Eina mark leiksins kom strax á fimmtu mínútu leiksins, en Schaer skoraði þá eftir hornspyrnu Xherdan Shaqiri.
Etrit Berisha, markvörður Albana, fór í glórulaust úthlaup og eina sem Schaer þurfti að gera var að skalla boltann í netið.
Ekki batnaði ástand Albana þegar Lorik Cana fékk að líta rauða spjaldið á 36. mínútu, en hann tvö gul spjöld á þrettán mínútna kafla.
Albanir fengu ekki mörg færi í síðari hálfleik til að jafna metin, en Svisslendingar unnu að lokum 1-0 sigur.
Bræðurnir Granit Xhaka og Taulant Xhaka mættust í leiknum, en Taulant var tekinn af velli á 62. mínútu.
Frakkland og Sviss eru því með þrjú stig, en Albanía og Rúmenía eru með núll stig.
1-0. Fabian Schär skorar fyrir #SUI ! #EMÍSLAND pic.twitter.com/bFB2OaGVYz
— Síminn (@siminn) June 11, 2016