„Íslenska liðið hefur unnið hjörtu allra í Danmörku“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2016 20:30 Eftir frækinn sigur Íslendinga á Englendingum á Evrópumótinu í Frakklandi breyttust plön Tinu Müller, íþróttafréttakonu hjá danska ríkisútvarpinu. Nú fylgir hún íslenska liðinu og er mætt til fjallabæjarins Annecy þar sem sífellt fjölgar fulltrúum erlendra fjölmiðla. Hún er fulltrúi Dana í fjölskrúðugum hópi fréttamanna. „Ísland er orðið mjög vinsælt í Danmörku, það er eins og allir styðji Ísland núna fyrst að Danmörk komst ekki áfram. Eftir að Ísland gerði það svo gott, komst upp úr riðlinum með sigrinum á Austurríki, hefur hæpið bara aukist,“ segir Tina. „Með sigrinum á Englandi er hæpið orðið stórt. Íslenska liðið hefur unnið hjörtu allra í Danmörku.“Rosalegasta upplifun á fótboltaleikTina var á leiknum gegn Englandi í Nice og ber íslenskum stuðningsmönnum vel söguna„Það var rosalegasta upplifun sem ég hef átt á fótboltaleikvangi, það var rosalegt. Þegar Rooney skoraði hugsaði maður að nú yrði jafnvel valtað yfir Ísland,“ segir Tina. Það breyttist aldeilis. Hún hélt niður í íslenska áhorfendaskarann og var í beinni útsendingu á DR heima í Danmörku.„Ég fékk nóg af knúsum og kossum á kinnina,“ segir Tina og hrósar íslenskum stuðningsmönnum sem séu hlýir og yndislegir. Þá útskýrir hún að stuðningssöngur Íslands, sem borist hefur til Tólfunnar með viðkomu meðal annars í Garðabænum og Skotlandi, hafi slegið í gegn í Danmörku.Aðspurð segir Tina marga Dani sjá svip með Íslandi 2016 og Danmörku 1992, þegar Danir fóru óvænt alla leið.Mikil trú á Íslandi í Danmörku„Maður er með svipaða tilfinningu. Þegar Ísland komst á EM var ekki nokkur í Danmörku sem trúði á Ísland. En nú finnur maður fyrir þessari tilfinningu að Ísland geti gert það sama. Trúin á Íslandi er rosalega mikil í Danmörku.“Tina átti upphaflega að fara á leik Portúgals og Póllands en yfirmennirnir ákváðu að kraftar hennar væru betur nýttir í Annecy, að fylgjast með íslenska landsliðinu. Allt snúist um Ísland í íþróttafréttatímanum í Danmörku þessa dagana. Hún vonast til þess að fá að fylgja Íslandi eftir alla leið í úrslitaleikinn.„Hver leikur sem íslenska landsliðið spilar er söguleikur. Ég krosslegg fingur að Ísland fari alla leið.“Að neðan má sjá svipmyndir frá sigri Dana á Þjóðverjum í úrslitaleik EM 1992 í Svíþjóð. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Veltum því ekki fyrir okkur hvað skrifað er í fjölmiðlum Heimir Hallgrímsson segir að velgengni Íslands á EM muni hafa áhrif á íslenska knattspyrnu í heild sinni. 29. júní 2016 19:30 Mamma Jóa Berg: Tilvonandi tengdasonur fékk ekkert að borða útaf leiknum í Bern Jóhann Berg Guðmundsson steig sín fyrstu skref í fótbolta í appelsínugulum búningi Fylkis. 29. júní 2016 12:15 Lars: Ekkert internet og bara nokkrir farsímar Sænsku leikmennirnir á HM 1994 voru ekki jafn meðvitaðir um fárið heima fyrir og strákarnir okkar á EM 2016. 29. júní 2016 19:15 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira
Eftir frækinn sigur Íslendinga á Englendingum á Evrópumótinu í Frakklandi breyttust plön Tinu Müller, íþróttafréttakonu hjá danska ríkisútvarpinu. Nú fylgir hún íslenska liðinu og er mætt til fjallabæjarins Annecy þar sem sífellt fjölgar fulltrúum erlendra fjölmiðla. Hún er fulltrúi Dana í fjölskrúðugum hópi fréttamanna. „Ísland er orðið mjög vinsælt í Danmörku, það er eins og allir styðji Ísland núna fyrst að Danmörk komst ekki áfram. Eftir að Ísland gerði það svo gott, komst upp úr riðlinum með sigrinum á Austurríki, hefur hæpið bara aukist,“ segir Tina. „Með sigrinum á Englandi er hæpið orðið stórt. Íslenska liðið hefur unnið hjörtu allra í Danmörku.“Rosalegasta upplifun á fótboltaleikTina var á leiknum gegn Englandi í Nice og ber íslenskum stuðningsmönnum vel söguna„Það var rosalegasta upplifun sem ég hef átt á fótboltaleikvangi, það var rosalegt. Þegar Rooney skoraði hugsaði maður að nú yrði jafnvel valtað yfir Ísland,“ segir Tina. Það breyttist aldeilis. Hún hélt niður í íslenska áhorfendaskarann og var í beinni útsendingu á DR heima í Danmörku.„Ég fékk nóg af knúsum og kossum á kinnina,“ segir Tina og hrósar íslenskum stuðningsmönnum sem séu hlýir og yndislegir. Þá útskýrir hún að stuðningssöngur Íslands, sem borist hefur til Tólfunnar með viðkomu meðal annars í Garðabænum og Skotlandi, hafi slegið í gegn í Danmörku.Aðspurð segir Tina marga Dani sjá svip með Íslandi 2016 og Danmörku 1992, þegar Danir fóru óvænt alla leið.Mikil trú á Íslandi í Danmörku„Maður er með svipaða tilfinningu. Þegar Ísland komst á EM var ekki nokkur í Danmörku sem trúði á Ísland. En nú finnur maður fyrir þessari tilfinningu að Ísland geti gert það sama. Trúin á Íslandi er rosalega mikil í Danmörku.“Tina átti upphaflega að fara á leik Portúgals og Póllands en yfirmennirnir ákváðu að kraftar hennar væru betur nýttir í Annecy, að fylgjast með íslenska landsliðinu. Allt snúist um Ísland í íþróttafréttatímanum í Danmörku þessa dagana. Hún vonast til þess að fá að fylgja Íslandi eftir alla leið í úrslitaleikinn.„Hver leikur sem íslenska landsliðið spilar er söguleikur. Ég krosslegg fingur að Ísland fari alla leið.“Að neðan má sjá svipmyndir frá sigri Dana á Þjóðverjum í úrslitaleik EM 1992 í Svíþjóð.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Veltum því ekki fyrir okkur hvað skrifað er í fjölmiðlum Heimir Hallgrímsson segir að velgengni Íslands á EM muni hafa áhrif á íslenska knattspyrnu í heild sinni. 29. júní 2016 19:30 Mamma Jóa Berg: Tilvonandi tengdasonur fékk ekkert að borða útaf leiknum í Bern Jóhann Berg Guðmundsson steig sín fyrstu skref í fótbolta í appelsínugulum búningi Fylkis. 29. júní 2016 12:15 Lars: Ekkert internet og bara nokkrir farsímar Sænsku leikmennirnir á HM 1994 voru ekki jafn meðvitaðir um fárið heima fyrir og strákarnir okkar á EM 2016. 29. júní 2016 19:15 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira
Heimir: Veltum því ekki fyrir okkur hvað skrifað er í fjölmiðlum Heimir Hallgrímsson segir að velgengni Íslands á EM muni hafa áhrif á íslenska knattspyrnu í heild sinni. 29. júní 2016 19:30
Mamma Jóa Berg: Tilvonandi tengdasonur fékk ekkert að borða útaf leiknum í Bern Jóhann Berg Guðmundsson steig sín fyrstu skref í fótbolta í appelsínugulum búningi Fylkis. 29. júní 2016 12:15
Lars: Ekkert internet og bara nokkrir farsímar Sænsku leikmennirnir á HM 1994 voru ekki jafn meðvitaðir um fárið heima fyrir og strákarnir okkar á EM 2016. 29. júní 2016 19:15