Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. júní 2016 19:03 Tólfumenn hafa stutt við bakið á landsliðinu um nokkurt skeið. Neðri röð frá vinstri; Kristinn Bjarnason, Svanhvít Friðriksdóttir og Styrmir Gíslason. Tólfan, stuðningssveit íslenska landsliðsins í fótbolta, verður á leik liðsins gegn Frökkum á Evrópumótinu í knattspyrnu á sunnudaginn. Í morgun leit út fyrir að enginn Tólfumanna yrði á leiknum en skjótt skipast veður í lofti og nú hefur tuttugu og tveimur þeirra verið tryggð flugsæti til Parísar um helgina þar sem leikurinn fer fram, tíu verið tryggðir miðar á leikinn auk þess sem fjögur fyrirtæki hafa styrkt sveitina í beinhörðum peningum.„Þessi dagur hefur verið algjör sturlun, allt frá því að enginn væri að fara yfir í að allir væru að fara. Við erum hérna bara eitt stórt bros,“ segir Styrmir Gíslason, stofnandi sveitarinnar, en hann sat á stjórnarfundi Tólfunnar þegar Vísir náði af honum tali.Stemningin úr stúkunni skilar sér á völlinn 23 auglýsingastofa tók af skarið í dag og lagði til tíu flugsæti í sérstakri flugvél sem leigð var til þess að ferja landsmenn á leikinn og flugfélagið WOW air fylgdi í kjölfarið og bauð tólf sæti í vél sem var bætt við í dag. Þá hefur 23 auglýsingastofa einnig tryggt þeim tíu sem þeir bjóða miða á leikinn sjálfan. „Það er bara frábært að hægt sé að taka höndum saman fyrir þessar hetjur,“ segir Kristinn Bjarnason, forsvarsmaður ferðar 23 auglýsingastofu. „Þetta eru nánast jafnmiklar hetjur og landsliðið okkar. Þeir segja það sjálfir, landsliðsmennirnir okkar, að ef ekki væri fyrir þennan meðbyr hefði þetta ekki gengið jafn vel.“ Kristinn segir að einingin í kringum Tólfuna hafi komið þeirri gríðarlegu stemningu af stað sem fylgir nú landsliðinu og hefur hrifið landsmenn alla með. „Þeir eru litríkir, glaðir, hressir og kraftmiklir einstaklingar. Þeir stóðu málaðir í stúkunni, trylltir að öskra strax í upphafi þegar stuðningur við liðið var almennt minni. Svo rífa þeir stúkuna með sér af stað og fá stemninguna niður á völl fyrir strákana beint í æð.“ Hann nefnir að það sé mikilvægt að hafa einhvern sem stjórnar herópunum og hvatningunni. Það hafi heldur betur skilað sér í síðasta leik þegar um þrjúþúsund Íslendingar mættu á völlinn gegn rúmlega þrjátíuþúsund Englendingum og voru Íslendingarnir mun kraftmeiri.WOW tók frá sæti fyrir Tólfumenn Kristinn segir að vel hafi gengið að selja flugmiða í vélina sem 23 auglýsingastofa tók á leigu en hún er 180 manna. Hann heldur að mun fleiri Íslendingar verði á vellinum en gefið hefur verið út. Í upphafi var talað um að tvö þúsund Íslendingar yrðu á vellinum en síðan steig KSÍ fram og talaði um sex þúsund miðar væru til viðbótar fyrir Íslendinga. „Það eru bara forréttindi að vera uppi á tímum sem þessum. Hver einasti maður á landinu er að fylgjast með þessu. Fólk sem hefur kannski fyrirlitið fótbolta í gegnum tíðina og mestu antisportistar klakans eru komnir í treyju og málaðir í andlitinu.“Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW.Vísir/WOWSvanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að þegar ákveðið var að bæta inn flugi til Parísar hafi verið tekin frá sæti fyrir tólf Tólfumenn. „Vélin heim á mánudeginum seldist upp strax en við tókum frá tólf sæti fyrir Tólfuna áður en þetta fór í sölu. Við sáum að þeir gátu ekki farið án þess að fá hjálp og þeir eru í raun partur af liðinu. Okkur fannst bara alveg nauðsynlegt að Tólfan gæti mætt og stutt landsliðið,“ segir Svanhvít. Hún segir að fjórtánhundruð manns séu á leið út til Parísar með WOW um helgina og þá séu fjölmargir á leið til borga í grennd við Frakkland sem hyggjast ferðast sjálfir til Parísar. Tólfumenn hafa ekki aðeins verið styrktir um flugsæti og miða á leikinn heldur hafa fjögur fyrirtæki styrkt sveitina í beinhörðum peningum.Styrkir borga gistinguna „Þetta er ekkert svakalega ódýrt, að fylgja þessu landsliði,“ segir Styrmir. „Í rauninni vorum við allir alveg búnir að vera. Þessi vinnuhópur sem sér um skipulagningu og svona hafði verið í Frakklandi frá 11. júní,“ útskýrir hann. „Það er gott að það séu að detta inn styrkir, við þurfum nefnilega að redda okkur gistingu og það kemur með styrkjunum.“ Fyrirtækin sem styrkt hafa Tólfuna nú þegar eru Kexverksmiðjan Frón, bókaútgáfan Útkall, Íslenski barinn og fyrirtækið Kemi. Aðeins fimm manns hafi leyfi til þess að fara inn í stúkuna með trommur og fána en leyfið var fengið eftir strangt öryggismat á persónum þessara fimm. „Með trommunum stjórnum við svo mikið stemningunni en svo þurfum við fleiri en trommmuleikarann til þess að dreifa sér um stúkuna og halda uppi stemningunni. En það er reyndar magnað og ég get ekki sagt það nógu oft að ég er heillaður af öllum íslensku stuðningsmönnunum sem hafa verið þarna úti. Þeir hafa ekkert gefið eftir og verið algjörlega frábærir. Láta Tólfuna líta vel út, fólk er alveg grátandi bara í stúkunni,“ segir Styrmir og hlær. EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir KSÍ býður Tólfunni til Nice KSÍ mun borga fyrir flug, gistingu og miða tíu meðlima Tólfunnar á leikinn gegn Englandi á mánudag. 25. júní 2016 17:04 Aðeins stjórnarmenn í Tólfunni mega koma með fána og trommur á völlinn Það má búast við því að margir meðlimir Tólfunnar muni berjast um boðsmiða frá KSÍ um að koma á leikinn gegn Englandi í Nice. 24. júní 2016 13:45 Peningurinn uppurinn hjá Tólfunni sem snýr heim á morgun Útiloka þó ekki að snúa aftur og treysta á að hlutirnir reddist. 23. júní 2016 12:13 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Tólfan, stuðningssveit íslenska landsliðsins í fótbolta, verður á leik liðsins gegn Frökkum á Evrópumótinu í knattspyrnu á sunnudaginn. Í morgun leit út fyrir að enginn Tólfumanna yrði á leiknum en skjótt skipast veður í lofti og nú hefur tuttugu og tveimur þeirra verið tryggð flugsæti til Parísar um helgina þar sem leikurinn fer fram, tíu verið tryggðir miðar á leikinn auk þess sem fjögur fyrirtæki hafa styrkt sveitina í beinhörðum peningum.„Þessi dagur hefur verið algjör sturlun, allt frá því að enginn væri að fara yfir í að allir væru að fara. Við erum hérna bara eitt stórt bros,“ segir Styrmir Gíslason, stofnandi sveitarinnar, en hann sat á stjórnarfundi Tólfunnar þegar Vísir náði af honum tali.Stemningin úr stúkunni skilar sér á völlinn 23 auglýsingastofa tók af skarið í dag og lagði til tíu flugsæti í sérstakri flugvél sem leigð var til þess að ferja landsmenn á leikinn og flugfélagið WOW air fylgdi í kjölfarið og bauð tólf sæti í vél sem var bætt við í dag. Þá hefur 23 auglýsingastofa einnig tryggt þeim tíu sem þeir bjóða miða á leikinn sjálfan. „Það er bara frábært að hægt sé að taka höndum saman fyrir þessar hetjur,“ segir Kristinn Bjarnason, forsvarsmaður ferðar 23 auglýsingastofu. „Þetta eru nánast jafnmiklar hetjur og landsliðið okkar. Þeir segja það sjálfir, landsliðsmennirnir okkar, að ef ekki væri fyrir þennan meðbyr hefði þetta ekki gengið jafn vel.“ Kristinn segir að einingin í kringum Tólfuna hafi komið þeirri gríðarlegu stemningu af stað sem fylgir nú landsliðinu og hefur hrifið landsmenn alla með. „Þeir eru litríkir, glaðir, hressir og kraftmiklir einstaklingar. Þeir stóðu málaðir í stúkunni, trylltir að öskra strax í upphafi þegar stuðningur við liðið var almennt minni. Svo rífa þeir stúkuna með sér af stað og fá stemninguna niður á völl fyrir strákana beint í æð.“ Hann nefnir að það sé mikilvægt að hafa einhvern sem stjórnar herópunum og hvatningunni. Það hafi heldur betur skilað sér í síðasta leik þegar um þrjúþúsund Íslendingar mættu á völlinn gegn rúmlega þrjátíuþúsund Englendingum og voru Íslendingarnir mun kraftmeiri.WOW tók frá sæti fyrir Tólfumenn Kristinn segir að vel hafi gengið að selja flugmiða í vélina sem 23 auglýsingastofa tók á leigu en hún er 180 manna. Hann heldur að mun fleiri Íslendingar verði á vellinum en gefið hefur verið út. Í upphafi var talað um að tvö þúsund Íslendingar yrðu á vellinum en síðan steig KSÍ fram og talaði um sex þúsund miðar væru til viðbótar fyrir Íslendinga. „Það eru bara forréttindi að vera uppi á tímum sem þessum. Hver einasti maður á landinu er að fylgjast með þessu. Fólk sem hefur kannski fyrirlitið fótbolta í gegnum tíðina og mestu antisportistar klakans eru komnir í treyju og málaðir í andlitinu.“Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW.Vísir/WOWSvanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að þegar ákveðið var að bæta inn flugi til Parísar hafi verið tekin frá sæti fyrir tólf Tólfumenn. „Vélin heim á mánudeginum seldist upp strax en við tókum frá tólf sæti fyrir Tólfuna áður en þetta fór í sölu. Við sáum að þeir gátu ekki farið án þess að fá hjálp og þeir eru í raun partur af liðinu. Okkur fannst bara alveg nauðsynlegt að Tólfan gæti mætt og stutt landsliðið,“ segir Svanhvít. Hún segir að fjórtánhundruð manns séu á leið út til Parísar með WOW um helgina og þá séu fjölmargir á leið til borga í grennd við Frakkland sem hyggjast ferðast sjálfir til Parísar. Tólfumenn hafa ekki aðeins verið styrktir um flugsæti og miða á leikinn heldur hafa fjögur fyrirtæki styrkt sveitina í beinhörðum peningum.Styrkir borga gistinguna „Þetta er ekkert svakalega ódýrt, að fylgja þessu landsliði,“ segir Styrmir. „Í rauninni vorum við allir alveg búnir að vera. Þessi vinnuhópur sem sér um skipulagningu og svona hafði verið í Frakklandi frá 11. júní,“ útskýrir hann. „Það er gott að það séu að detta inn styrkir, við þurfum nefnilega að redda okkur gistingu og það kemur með styrkjunum.“ Fyrirtækin sem styrkt hafa Tólfuna nú þegar eru Kexverksmiðjan Frón, bókaútgáfan Útkall, Íslenski barinn og fyrirtækið Kemi. Aðeins fimm manns hafi leyfi til þess að fara inn í stúkuna með trommur og fána en leyfið var fengið eftir strangt öryggismat á persónum þessara fimm. „Með trommunum stjórnum við svo mikið stemningunni en svo þurfum við fleiri en trommmuleikarann til þess að dreifa sér um stúkuna og halda uppi stemningunni. En það er reyndar magnað og ég get ekki sagt það nógu oft að ég er heillaður af öllum íslensku stuðningsmönnunum sem hafa verið þarna úti. Þeir hafa ekkert gefið eftir og verið algjörlega frábærir. Láta Tólfuna líta vel út, fólk er alveg grátandi bara í stúkunni,“ segir Styrmir og hlær.
EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir KSÍ býður Tólfunni til Nice KSÍ mun borga fyrir flug, gistingu og miða tíu meðlima Tólfunnar á leikinn gegn Englandi á mánudag. 25. júní 2016 17:04 Aðeins stjórnarmenn í Tólfunni mega koma með fána og trommur á völlinn Það má búast við því að margir meðlimir Tólfunnar muni berjast um boðsmiða frá KSÍ um að koma á leikinn gegn Englandi í Nice. 24. júní 2016 13:45 Peningurinn uppurinn hjá Tólfunni sem snýr heim á morgun Útiloka þó ekki að snúa aftur og treysta á að hlutirnir reddist. 23. júní 2016 12:13 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
KSÍ býður Tólfunni til Nice KSÍ mun borga fyrir flug, gistingu og miða tíu meðlima Tólfunnar á leikinn gegn Englandi á mánudag. 25. júní 2016 17:04
Aðeins stjórnarmenn í Tólfunni mega koma með fána og trommur á völlinn Það má búast við því að margir meðlimir Tólfunnar muni berjast um boðsmiða frá KSÍ um að koma á leikinn gegn Englandi í Nice. 24. júní 2016 13:45
Peningurinn uppurinn hjá Tólfunni sem snýr heim á morgun Útiloka þó ekki að snúa aftur og treysta á að hlutirnir reddist. 23. júní 2016 12:13
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels