Erlent

Baghdadi sagður hafa særst í Írak

Samúel Karl Ólason skrifar
Abu Bakr al-Bagdadi, leiðtogi ISIS.
Abu Bakr al-Bagdadi, leiðtogi ISIS. Vísir/EPA
Yfirvöld í Bandaríkjunum og í Írak segjast ekki geta staðfest þær fregnir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Íslamska ríkisins, hafi særst í loftárás í norðurhluta Írak. Því var haldið fram í sjónvarpsfréttum í Írak.

Sjónvarpsstöðin Al Sumariya TV hafði þetta eftir heimildum sínum úr Nineveh héraði. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni eru aðrir leiðtogar ISIS sagðir hafa særst einnig. Árásin er sögð hafa verið gerð á stjórnstöð ISIS nærri landamærum Sýrlands.

Reuters segja sjónvarpsstöðina hafa gott tengslanet í héraðinu.

Hins vegar hafa margsinnis borist fregnir af því að Baghdadi hafi særst eða fallið í árásum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×