Svona fjölgum við fólki Pawel Bartoszek skrifar 11. júní 2016 07:00 Það fæðast færri börn. Sumir hafa af því áhyggjur. En ástæður minnkandi fæðingartíðni eru þekktar. Til að snúa þróuninni við þarf að tækla þær ástæður. Ástæða 1: Lífeyriskerfi. Fólk eignast ekki lengur tylft barna því það getur treyst á annars konar öryggisnet í elli. Lausn: Hætta öllum stuðningi við eldra fólk. Lífeyrissjóðina þarf að leysa upp og þjóðnýta. Hirða þarf sparifé af fólki með handahófskenndum gengisfellingum. Ef fólk eignast eigið húsnæði þarf ríkið að finna leiðir til að taka það til sín. Þetta mun kenna fólki. Ástæða 2: Menntun. Þekkt er að menntun, sérstaklega menntun kvenna, dregur úr fólksfjölgun. Fólk sem hyggur á eigin frama mun hafa minni tíma til að eignast börn. Lausn: Það þarf að fækka menntuðu fólki og fækka störfum fyrir menntað fólk. Setja kvóta inn í háskólanám og finna leiðir til að letja konur til að mennta sig. Ástæða 3: Sjónvarp og internet. Tilkoma sjónvarps gerði meira til að hægja á fólksfjölgun en nokkur opinber aðgerð. Það sést best á því að Íslendingar fjölguðu sér meira en aðrir V-Evrópubúar, því við höfðum svo lélegt sjónvarp. Netið hefur auðvitað sömu áhrif. Lausn: Banna sjónvarpsútsendingar á sumrin og á fimmtudögum. Skrúfa fyrir netið á sama tíma. Minna nethangs = meira kynlíf = fleiri börn. Eða ekki. Þeir hvatar sem ráða því hvort fólk eignast börn eru of sterkir til að einhverjar smávægilegar opinberar aðgerðir breyti nokkru þar um. Við þurfum að sætta okkur við þetta. Hægari fólksfjölgun er einfaldlega óhjákvæmileg afleiðing aukinnar velmegunar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Það fæðast færri börn. Sumir hafa af því áhyggjur. En ástæður minnkandi fæðingartíðni eru þekktar. Til að snúa þróuninni við þarf að tækla þær ástæður. Ástæða 1: Lífeyriskerfi. Fólk eignast ekki lengur tylft barna því það getur treyst á annars konar öryggisnet í elli. Lausn: Hætta öllum stuðningi við eldra fólk. Lífeyrissjóðina þarf að leysa upp og þjóðnýta. Hirða þarf sparifé af fólki með handahófskenndum gengisfellingum. Ef fólk eignast eigið húsnæði þarf ríkið að finna leiðir til að taka það til sín. Þetta mun kenna fólki. Ástæða 2: Menntun. Þekkt er að menntun, sérstaklega menntun kvenna, dregur úr fólksfjölgun. Fólk sem hyggur á eigin frama mun hafa minni tíma til að eignast börn. Lausn: Það þarf að fækka menntuðu fólki og fækka störfum fyrir menntað fólk. Setja kvóta inn í háskólanám og finna leiðir til að letja konur til að mennta sig. Ástæða 3: Sjónvarp og internet. Tilkoma sjónvarps gerði meira til að hægja á fólksfjölgun en nokkur opinber aðgerð. Það sést best á því að Íslendingar fjölguðu sér meira en aðrir V-Evrópubúar, því við höfðum svo lélegt sjónvarp. Netið hefur auðvitað sömu áhrif. Lausn: Banna sjónvarpsútsendingar á sumrin og á fimmtudögum. Skrúfa fyrir netið á sama tíma. Minna nethangs = meira kynlíf = fleiri börn. Eða ekki. Þeir hvatar sem ráða því hvort fólk eignast börn eru of sterkir til að einhverjar smávægilegar opinberar aðgerðir breyti nokkru þar um. Við þurfum að sætta okkur við þetta. Hægari fólksfjölgun er einfaldlega óhjákvæmileg afleiðing aukinnar velmegunar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun