka Jónsdóttir hjá REY ætlar að bjóða upp á í haust. Falleg snið og skemmtilegt efna- og litaval hjá Skaparanum fyrir næsta vetur.
Glamour Tíska Mest lesið Chelsea Manning á forsíðu The New York Times Magazine Glamour 10 atriði sem koma þér á óvart þegar þú eignast börn Glamour Gigi Hadid valin fyrirsæta ársins Glamour Zoolander og Hansel gerast gínur Glamour Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour Louis Vuitton frumsýnir samstarfið við Supreme Glamour Svart og hvítt á rauðum dregli Glamour Golden Globes 2016: Bestu augnablikin Glamour Húðflúraður fyrirliði sem gefst aldrei upp Glamour Gucci Bloom - fyrsti ilmur Alessandro Michele Glamour