Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júní 2016 15:30 Á eftir Íslendingum og kannski Færeyingum má segja að leikmenn Wales hafi fagnað sigri strákanna okkar gegn Englandi í Nice á mánudagskvöldið hvað mest. Leikmenn Wales horfðu saman á leikinn og algjörlega biluðust þegar flautað var til leiksloka en myndband af fögnuði Walesverja hefur farið eins og sinueldur um internetið og gert marga reiða, sérstaklega á Englandi. Wales er eins og Ísland komið í átta liða úrslitin og er nú eina breska þjóðin sem eftir er á Evrópumótinu en England, Írland og Norður-Írland voru öll send heim í 16 liða úrslitunum. Sjáðu fögnuð Walesverja: Wales squad celebrating when England lost to Iceland #ENG#WAL#ENGISL#Euros2016pic.twitter.com/tim9NeQBpx — scarface (@D10_LFC) June 27, 2016 Velsku leikmennirnir hafa verið harðlega gagnrýndir um ýmsum áttum fyrir fögnuðinn en þeim er nákvæmlega sama. „Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði hægri bakvörðurinn Chris Gunter á blaðamannafundi í gær. „Þetta lítur kannski út fyrir að vera aðeins of mikið en það var aldrei meiningin. Við erum bara svo stoltir að vera síðasta breska þjóðin sem eftir er í mótinu. Við vorum afskrifaðir áður en bolta var sparkað á þessu móti rétt eins og Ísland þannig eðlilega fögnum við sigri þeirra.“ „Ísland er í svipaðri stöðu og við. Þetta er minni þjóð sem gengur vel. Eins og við komst Ísland á Evrópumótið þrátt fyrir að vera í virkilega erfiðum undanriðli. Þeir laumuðu sér ekkert inn. Ísland er búið að standa sig mjög vel og það er frábært fyrir fótboltann,“ sagði Chris Gunter. Neil Taylor, félagi Gunter í vörn Wales, tók undir þetta: „Ísland er búið að vera ótrúlegt á þessu móti en þess vegna fögnuðum við svona mikið. Það halda allir með Íslandi. Það átti enginn að sjá okkur fagna en ég skil hvernig þetta lítur út. Við vorum bara að standa með annarri smáþjóð,“ sagði Neil Taylor. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði. 29. júní 2016 08:00 Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM Óánægðir Bretar buðu upp á Brexit 1.0 en aðeins nokkrum dögum síðar bjó súpersókn íslenska fóboltalandsliðsins til Brexit 2.0 og sendi súra Englendinga enn einu sinni snemma heim af stórmóti í fótbolta. 29. júní 2016 07:00 Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Á eftir Íslendingum og kannski Færeyingum má segja að leikmenn Wales hafi fagnað sigri strákanna okkar gegn Englandi í Nice á mánudagskvöldið hvað mest. Leikmenn Wales horfðu saman á leikinn og algjörlega biluðust þegar flautað var til leiksloka en myndband af fögnuði Walesverja hefur farið eins og sinueldur um internetið og gert marga reiða, sérstaklega á Englandi. Wales er eins og Ísland komið í átta liða úrslitin og er nú eina breska þjóðin sem eftir er á Evrópumótinu en England, Írland og Norður-Írland voru öll send heim í 16 liða úrslitunum. Sjáðu fögnuð Walesverja: Wales squad celebrating when England lost to Iceland #ENG#WAL#ENGISL#Euros2016pic.twitter.com/tim9NeQBpx — scarface (@D10_LFC) June 27, 2016 Velsku leikmennirnir hafa verið harðlega gagnrýndir um ýmsum áttum fyrir fögnuðinn en þeim er nákvæmlega sama. „Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði hægri bakvörðurinn Chris Gunter á blaðamannafundi í gær. „Þetta lítur kannski út fyrir að vera aðeins of mikið en það var aldrei meiningin. Við erum bara svo stoltir að vera síðasta breska þjóðin sem eftir er í mótinu. Við vorum afskrifaðir áður en bolta var sparkað á þessu móti rétt eins og Ísland þannig eðlilega fögnum við sigri þeirra.“ „Ísland er í svipaðri stöðu og við. Þetta er minni þjóð sem gengur vel. Eins og við komst Ísland á Evrópumótið þrátt fyrir að vera í virkilega erfiðum undanriðli. Þeir laumuðu sér ekkert inn. Ísland er búið að standa sig mjög vel og það er frábært fyrir fótboltann,“ sagði Chris Gunter. Neil Taylor, félagi Gunter í vörn Wales, tók undir þetta: „Ísland er búið að vera ótrúlegt á þessu móti en þess vegna fögnuðum við svona mikið. Það halda allir með Íslandi. Það átti enginn að sjá okkur fagna en ég skil hvernig þetta lítur út. Við vorum bara að standa með annarri smáþjóð,“ sagði Neil Taylor.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði. 29. júní 2016 08:00 Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM Óánægðir Bretar buðu upp á Brexit 1.0 en aðeins nokkrum dögum síðar bjó súpersókn íslenska fóboltalandsliðsins til Brexit 2.0 og sendi súra Englendinga enn einu sinni snemma heim af stórmóti í fótbolta. 29. júní 2016 07:00 Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði. 29. júní 2016 08:00
Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM Óánægðir Bretar buðu upp á Brexit 1.0 en aðeins nokkrum dögum síðar bjó súpersókn íslenska fóboltalandsliðsins til Brexit 2.0 og sendi súra Englendinga enn einu sinni snemma heim af stórmóti í fótbolta. 29. júní 2016 07:00
Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn