Dönsk hjúkrunarkona sakfelld: Gaf þremur sjúklingum banvæna lyfjablöndu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. júní 2016 21:11 Dönsk hjúkrunarkona var fyrir helgi dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt þrjá sjúklinga sinna. Hjúkrunarkonan, sem er 31 árs gömul, hefur áfrýjað dómnum. Í Danmörku er lífstíðarfangelsi 16 ár eins og hér á Íslandi. Hún má aldrei aftur sinna starfi heilbrigðisstarfsmanns. Frá þessu er greint á vef BT. Sjúklingarnir þrír létust af of stórum lyfjaskammti sem innihélt bæði morfín og róandi lyfið stesolid. Taldi dómurinn sýnt að ekki hefði verið mögulegt að skammtarnir hefðu verið gefnir sjúklingunum fyrir slysni. Þá taldi dómurinn að næg líkindi væru milli dauða sjúklinganna þriggja til að draga mætti þá ályktun að sama manneskja stæði að baki þeim öllum. Magn morfíns sem sjúklingarnir fengu var í öllum tilvikum á milli 40 og 50 grömm og magnið af stesolid á milli sex og fimmtán grömm. Sjúklingarnir þrír voru þau Arne Herskov, 72 ára, Anna Lise Poulsen 86 ára og Viggo Petersen, 66 ára. Þá var hjúkrunarfræðingurinn einnig ákærð fyrir tilraun til manndráps á hinum 72 ára gamla Maggi Rasmussen. Tveir sjúklinganna létust á sömu næturvakt aðfaranótt 1. mars árið 2012 en sá þriðji þremur dögum síðar. Vitni gátu borið fyrir um að þau hefðu séð hjúkrunarfræðinginn með sprautu í hendi koma út af að minnsta kosti einni sjúkrastofunni. Verjandi konunnar sagði að hún ætti ekki að vera sakfelld fyrir dauða sjúklinganna þar sem þeir voru fyrir í svo slæmu ástandi. Því hafi verið um líknandi meðferð að ræða. Saksóknari sagði það enga afsökun og að þetta væri svo slæm aðhlynning hjá heilbrigðisstarfsmanni að það væri eiginlega ekki hægt að kalla þetta aðhlynningu. „Jafnvel þó sjúklingarnir séu þegar dauðvona hefur enginn rétt á að myrða þá,“ sagði saksóknarinn, Michael Boolsen. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Dönsk hjúkrunarkona var fyrir helgi dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt þrjá sjúklinga sinna. Hjúkrunarkonan, sem er 31 árs gömul, hefur áfrýjað dómnum. Í Danmörku er lífstíðarfangelsi 16 ár eins og hér á Íslandi. Hún má aldrei aftur sinna starfi heilbrigðisstarfsmanns. Frá þessu er greint á vef BT. Sjúklingarnir þrír létust af of stórum lyfjaskammti sem innihélt bæði morfín og róandi lyfið stesolid. Taldi dómurinn sýnt að ekki hefði verið mögulegt að skammtarnir hefðu verið gefnir sjúklingunum fyrir slysni. Þá taldi dómurinn að næg líkindi væru milli dauða sjúklinganna þriggja til að draga mætti þá ályktun að sama manneskja stæði að baki þeim öllum. Magn morfíns sem sjúklingarnir fengu var í öllum tilvikum á milli 40 og 50 grömm og magnið af stesolid á milli sex og fimmtán grömm. Sjúklingarnir þrír voru þau Arne Herskov, 72 ára, Anna Lise Poulsen 86 ára og Viggo Petersen, 66 ára. Þá var hjúkrunarfræðingurinn einnig ákærð fyrir tilraun til manndráps á hinum 72 ára gamla Maggi Rasmussen. Tveir sjúklinganna létust á sömu næturvakt aðfaranótt 1. mars árið 2012 en sá þriðji þremur dögum síðar. Vitni gátu borið fyrir um að þau hefðu séð hjúkrunarfræðinginn með sprautu í hendi koma út af að minnsta kosti einni sjúkrastofunni. Verjandi konunnar sagði að hún ætti ekki að vera sakfelld fyrir dauða sjúklinganna þar sem þeir voru fyrir í svo slæmu ástandi. Því hafi verið um líknandi meðferð að ræða. Saksóknari sagði það enga afsökun og að þetta væri svo slæm aðhlynning hjá heilbrigðisstarfsmanni að það væri eiginlega ekki hægt að kalla þetta aðhlynningu. „Jafnvel þó sjúklingarnir séu þegar dauðvona hefur enginn rétt á að myrða þá,“ sagði saksóknarinn, Michael Boolsen.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira