BREXIT eða hvað? Skjóðan skrifar 29. júní 2016 16:00 Bretar ákváðu í síðustu viku með naumum meirihluta að ganga úr ESB. Þegar úrslitin lágu fyrir varð mörgum ekki um sel. Gildir það jafnt um aðildarsinna og útgöngusinna. Sigurvegarar kosninganna hafa síðan dregið í land og í ljós hefur komið að mörg þau loforð, sem þeir veifuðu framan í kjósendur um betri kjör og fegurra mannlíf utan ESB voru ekki einungis innihaldslaus heldur beinlínis fölsk. David Cameron hefur sagt af sér sem forsætisráðherra en útgöngusinnum liggur ekkert á. Nú er ekki lengur kapphlaup til að losna undan illum hrammi ESB heldur snýst verkefni úrsagnarinnar helst um að hún verði nær eingöngu að forminu til þegar kemur að helstu atriðum Evrópusamvinnunnar. Útgöngumenn vilja halda í fjórfrelsið nema þeir vilja geta lokað landamærum fyrir fólksflutningum að geðþótta. Útgöngumenn vilja heldur ekki missa ýmsa þá fjárstyrki og aðstoð sem ESB hefur veitt t.d. í bresku dreifbýli. Í London eru helstu bankar heims með Evrópuhöfuðstöðvar sínar. Þeir eru þegar farnir að undirbúa flutning á þúsundum, eða jafn vel tugþúsundum, starfa frá London til meginlands Evrópu gangi Bretar út. Hér er ekki um að ræða farandverkamenn heldur bankamenn á útblásnum bónusum þannig að fjárhagslegt tjón London og Bretlands verður mikið. Breska pundið hefur verið í næstum frjálsu falli frá því Brexit var samþykkt og sér ekki fyrir endann á því. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart. Útganga Breta leiðir fyrirsjáanlega til þess að gríðarlegir fjármunir hverfa frá London, sem missir stöðu sína sem fjármálamiðstöð Evrópu. Af fréttum frá Bretlandi að dæma er hins vegar langlíklegast að í raun verði ekkert af Brexit. Þess í stað muni bæði bresk stjórnvöld og forsvarsmenn ESB draga djúpt andann og komast að samkomulagi um áframhaldandi veru Bretlands í sambandinu, sem þá yrði væntanlega borin undir breska kjósendur. Úrslit atkvæðagreiðslunnar í síðustu viku hafa án efa gert forystumönnum helstu ESB ríkja ljóst að að óbreyttu er veruleg hætta á að sambandið brotni í frumeindir sínar. Því heyrast ekki lengur raddir þess efnis að Bretar eigi bara að hypja sig hið fyrsta. Hætt er við að fleiri ríki kæmu í kjölfarið og það myndi ESB ekki standa af sér. Þess vegna mun lausn finnast og Bretar fara ekki út. Spákaupmenn munu aftur hefja kaup á pundum og hagnast vel á því þar sem pundið hækkar á ný. Á endanum samþykkja Bretar nýjan aðildarsamning og allir verða ánægðir nema þeir sem eru andsnúnir aðild að ESB af hugsjónaástæðum, svona tæplega helmingur Breta. Brexit Skjóðan Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Bretar ákváðu í síðustu viku með naumum meirihluta að ganga úr ESB. Þegar úrslitin lágu fyrir varð mörgum ekki um sel. Gildir það jafnt um aðildarsinna og útgöngusinna. Sigurvegarar kosninganna hafa síðan dregið í land og í ljós hefur komið að mörg þau loforð, sem þeir veifuðu framan í kjósendur um betri kjör og fegurra mannlíf utan ESB voru ekki einungis innihaldslaus heldur beinlínis fölsk. David Cameron hefur sagt af sér sem forsætisráðherra en útgöngusinnum liggur ekkert á. Nú er ekki lengur kapphlaup til að losna undan illum hrammi ESB heldur snýst verkefni úrsagnarinnar helst um að hún verði nær eingöngu að forminu til þegar kemur að helstu atriðum Evrópusamvinnunnar. Útgöngumenn vilja halda í fjórfrelsið nema þeir vilja geta lokað landamærum fyrir fólksflutningum að geðþótta. Útgöngumenn vilja heldur ekki missa ýmsa þá fjárstyrki og aðstoð sem ESB hefur veitt t.d. í bresku dreifbýli. Í London eru helstu bankar heims með Evrópuhöfuðstöðvar sínar. Þeir eru þegar farnir að undirbúa flutning á þúsundum, eða jafn vel tugþúsundum, starfa frá London til meginlands Evrópu gangi Bretar út. Hér er ekki um að ræða farandverkamenn heldur bankamenn á útblásnum bónusum þannig að fjárhagslegt tjón London og Bretlands verður mikið. Breska pundið hefur verið í næstum frjálsu falli frá því Brexit var samþykkt og sér ekki fyrir endann á því. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart. Útganga Breta leiðir fyrirsjáanlega til þess að gríðarlegir fjármunir hverfa frá London, sem missir stöðu sína sem fjármálamiðstöð Evrópu. Af fréttum frá Bretlandi að dæma er hins vegar langlíklegast að í raun verði ekkert af Brexit. Þess í stað muni bæði bresk stjórnvöld og forsvarsmenn ESB draga djúpt andann og komast að samkomulagi um áframhaldandi veru Bretlands í sambandinu, sem þá yrði væntanlega borin undir breska kjósendur. Úrslit atkvæðagreiðslunnar í síðustu viku hafa án efa gert forystumönnum helstu ESB ríkja ljóst að að óbreyttu er veruleg hætta á að sambandið brotni í frumeindir sínar. Því heyrast ekki lengur raddir þess efnis að Bretar eigi bara að hypja sig hið fyrsta. Hætt er við að fleiri ríki kæmu í kjölfarið og það myndi ESB ekki standa af sér. Þess vegna mun lausn finnast og Bretar fara ekki út. Spákaupmenn munu aftur hefja kaup á pundum og hagnast vel á því þar sem pundið hækkar á ný. Á endanum samþykkja Bretar nýjan aðildarsamning og allir verða ánægðir nema þeir sem eru andsnúnir aðild að ESB af hugsjónaástæðum, svona tæplega helmingur Breta.
Brexit Skjóðan Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira